Ný Selfossbrú yfir Ölfusá – bruðl eða skynsemi? Tómas Ellert Tómasson skrifar 6. október 2024 16:02 Undanfarið hefur ný Selfossbrú yfir Ölfusá verið fréttaefni, ekki eingöngu vegna tafa, veggjalda eða vöntunar á ríkisábyrgð heldur vegna byggingarkostnaðar hennar. Fyrrum samgönguráðaherra ásamt samflokksmanni sínum, þingmanni Suðurkjördæmis riðu á vaðið með sameiginlegri grein í Morgunblaðinu í haustbyrjun sem bar yfirskriftina „Samgöngumál í ógöngum“ þar sem félagarnir fullyrða að bygging nýrrar brúar yfir Ölfusá sé dæmi um óráðsíu, bruðl og óþarfa flottheit. Þeir segja svo stagbrúnna sem ætlað er að reisa kosta a.m.k. 10 milljarða og að vel hægt sé að brúa ánna á þessum stað fyrir mun minna fé eða 3 til 3,5 milljarða króna og vísa til reynslumikla aðila máli sínu til stuðnings. Ölfusá, hættulegasta flóðá landsins Meðalrennsli Ölfusár er 384 m3/sek og reglulega koma flóð í þessa vatnsmestu og hættulegustu flóðaá landsins sem ná allt um eða yfir 2000 m3/sek rennsli. Mesta mælt rennsli í ánni mældist 2620 m3/sek, þann 29. febrúar 1968. Þegar flóð eru stærri en 1500 m3/sek flæðir áin yfir bakka sína. Mynd 1- Reiknuð og mæld hæstu flóð við vatnshæðarmæli 064 við Selfoss Vatnshæð við vatnshæðarmæli 064 við Selfoss neðan gömlu Ölfusárbrúar er við meðalrennsli 10 m.y.s. en við 1400 m3/sek rennsli er vatnshæðin 12,5 m.y.s., í báðum tilvikum helst áin í farvegi sínum. Í flóðinu 1968 þegar áin flæddi yfir bakka sína er áætlað að vatnshæð við mælinn hafi verið 13,74 m.y.s eða tæpum 4 metrum hærri en við meðalrennsli. Hve há vatnsstaðan verður við 3000 m3/sek ofsaflóð er ekki til nein spá sem ég veit um en ekki er ólíklegt að hún verði á bilinu 13,8-14,0 m.y.s við mælinn. Mögulegar brúartegundir Aðstæður til brúargerðar yfir Efri Laugardælaeyju eru um margt sérstakar. Hvítá/Ölfusá er hættulegasta flóðaá landsins með eða án jakaburðar, grundunaraðstæður eru mismunandi á vestri og eystri bakka hennar og hún er staðsett á virku jarðskjálftasvæði og líklegt þykir að hún þveri jarðskjálftasprungu. Brúin þarf því að standa hátt í landinu og standast jarðskjálfta stærri en Mw6,5. Heildarlengd brúarinnar er 330m og það er mögulegt að brúa ánna með einni eða tveim brúm vegna eyjunnar sem er mitt á milli bakkanna. Ýmsar mögulegar brúartegundir eru þekktar til að brúa slík höf sem um ræðir í tilviki nýrrar Selfossbrúar yfir Ölfusá, byggðar upp með steypu eða stáli. Þar má helst nefna hengibrýr, stagbrýr, bogabrýr, bitabrýr og grindarbrýr. Brýr með undirstöðum í árfarveginum koma lítt eða ekki til greina s.s. stöplabrýr með eða án jarðvegsfyllinga líkt og Borgarfjarðarbrú þar sem slík lausn myndi auka líkur á krapastíflum og einnig eru slíkar brýr ekki hentugar á jarðskjálftasvæðum. Samanburður á raunkostnaði mismunandi brúartegunda Árið 2013 kom fram rannsókn sem byggð var á reynslutölum kostnaðar fyrir mismunandi brúargerðir. Í rannsókninni voru teknar saman raunkostnaðartölur 300 brúa og þær bornar saman mtt. haflengda. Auk þess voru settar upp empíriskar jöfnur sem nota mætti til að auðvelda ákvarðanatöku um hvers konar brúargerð væri hagkvæmast að byggja eftir því hverjar haflengdir þeirra væru. Samkvæmt rannsóknarniðurstöðunum er hagkvæmasta tegund brúar með sömu haflengd og nýja Selfossbrúin yfir Ölfusá, stagbrú. Áætlaður kostnaður við gerð 330m stagbrúar liggur á bilinu 7-8 milljarðar króna að sögn Vegagerðarinnar. Ef við gerum ráð fyrir því að kostnaðurinn við stagbrúnna verði 8 milljarðar að þá má gera ráð fyrir því að tvær bogabrýr sem spanna hvor um sig (til einföldunar) 165m sé 10,6 milljarðar króna eða 33% dýrari lausn en ein 330m stagbrú. Val Vegagerðarinnar á stagbrú yfir Efri Laugardælaeyju er því eins og sjá má ekki byggð á óráðsíu og bruðli heldur skynsemi. Allt tal um montbrú, minnisvarða eða óþarfa flottheit eru því úr lausu lofti gripnar. Hér er eingöngu um að ræða skynsamlega og hagkvæma lausn sem vill bara svo til að verður stórglæsilegt kennileiti fyrir Selfossbæ og nágrenni um ókomna tíð. Tafla til glöggvunar: Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Ölfus Ný Ölfusárbrú Árborg Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Skoðun Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur ný Selfossbrú yfir Ölfusá verið fréttaefni, ekki eingöngu vegna tafa, veggjalda eða vöntunar á ríkisábyrgð heldur vegna byggingarkostnaðar hennar. Fyrrum samgönguráðaherra ásamt samflokksmanni sínum, þingmanni Suðurkjördæmis riðu á vaðið með sameiginlegri grein í Morgunblaðinu í haustbyrjun sem bar yfirskriftina „Samgöngumál í ógöngum“ þar sem félagarnir fullyrða að bygging nýrrar brúar yfir Ölfusá sé dæmi um óráðsíu, bruðl og óþarfa flottheit. Þeir segja svo stagbrúnna sem ætlað er að reisa kosta a.m.k. 10 milljarða og að vel hægt sé að brúa ánna á þessum stað fyrir mun minna fé eða 3 til 3,5 milljarða króna og vísa til reynslumikla aðila máli sínu til stuðnings. Ölfusá, hættulegasta flóðá landsins Meðalrennsli Ölfusár er 384 m3/sek og reglulega koma flóð í þessa vatnsmestu og hættulegustu flóðaá landsins sem ná allt um eða yfir 2000 m3/sek rennsli. Mesta mælt rennsli í ánni mældist 2620 m3/sek, þann 29. febrúar 1968. Þegar flóð eru stærri en 1500 m3/sek flæðir áin yfir bakka sína. Mynd 1- Reiknuð og mæld hæstu flóð við vatnshæðarmæli 064 við Selfoss Vatnshæð við vatnshæðarmæli 064 við Selfoss neðan gömlu Ölfusárbrúar er við meðalrennsli 10 m.y.s. en við 1400 m3/sek rennsli er vatnshæðin 12,5 m.y.s., í báðum tilvikum helst áin í farvegi sínum. Í flóðinu 1968 þegar áin flæddi yfir bakka sína er áætlað að vatnshæð við mælinn hafi verið 13,74 m.y.s eða tæpum 4 metrum hærri en við meðalrennsli. Hve há vatnsstaðan verður við 3000 m3/sek ofsaflóð er ekki til nein spá sem ég veit um en ekki er ólíklegt að hún verði á bilinu 13,8-14,0 m.y.s við mælinn. Mögulegar brúartegundir Aðstæður til brúargerðar yfir Efri Laugardælaeyju eru um margt sérstakar. Hvítá/Ölfusá er hættulegasta flóðaá landsins með eða án jakaburðar, grundunaraðstæður eru mismunandi á vestri og eystri bakka hennar og hún er staðsett á virku jarðskjálftasvæði og líklegt þykir að hún þveri jarðskjálftasprungu. Brúin þarf því að standa hátt í landinu og standast jarðskjálfta stærri en Mw6,5. Heildarlengd brúarinnar er 330m og það er mögulegt að brúa ánna með einni eða tveim brúm vegna eyjunnar sem er mitt á milli bakkanna. Ýmsar mögulegar brúartegundir eru þekktar til að brúa slík höf sem um ræðir í tilviki nýrrar Selfossbrúar yfir Ölfusá, byggðar upp með steypu eða stáli. Þar má helst nefna hengibrýr, stagbrýr, bogabrýr, bitabrýr og grindarbrýr. Brýr með undirstöðum í árfarveginum koma lítt eða ekki til greina s.s. stöplabrýr með eða án jarðvegsfyllinga líkt og Borgarfjarðarbrú þar sem slík lausn myndi auka líkur á krapastíflum og einnig eru slíkar brýr ekki hentugar á jarðskjálftasvæðum. Samanburður á raunkostnaði mismunandi brúartegunda Árið 2013 kom fram rannsókn sem byggð var á reynslutölum kostnaðar fyrir mismunandi brúargerðir. Í rannsókninni voru teknar saman raunkostnaðartölur 300 brúa og þær bornar saman mtt. haflengda. Auk þess voru settar upp empíriskar jöfnur sem nota mætti til að auðvelda ákvarðanatöku um hvers konar brúargerð væri hagkvæmast að byggja eftir því hverjar haflengdir þeirra væru. Samkvæmt rannsóknarniðurstöðunum er hagkvæmasta tegund brúar með sömu haflengd og nýja Selfossbrúin yfir Ölfusá, stagbrú. Áætlaður kostnaður við gerð 330m stagbrúar liggur á bilinu 7-8 milljarðar króna að sögn Vegagerðarinnar. Ef við gerum ráð fyrir því að kostnaðurinn við stagbrúnna verði 8 milljarðar að þá má gera ráð fyrir því að tvær bogabrýr sem spanna hvor um sig (til einföldunar) 165m sé 10,6 milljarðar króna eða 33% dýrari lausn en ein 330m stagbrú. Val Vegagerðarinnar á stagbrú yfir Efri Laugardælaeyju er því eins og sjá má ekki byggð á óráðsíu og bruðli heldur skynsemi. Allt tal um montbrú, minnisvarða eða óþarfa flottheit eru því úr lausu lofti gripnar. Hér er eingöngu um að ræða skynsamlega og hagkvæma lausn sem vill bara svo til að verður stórglæsilegt kennileiti fyrir Selfossbæ og nágrenni um ókomna tíð. Tafla til glöggvunar: Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun