Drottningin baðst afsökunar á því að geta ekki boðið betra veður Lovísa Arnardóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 8. október 2024 08:50 Forseta- og konungshjónin hittust á að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn í morgun. Vísir/AP Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hófst í dag. Forsetahjónin komu siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, tóku á móti þeim. Almenningi var boðið að fylgjast með komu þeirra við bryggjuna. Skömmu en forsetahjónin komu siglandi voru mættir tugir úr hirð konungs á hestum. Sendinefndir frá Íslandi og Danmörku tóku á móti þeim við rauðan dregil og konungshjónin sjálf. Þau heilsuðust og virtist fara vel á með þeim. Mary drottning baðst afsökunar á því að geta ekki beðið þeim upp á betra veður.Í Kaupmannahöfn er þokukennt veður, rakt og von á rigningu. Þau spjölluðu í dálitla stund, heilsuðu sendinefndunum og settust svo upp í hestakerruna. Með kerrunni fóru þau svo til formlegrar móttökuathafnar við Amalíuborgarhöll, með stuttri viðkomu í borgarvirkinu, Kastellet, þar sem blóm verða lögð að minnisvarða. Mikill fjöldi er samankominn til að fylgjast með.Vísir/Elín Margrét Fjallað er um heimsóknina á vef danska ríkisútvarpsins í dag. Þar segir að konungshjónin fái það hlutverk að viðhalda góðu sambandi Íslendinga og Dana. Margréti Danadrottningu hafi tekist að milda sambandið eftir að Íslendingar lýstu yfir sjálfstæði 1944 þegar Íslendingar sögðu skilið við konunginn. Í frétt DR er meðal annars fjallað um heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur til Danmerkur árið 1981. Sameiginlegur blaðamannafundur Vigdísar og Margrétar Þórhildar hafi endað í einskonar uppistandi þar sem blaðamenn skiptust á að hlæja að leiðtogunum tveimur. Friðrik X Danakonungur tók vel á móti Höllu á gömu tollbryggjunni í morgun.Vísir/AP Konungs- og forsetahjónin fái það hlutverk í dag að fylgja eftir þessum fundi og stemningunni á honum. Í tilkynningu um heimsóknina kom fram að eftir heimsóknina í borgarvirkið fari forsetahjónin ásamt konungshjónunum í Jónshús. Það verður í fyrsta sinn sem þjóðhöfðingi Danmerkur sækir menningarmiðstöð Íslands í Kaupmannahöfn heim. Heimsóknin er fyrsta ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur en hefð er fyrir því að fyrsta heimsókn nýs forseta í embætti sé til Danmerkur. Þetta er jafnframt fyrsta ríkisheimsókn Friðriks X Danakonungs í hlutverki gestgjafa eftir að hann varð konungur í janúar á þessu ári. Markmið heimsóknarinnar er að styrkja söguleg tengsl Íslands og Danmerkur og efla enn frekar hið nána samband þjóðanna að því er segir í tilkynningu frá embætti forseta Íslands. Danmörk Forseti Íslands Kóngafólk Friðrik X Danakonungur Halla Tómasdóttir Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Sjá meira
Almenningi var boðið að fylgjast með komu þeirra við bryggjuna. Skömmu en forsetahjónin komu siglandi voru mættir tugir úr hirð konungs á hestum. Sendinefndir frá Íslandi og Danmörku tóku á móti þeim við rauðan dregil og konungshjónin sjálf. Þau heilsuðust og virtist fara vel á með þeim. Mary drottning baðst afsökunar á því að geta ekki beðið þeim upp á betra veður.Í Kaupmannahöfn er þokukennt veður, rakt og von á rigningu. Þau spjölluðu í dálitla stund, heilsuðu sendinefndunum og settust svo upp í hestakerruna. Með kerrunni fóru þau svo til formlegrar móttökuathafnar við Amalíuborgarhöll, með stuttri viðkomu í borgarvirkinu, Kastellet, þar sem blóm verða lögð að minnisvarða. Mikill fjöldi er samankominn til að fylgjast með.Vísir/Elín Margrét Fjallað er um heimsóknina á vef danska ríkisútvarpsins í dag. Þar segir að konungshjónin fái það hlutverk að viðhalda góðu sambandi Íslendinga og Dana. Margréti Danadrottningu hafi tekist að milda sambandið eftir að Íslendingar lýstu yfir sjálfstæði 1944 þegar Íslendingar sögðu skilið við konunginn. Í frétt DR er meðal annars fjallað um heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur til Danmerkur árið 1981. Sameiginlegur blaðamannafundur Vigdísar og Margrétar Þórhildar hafi endað í einskonar uppistandi þar sem blaðamenn skiptust á að hlæja að leiðtogunum tveimur. Friðrik X Danakonungur tók vel á móti Höllu á gömu tollbryggjunni í morgun.Vísir/AP Konungs- og forsetahjónin fái það hlutverk í dag að fylgja eftir þessum fundi og stemningunni á honum. Í tilkynningu um heimsóknina kom fram að eftir heimsóknina í borgarvirkið fari forsetahjónin ásamt konungshjónunum í Jónshús. Það verður í fyrsta sinn sem þjóðhöfðingi Danmerkur sækir menningarmiðstöð Íslands í Kaupmannahöfn heim. Heimsóknin er fyrsta ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur en hefð er fyrir því að fyrsta heimsókn nýs forseta í embætti sé til Danmerkur. Þetta er jafnframt fyrsta ríkisheimsókn Friðriks X Danakonungs í hlutverki gestgjafa eftir að hann varð konungur í janúar á þessu ári. Markmið heimsóknarinnar er að styrkja söguleg tengsl Íslands og Danmerkur og efla enn frekar hið nána samband þjóðanna að því er segir í tilkynningu frá embætti forseta Íslands.
Danmörk Forseti Íslands Kóngafólk Friðrik X Danakonungur Halla Tómasdóttir Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Sjá meira