Skjáskotin hafi ekki farið í dreifingu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. október 2024 11:29 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata. Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata segir að hvorki hún né þingflokkur Pírata hafi beitt sér gegn lýðræðislegra kjörinni framkvæmdastjórn flokksins. Hún segir því fara fjarri að hún eða þingflokkurinn hafi brotið persónuverndarlög, skjáskot af spjalli stjórnarmeðlima hafi ekki farið í neina dreifingu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þórhildi sem hún birtir á samfélagsmiðlinum Facebook. Tilefnið eru viðbrögð Atla Þórs sem sagði í gær að þingflokkur Pírata hefði brotið á honum og átta öðrum Pírötum með því að skoða, dreifa og taka fyrir einkasamtöl hópsins um stjórnmálaþátttöku innan Pírata. Atli var látinn taka pokann sinn eftir umdeildan aðalfund flokksins. Mikill styr hefur staðið um starfsemi Pírata eftir aðalfund flokksins, þar sem mikil nýliðun varð í framkvæmdastjórn hans og tveir stjórnarmenn voru felldir í atkvæðagreiðslu. Ánægð með nýliðunina Þórhildur Sunna segir í yfirlýsingu sinni að undanfarið hafi fyrrverandi samskiptastjóri þingflokks Pírata endurtekið lýst yfir óánægju sinni með þingflokkinn í fjölmiðlum í kjölfar þess að honum var sagt upp störfum. Hún segir trúnaðarbrest hafa orðið en að öðru leyti geti hún lögum samkvæmt ekki tjáð sig um mál einstaka fyrrum starfsmanna. Hún verði þó að leiðrétta ákveðnar rangfærslur. „1. Ég ítreka að hvorki ég né þingflokkur Pírata höfum beitt okkur gegn lýðræðislega kjörinni stjórn félagsins, hvað þá reynt að steypa henni af stóli. 2.Því fer fjarri að ég eða aðrir í þingflokki Pírata hafi farið á svig við persónuverndarlög. Umrædd skjáskot, sem bárust þingflokknum og minnst hefur verið á í fjölmiðlaumfjöllun, fóru ekki í nokkra dreifingu eins og ranglega hefur verið haldið fram.“ Þórhildur segist að lokum vilja taka það fram að hún sé mjög glöð að sjá nýliðun aukast í flokknum. Hún sé ánægð með þann sterka liðsauka af frábæru og sambærilegu fólki sem hafi fengist til trúnaðarstarfa innan hreyfingarinnar. „Hvort sem það er í framkvæmdastjórn, stefnu og málefnanefnd, Ungum Pírötum eða stjórnum aðildarfélaga, og ég hlakka til að vinna með þeim spennandi málefnastarf á næstunni.“ Píratar Alþingi Tengdar fréttir Nýkjörinn formaðurinn hættur og varamenn fá atkvæðisrétt Halldór Auðar Svansson, sem kjörinn var formaður framkvæmdastjórnar Pírata á aðalfundi flokksins þann 7. september, hefur stigið til hliðar sem formaður. Framkvæmdastjórn flokksins hefur sett sér vinnureglu sem veitir varamönnum í stjórninni jafnan atkvæðisrétt og aðalmenn. 30. september 2024 15:52 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þórhildi sem hún birtir á samfélagsmiðlinum Facebook. Tilefnið eru viðbrögð Atla Þórs sem sagði í gær að þingflokkur Pírata hefði brotið á honum og átta öðrum Pírötum með því að skoða, dreifa og taka fyrir einkasamtöl hópsins um stjórnmálaþátttöku innan Pírata. Atli var látinn taka pokann sinn eftir umdeildan aðalfund flokksins. Mikill styr hefur staðið um starfsemi Pírata eftir aðalfund flokksins, þar sem mikil nýliðun varð í framkvæmdastjórn hans og tveir stjórnarmenn voru felldir í atkvæðagreiðslu. Ánægð með nýliðunina Þórhildur Sunna segir í yfirlýsingu sinni að undanfarið hafi fyrrverandi samskiptastjóri þingflokks Pírata endurtekið lýst yfir óánægju sinni með þingflokkinn í fjölmiðlum í kjölfar þess að honum var sagt upp störfum. Hún segir trúnaðarbrest hafa orðið en að öðru leyti geti hún lögum samkvæmt ekki tjáð sig um mál einstaka fyrrum starfsmanna. Hún verði þó að leiðrétta ákveðnar rangfærslur. „1. Ég ítreka að hvorki ég né þingflokkur Pírata höfum beitt okkur gegn lýðræðislega kjörinni stjórn félagsins, hvað þá reynt að steypa henni af stóli. 2.Því fer fjarri að ég eða aðrir í þingflokki Pírata hafi farið á svig við persónuverndarlög. Umrædd skjáskot, sem bárust þingflokknum og minnst hefur verið á í fjölmiðlaumfjöllun, fóru ekki í nokkra dreifingu eins og ranglega hefur verið haldið fram.“ Þórhildur segist að lokum vilja taka það fram að hún sé mjög glöð að sjá nýliðun aukast í flokknum. Hún sé ánægð með þann sterka liðsauka af frábæru og sambærilegu fólki sem hafi fengist til trúnaðarstarfa innan hreyfingarinnar. „Hvort sem það er í framkvæmdastjórn, stefnu og málefnanefnd, Ungum Pírötum eða stjórnum aðildarfélaga, og ég hlakka til að vinna með þeim spennandi málefnastarf á næstunni.“
Píratar Alþingi Tengdar fréttir Nýkjörinn formaðurinn hættur og varamenn fá atkvæðisrétt Halldór Auðar Svansson, sem kjörinn var formaður framkvæmdastjórnar Pírata á aðalfundi flokksins þann 7. september, hefur stigið til hliðar sem formaður. Framkvæmdastjórn flokksins hefur sett sér vinnureglu sem veitir varamönnum í stjórninni jafnan atkvæðisrétt og aðalmenn. 30. september 2024 15:52 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Sjá meira
Nýkjörinn formaðurinn hættur og varamenn fá atkvæðisrétt Halldór Auðar Svansson, sem kjörinn var formaður framkvæmdastjórnar Pírata á aðalfundi flokksins þann 7. september, hefur stigið til hliðar sem formaður. Framkvæmdastjórn flokksins hefur sett sér vinnureglu sem veitir varamönnum í stjórninni jafnan atkvæðisrétt og aðalmenn. 30. september 2024 15:52