Nýsköpun án framtíðar? Erna Magnúsdóttir og Eiríkur Steingrímsson skrifa 7. október 2024 07:02 Undanfarin misseri hafa stjórnvöld lagt mikla áherslu á nýsköpun á Íslandi. Samkeppnissjóður nýsköpunar Tækniþróunarsjóður hefur verið efldur, endurgreiðslur rannsókna- og þróunarkostnaður fyrirtækja hafa stóraukist, og skattaívilnanir fyrir sérhæft erlent starfsfólk verið komið á. Árið 2017 fengu nýsköpunarfyrirtæki tæpa 2.4 miljarða í styrk beint úr ríkissjóði og hefur farið ört hækkandi síðan. Gert er ráð fyrir rúmum 17 milljörðum í endurgreiðslur til nýsköpunarfyrirtækja á næsta ári og gert er ráð fyrir áframhaldandi hækkun til ársins 2027. Þetta sýnir að nægt fjármagn er til í kerfinu til að styðja við þetta mikilvæga starf. Þessi aukna áhersla á nýsköpun hefur skilað sér í mikilli grósku með auknum fjölda allskyns nýsköpunarfyrirtækja. Um leið og þessi gróska hefur átt sér stað í nýsköpunargeiranum hefur fjármögnun grunnvísinda við háskóla og stofnanir lækkað í raunvirði ár eftir ár. Nýsköpun þarf í grunninn fernt til að þrífast, frumkvöðla með hugmyndir, fjármagn, aðstöðu auk vel þjálfaðs starfsfólks. Þetta síðastnefnda er grunn-starfsemi háskóla. Þeir kenna nemum í grunnnámi og þjálfa framhaldsnema í vísindarannsóknum þar sem meistara og doktornemar vinna að grunnrannsóknum á viðkomandi sviði og læra fagleg vinnubrögð, greiningu heimilda og gagna og kynningu niðurstaðna í ræðum og riti. Fyrir rannsóknatengd nýsköpunarfyrirtæki er þjálfunin sem nemendur fá í sjálfstæðum vinnubrögðum og verkefna- og tímastjórnun. Háskólar koma oft einnig með nýjar aðferðir og hugmyndir áður en þær verða að viðskiptatækifærum. Grunnrannsóknir háskóla og stofnana eru því afar mikilvæg undirstaða fyrir atvinnulífið. Það skýtur því skökku við að um leið og stjórnvöld leggja mikla áherslu á nýsköpun og nýsköpunarfyrirtækjum fer hratt fjölgandi á landinu þá er enn og aftur stefnt að niðurskurði á opinberu samkeppnissjóðunum tveimur, Rannsóknasjóði og Tækniþróunarsjóði. Á sama tíma aukast framlög til rannsóknasjóða Evrópusambandsins (enda eru þau bundin GDP og langtíma samningum) og endurgreiðslur rannsókna- og þróunarskostnaðar fyrirtækja taka stórt stökk uppá við. Það er eins og stjórnvöld hafi tekið ákvörðun um að vísindi og rannsóknir skuli fara fram í fyrirtækjum eingöngu en ekki við háskóla eða rannsóknastofnanir. Við könnumst ekki við að umræða um slíka stefnubreytingu hafi farið fram en tölurnar benda sterklega til að ákvörðunin hafi verið tekin. Þegar tölurnar um samkeppnissjóðina eru skoðaðar hefur lítið breyst síðustu 10 árin. Úthlutanir til nýrra styrkja Rannsóknasjóðs Vísinda og tækniráðs jukust einungis um 6% milli 2013 og 2024 ef miðað er við launavísitölu, en 2013 var fyrsta árið þar sem framlög voru aukin eftir stórfeldan niðurskurð vegna fjármálahruns. Á sama tíma hafa umsvif nýsköpunarfyrirtækja og styrkir til þeirra margfaldast. Ef verður af niðurskurði til sjóðanna á fjárlögum 2024 mun úthlutun til nýrra styrkja verða á pari við það sem hún var árið 2012, í miðjum niðurskurði vegna fjármálahruns, þegar umsvif nýsköpunar og hugvits voru mun minni í íslensku atvinnulífi og umsóknir í sjóðinn voru um fjórðungi færri en þær voru á síðasta ári. Aðrir sjóðir svo sem Rannsóknasjóður Háskóla Íslands og Vísindasjóður Landspítalans hafa staðið í stað síðustu 10 ár. Þessir tveir sjóðir hafa varla breyst í krónutölu sem þýðir að kaupmáttur þeirra hefur hríðlækkað á síðustu 10 árum. Ef stjórnvöld vilja halda áfram að efla nýsköpun í landinu er nauðsynlegt að efla samkeppnissjóði vísinda um leið. Annars stranda nýju fyrirtækin vegna skorts á starfsfólki. Eiríkur er prófessor við Læknadeild HÍ. Erna er dósent við Læknadeild HÍ og stjórnarformaður Lífvísindaseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hafa stjórnvöld lagt mikla áherslu á nýsköpun á Íslandi. Samkeppnissjóður nýsköpunar Tækniþróunarsjóður hefur verið efldur, endurgreiðslur rannsókna- og þróunarkostnaður fyrirtækja hafa stóraukist, og skattaívilnanir fyrir sérhæft erlent starfsfólk verið komið á. Árið 2017 fengu nýsköpunarfyrirtæki tæpa 2.4 miljarða í styrk beint úr ríkissjóði og hefur farið ört hækkandi síðan. Gert er ráð fyrir rúmum 17 milljörðum í endurgreiðslur til nýsköpunarfyrirtækja á næsta ári og gert er ráð fyrir áframhaldandi hækkun til ársins 2027. Þetta sýnir að nægt fjármagn er til í kerfinu til að styðja við þetta mikilvæga starf. Þessi aukna áhersla á nýsköpun hefur skilað sér í mikilli grósku með auknum fjölda allskyns nýsköpunarfyrirtækja. Um leið og þessi gróska hefur átt sér stað í nýsköpunargeiranum hefur fjármögnun grunnvísinda við háskóla og stofnanir lækkað í raunvirði ár eftir ár. Nýsköpun þarf í grunninn fernt til að þrífast, frumkvöðla með hugmyndir, fjármagn, aðstöðu auk vel þjálfaðs starfsfólks. Þetta síðastnefnda er grunn-starfsemi háskóla. Þeir kenna nemum í grunnnámi og þjálfa framhaldsnema í vísindarannsóknum þar sem meistara og doktornemar vinna að grunnrannsóknum á viðkomandi sviði og læra fagleg vinnubrögð, greiningu heimilda og gagna og kynningu niðurstaðna í ræðum og riti. Fyrir rannsóknatengd nýsköpunarfyrirtæki er þjálfunin sem nemendur fá í sjálfstæðum vinnubrögðum og verkefna- og tímastjórnun. Háskólar koma oft einnig með nýjar aðferðir og hugmyndir áður en þær verða að viðskiptatækifærum. Grunnrannsóknir háskóla og stofnana eru því afar mikilvæg undirstaða fyrir atvinnulífið. Það skýtur því skökku við að um leið og stjórnvöld leggja mikla áherslu á nýsköpun og nýsköpunarfyrirtækjum fer hratt fjölgandi á landinu þá er enn og aftur stefnt að niðurskurði á opinberu samkeppnissjóðunum tveimur, Rannsóknasjóði og Tækniþróunarsjóði. Á sama tíma aukast framlög til rannsóknasjóða Evrópusambandsins (enda eru þau bundin GDP og langtíma samningum) og endurgreiðslur rannsókna- og þróunarskostnaðar fyrirtækja taka stórt stökk uppá við. Það er eins og stjórnvöld hafi tekið ákvörðun um að vísindi og rannsóknir skuli fara fram í fyrirtækjum eingöngu en ekki við háskóla eða rannsóknastofnanir. Við könnumst ekki við að umræða um slíka stefnubreytingu hafi farið fram en tölurnar benda sterklega til að ákvörðunin hafi verið tekin. Þegar tölurnar um samkeppnissjóðina eru skoðaðar hefur lítið breyst síðustu 10 árin. Úthlutanir til nýrra styrkja Rannsóknasjóðs Vísinda og tækniráðs jukust einungis um 6% milli 2013 og 2024 ef miðað er við launavísitölu, en 2013 var fyrsta árið þar sem framlög voru aukin eftir stórfeldan niðurskurð vegna fjármálahruns. Á sama tíma hafa umsvif nýsköpunarfyrirtækja og styrkir til þeirra margfaldast. Ef verður af niðurskurði til sjóðanna á fjárlögum 2024 mun úthlutun til nýrra styrkja verða á pari við það sem hún var árið 2012, í miðjum niðurskurði vegna fjármálahruns, þegar umsvif nýsköpunar og hugvits voru mun minni í íslensku atvinnulífi og umsóknir í sjóðinn voru um fjórðungi færri en þær voru á síðasta ári. Aðrir sjóðir svo sem Rannsóknasjóður Háskóla Íslands og Vísindasjóður Landspítalans hafa staðið í stað síðustu 10 ár. Þessir tveir sjóðir hafa varla breyst í krónutölu sem þýðir að kaupmáttur þeirra hefur hríðlækkað á síðustu 10 árum. Ef stjórnvöld vilja halda áfram að efla nýsköpun í landinu er nauðsynlegt að efla samkeppnissjóði vísinda um leið. Annars stranda nýju fyrirtækin vegna skorts á starfsfólki. Eiríkur er prófessor við Læknadeild HÍ. Erna er dósent við Læknadeild HÍ og stjórnarformaður Lífvísindaseturs.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun