Segja Klopp afhjúpa hræsni sína með ráðningunni Smári Jökull Jónsson skrifar 9. október 2024 20:01 Það gustar um Jurgen Klopp þessa stundina. Vísir/Getty Í morgun var tilkynnt að Jurgen Klopp myndi taka við sem alþjóða yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull fyrirtækinu í upphafi nýs árs. Fyrrum aðdáendur Klopp eru þó ekki á eitt sáttir með nýja starfið. Jurgen Klopp hætti sem knattspyrnustjóri Liverpool í lok síðasta tímabils og hefur verið án starfs síðan þá. Hann hefur ýjað að því að hann væri jafnvel hættur sem knattspyrnustjóri og sagðist að minnsta kosti ekki vera að taka við stjórn neins liðs í nánustu framtíð. Í morgun var hins vegar tilkynnt að Klopp myndi taka við sem alþjóða yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull um áramótin. Red Bull á félög í nokkrum löndum og eru Red Bull Leipzig í Þýskalandi og Red Bull Salzburg í Austurríki þeirra stærst. Ákvörðun Klopp hefur fengið töluverða gagnrýni í Þýskalandi sem og víðar en hvergi meiri en hjá aðdáendum Dortmund sem Klopp stýrði um árabil. Klopp hefur verið álitinn goðsögn hjá stuðningsmönnum þýska liðsins eftir að hafa gert liðið að þýskum meisturum árin 2011 og 2012 en nú kveður við annan tón og stuðningsmenn Dortmund keppast við að svo gott sem afneita Klopp á samfélagsmiðlum. Ástæðan er innkoma Red Bull í knattspyrnuheiminn á sínum tíma. Drykkjarfyrirtækið keypti félagið SSV Markranstadt árið 2009 og breytti nafninu um leið í RB Leipzig. Í Þýskalandi kveða reglur á um það að félagsmenn þurfi að eiga að minnsta kosti 51% hlut í félaginu en fyrirtækið kom sér framhjá þeirri reglu. RB Leipzig var aðeins með 17 félagsmenn sem greiddu félagsgjöld og svo vildi til að þeir voru einnig starfsmenn Red Bull. Til samanburðar eru félagsmenn Dortmund tæplega 200.000 talsins. Segja Klopp hafa selt sál sína og nú sé loks hægt að loka kaflanum Klopp hefur í gegnum tíðina verið gagnrýninn á eigendur knattspyrnufélaga sem eiga hlut í mörgum félögum. Árið 2017 sagði hann að hann væri „knattspyrnurómantíkus og aðdáandi hefða innan knattspyrnunnar.“ Þessi orð hans eru nú að bíta hann í rassinn. Stuðningsmenn Dortmund hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum og segja hræsni Klopp mikla. Given Borussia Dortmund's complete rejection of the Red Bull model of club whitewashing, and Jurgen Klopp's long history there, it's a bit disappointing and dispiriting to see him lead that project as its flagship employee.— Daniel Storey (@danielstorey85) October 9, 2024 „Nú getum við loksins lokað á Klopp-tímabilið. Engin frekari nostalgía sem truflar okkur í framtíðinni,“ skrifar einn stuðningsmaður á X og annar segir að „umræðuefnið Klopp sé nú í besta falli hluti af sögunni. Enginn frekari samanburður við Klopp, ekkert meira væl.“ Aðrir segja Klopp hafa selt heiður sinn og að þetta muni hafa neikvæð áhrif á starfsferil hans. „Þú gerir allt á ferli þínum og eiginlega allt rétt, bara til að selja sál þína í endamarkinu,“ skrifaði einn stuðningsmaður og ljóst að Klopp mun ekki fá blíðar móttökur næst þegar hann lætur sjá sig í Dortmund. Sjálfur segist Klopp vera spenntur fyrir áskoruninni en í samningi hans við Red Bull er klásúla um að hann losni frá skuldbindingum sínum standi honum til boða að taka við þýska landsliðinu. Þýski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Jurgen Klopp hætti sem knattspyrnustjóri Liverpool í lok síðasta tímabils og hefur verið án starfs síðan þá. Hann hefur ýjað að því að hann væri jafnvel hættur sem knattspyrnustjóri og sagðist að minnsta kosti ekki vera að taka við stjórn neins liðs í nánustu framtíð. Í morgun var hins vegar tilkynnt að Klopp myndi taka við sem alþjóða yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull um áramótin. Red Bull á félög í nokkrum löndum og eru Red Bull Leipzig í Þýskalandi og Red Bull Salzburg í Austurríki þeirra stærst. Ákvörðun Klopp hefur fengið töluverða gagnrýni í Þýskalandi sem og víðar en hvergi meiri en hjá aðdáendum Dortmund sem Klopp stýrði um árabil. Klopp hefur verið álitinn goðsögn hjá stuðningsmönnum þýska liðsins eftir að hafa gert liðið að þýskum meisturum árin 2011 og 2012 en nú kveður við annan tón og stuðningsmenn Dortmund keppast við að svo gott sem afneita Klopp á samfélagsmiðlum. Ástæðan er innkoma Red Bull í knattspyrnuheiminn á sínum tíma. Drykkjarfyrirtækið keypti félagið SSV Markranstadt árið 2009 og breytti nafninu um leið í RB Leipzig. Í Þýskalandi kveða reglur á um það að félagsmenn þurfi að eiga að minnsta kosti 51% hlut í félaginu en fyrirtækið kom sér framhjá þeirri reglu. RB Leipzig var aðeins með 17 félagsmenn sem greiddu félagsgjöld og svo vildi til að þeir voru einnig starfsmenn Red Bull. Til samanburðar eru félagsmenn Dortmund tæplega 200.000 talsins. Segja Klopp hafa selt sál sína og nú sé loks hægt að loka kaflanum Klopp hefur í gegnum tíðina verið gagnrýninn á eigendur knattspyrnufélaga sem eiga hlut í mörgum félögum. Árið 2017 sagði hann að hann væri „knattspyrnurómantíkus og aðdáandi hefða innan knattspyrnunnar.“ Þessi orð hans eru nú að bíta hann í rassinn. Stuðningsmenn Dortmund hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum og segja hræsni Klopp mikla. Given Borussia Dortmund's complete rejection of the Red Bull model of club whitewashing, and Jurgen Klopp's long history there, it's a bit disappointing and dispiriting to see him lead that project as its flagship employee.— Daniel Storey (@danielstorey85) October 9, 2024 „Nú getum við loksins lokað á Klopp-tímabilið. Engin frekari nostalgía sem truflar okkur í framtíðinni,“ skrifar einn stuðningsmaður á X og annar segir að „umræðuefnið Klopp sé nú í besta falli hluti af sögunni. Enginn frekari samanburður við Klopp, ekkert meira væl.“ Aðrir segja Klopp hafa selt heiður sinn og að þetta muni hafa neikvæð áhrif á starfsferil hans. „Þú gerir allt á ferli þínum og eiginlega allt rétt, bara til að selja sál þína í endamarkinu,“ skrifaði einn stuðningsmaður og ljóst að Klopp mun ekki fá blíðar móttökur næst þegar hann lætur sjá sig í Dortmund. Sjálfur segist Klopp vera spenntur fyrir áskoruninni en í samningi hans við Red Bull er klásúla um að hann losni frá skuldbindingum sínum standi honum til boða að taka við þýska landsliðinu.
Þýski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti