Ungt afbrotafólk og mikilvægi endurhæfingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 10. október 2024 08:01 Nýlegar fréttir um reynslulausn ungs einstaklings sem hlaut 12 ára dóm fyrir manndráp kalla á umræðu í samfélaginu um það hvernig við sem samfélag nálgumst ungt afbrotafólk innan íslenska fullnustukerfisins. Þrátt fyrir mikla reiði vegna málsins verðum við að horfa til breiðari sjónarmiða. Tilgangur refsinga snýst ekki eingöngu um að refsa heldur einnig að endurhæfa og koma í veg fyrir frekari afbrot. Það er nauðsynlegur þáttur í kerfinu út frá öryggi samfélagsins til lengri tíma. Betrun frekar en refsivöndurinn Rannsóknir sýna að fangelsisvist ein og sér, án viðeigandi endurhæfingar, getur aukið líkur á að einstaklingar snúi aftur í samfélagið verr í stakk búnir til að takast á við lífið. Þetta á sérstaklega við um ungt fólk. Fangavist getur valdið djúpstæðri félagslegri útskúfun og takmörkuðum tækifærum til betrunar. Eins og afbrotafræðingurinn Helgi Gunnlaugsson hefur bent á, er markmiðið með reynslulausn eða öðrum úrræðum ekki að leyfa brotamönnum að sleppa við refsingu, heldur að auka líkurnar á betrun og draga úr frekari glæpum. Ungt fólk hefur mikla möguleika á að breyta lífi sínu, svo framarlega sem það fær viðeigandi stuðning og leiðbeiningar. Í stað þess að beina reiði okkar að úrræðum eins og reynslulausn, verðum við að skilja að slík úrræði stuðla að betrun og skapa öryggi fyrir samfélagið. Hlutverk áfangaheimila og stigskipting fullnustu Í nýlegu máli þar sem ungur maður var fluttur í afplánun á áfangaheimilinu Vernd eftir að hafa hlotið 12 ára dóm fyrir manndráp vaknaði mikil umræða um réttmæti slíkrar ákvörðunar. Mikilvægt er að beita sérsniðnum úrræðum fyrir ungt fólk, þar sem áherslan er á betrun og uppbyggingu fremur en hefðbundna fangelsisvist. Áfangaheimili eins og Vernd eru ekki frímiðar heldur mikilvægt skref í ferli sem miðar að því að undirbúa einstaklinga undir að snúa aftur í samfélagið. Þar er lögð áhersla á að kenna fólki rútínu, stuðla að atvinnuþátttöku eða námi og byggja upp heilbrigðan lífsstíl. Afplánun dóma í íslenska fullnustukerfinu fer fram á stigskiptan hátt: frá lokuðu úrræði yfir í opið úrræði, áfangaheimili, rafrænt eftirlit og loks reynslulausn. Þetta ferli miðar að því að tryggja smám saman betrun og aðlögun að samfélaginu. Lög um reynslulausn fyrir ungt fólk Samkvæmt lögum um fullnustu refsinga frá árinu 2016 hefur Fangelsismálastofnun heimild til að veita ungu fólki sem brýtur af sér undir 21 árs, reynslulausn eftir að þriðjungur dóms hefur verið afplánaður. Þetta ákvæði miðar að því að verja ungt fólk fyrir neikvæðum áhrifum langvarandi fangavistar og gefa því tækifæri til að nýta tímann í endurhæfingu. Slík úrræði eru þó oft misskilin og óvinsæl í augum almennings, en það er nauðsynlegt að skilja að þau draga úr líkum á því að viðkomandi falli aftur í afbrot. Þetta úrræði kemur í veg fyrir að fleiri verði brotaþolar sömu einstaklinga. Betrun er lykilatriði Betrun á meðan á fangelsisvist stendur er eitt af lykilverkefnum ríkisins, sérstaklega þegar kemur að ungu fólki. Afstaða hefur lengi lagt áherslu á að ungt afbrotafólk afpláni sem skemmstan tíma í fangelsi því að langvarandi fangavist getur gert meiri skaða en gagn. Á sama tíma þarf að tryggja að ungt fólk fái stuðning og leiðsögn til að vinna í eigin málum og forðast áframhaldandi brotastarfsemi. Rannsóknir benda til þess að fangelsi án betrunar geti orðið gróðrarstía fyrir áframhaldandi glæpastarfsemi, sérstaklega hjá ungu fólki sem á margra ára líf framundan. Áhersla á menntun, félagslegan stuðning og jafningjaráðgjöf getur dregið úr endurkomu í fangelsi. Þörf á betrunarstefnu Það er eðlilegt að fólk upplifi reiði í ljósi nýlegra mála en sem samfélag verðum við að einblína á lausnir til lengri tíma. Fangavist sem einungis er hugsað sem refsing, án markvissrar betrunar, tryggir ekki að brotamenn falli ekki aftur í glæpi. Aftur á móti sýna rannsóknir að þegar ungu fólki er boðið upp á endurhæfingu, nám og jafningjaráðgjöf minnka líkur á endurteknum glæpum. Þess vegna er mikilvægt að við leggjum áherslu á betrun frekar en þunga refsingu. Samantekt Íslenska fullnustukerfið byggir á meginreglunni um að hjálpa brotamönnum að snúa aftur í samfélagið. Þessi stefna hefur sýnt sig vera árangursrík, sérstaklega með því að veita ungu afbrotafólki tækifæri til að taka ábyrgð á eigin lífi. Ísland er eina Norðurlandaþjóðin sem enn reiðir sig að hluta á refsistefnu en litlu vísarnir að betrunarstefnunni, eins og stigskipting fullnustu og reynslulausn, eru mikilvægir í þessu samhengi. Það væru alvarlegt mistök að hverfa frá þeim úrræðum. Til að komast nær markmiðum okkar sem samfélag er nauðsynlegt að dómstólar og fullnustukerfið haldi áfram að setja betrun í forgang. Við þurfum að huga vandlega að því hvernig við nálgumst mál ungs afbrotafólks og veita þeim önnur tækifæri í gegnum úrræði eins og áfangaheimili, rafrænt eftirlit og reynslulausn. Það er lykilatriði að við, sem samfélag, hjálpum fólki að byggja upp betra líf. Reynslan sýnir að án endurhæfingar getur fangelsi haft alvarleg neikvæð áhrif, sérstaklega á unga einstaklinga. Aðeins með því að bjóða raunveruleg tækifæri til betrunar tryggjum við framtíðaröryggi og velferð okkar allra. Höfundur er formaður Afstöðu - félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Ofbeldi barna Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlegar fréttir um reynslulausn ungs einstaklings sem hlaut 12 ára dóm fyrir manndráp kalla á umræðu í samfélaginu um það hvernig við sem samfélag nálgumst ungt afbrotafólk innan íslenska fullnustukerfisins. Þrátt fyrir mikla reiði vegna málsins verðum við að horfa til breiðari sjónarmiða. Tilgangur refsinga snýst ekki eingöngu um að refsa heldur einnig að endurhæfa og koma í veg fyrir frekari afbrot. Það er nauðsynlegur þáttur í kerfinu út frá öryggi samfélagsins til lengri tíma. Betrun frekar en refsivöndurinn Rannsóknir sýna að fangelsisvist ein og sér, án viðeigandi endurhæfingar, getur aukið líkur á að einstaklingar snúi aftur í samfélagið verr í stakk búnir til að takast á við lífið. Þetta á sérstaklega við um ungt fólk. Fangavist getur valdið djúpstæðri félagslegri útskúfun og takmörkuðum tækifærum til betrunar. Eins og afbrotafræðingurinn Helgi Gunnlaugsson hefur bent á, er markmiðið með reynslulausn eða öðrum úrræðum ekki að leyfa brotamönnum að sleppa við refsingu, heldur að auka líkurnar á betrun og draga úr frekari glæpum. Ungt fólk hefur mikla möguleika á að breyta lífi sínu, svo framarlega sem það fær viðeigandi stuðning og leiðbeiningar. Í stað þess að beina reiði okkar að úrræðum eins og reynslulausn, verðum við að skilja að slík úrræði stuðla að betrun og skapa öryggi fyrir samfélagið. Hlutverk áfangaheimila og stigskipting fullnustu Í nýlegu máli þar sem ungur maður var fluttur í afplánun á áfangaheimilinu Vernd eftir að hafa hlotið 12 ára dóm fyrir manndráp vaknaði mikil umræða um réttmæti slíkrar ákvörðunar. Mikilvægt er að beita sérsniðnum úrræðum fyrir ungt fólk, þar sem áherslan er á betrun og uppbyggingu fremur en hefðbundna fangelsisvist. Áfangaheimili eins og Vernd eru ekki frímiðar heldur mikilvægt skref í ferli sem miðar að því að undirbúa einstaklinga undir að snúa aftur í samfélagið. Þar er lögð áhersla á að kenna fólki rútínu, stuðla að atvinnuþátttöku eða námi og byggja upp heilbrigðan lífsstíl. Afplánun dóma í íslenska fullnustukerfinu fer fram á stigskiptan hátt: frá lokuðu úrræði yfir í opið úrræði, áfangaheimili, rafrænt eftirlit og loks reynslulausn. Þetta ferli miðar að því að tryggja smám saman betrun og aðlögun að samfélaginu. Lög um reynslulausn fyrir ungt fólk Samkvæmt lögum um fullnustu refsinga frá árinu 2016 hefur Fangelsismálastofnun heimild til að veita ungu fólki sem brýtur af sér undir 21 árs, reynslulausn eftir að þriðjungur dóms hefur verið afplánaður. Þetta ákvæði miðar að því að verja ungt fólk fyrir neikvæðum áhrifum langvarandi fangavistar og gefa því tækifæri til að nýta tímann í endurhæfingu. Slík úrræði eru þó oft misskilin og óvinsæl í augum almennings, en það er nauðsynlegt að skilja að þau draga úr líkum á því að viðkomandi falli aftur í afbrot. Þetta úrræði kemur í veg fyrir að fleiri verði brotaþolar sömu einstaklinga. Betrun er lykilatriði Betrun á meðan á fangelsisvist stendur er eitt af lykilverkefnum ríkisins, sérstaklega þegar kemur að ungu fólki. Afstaða hefur lengi lagt áherslu á að ungt afbrotafólk afpláni sem skemmstan tíma í fangelsi því að langvarandi fangavist getur gert meiri skaða en gagn. Á sama tíma þarf að tryggja að ungt fólk fái stuðning og leiðsögn til að vinna í eigin málum og forðast áframhaldandi brotastarfsemi. Rannsóknir benda til þess að fangelsi án betrunar geti orðið gróðrarstía fyrir áframhaldandi glæpastarfsemi, sérstaklega hjá ungu fólki sem á margra ára líf framundan. Áhersla á menntun, félagslegan stuðning og jafningjaráðgjöf getur dregið úr endurkomu í fangelsi. Þörf á betrunarstefnu Það er eðlilegt að fólk upplifi reiði í ljósi nýlegra mála en sem samfélag verðum við að einblína á lausnir til lengri tíma. Fangavist sem einungis er hugsað sem refsing, án markvissrar betrunar, tryggir ekki að brotamenn falli ekki aftur í glæpi. Aftur á móti sýna rannsóknir að þegar ungu fólki er boðið upp á endurhæfingu, nám og jafningjaráðgjöf minnka líkur á endurteknum glæpum. Þess vegna er mikilvægt að við leggjum áherslu á betrun frekar en þunga refsingu. Samantekt Íslenska fullnustukerfið byggir á meginreglunni um að hjálpa brotamönnum að snúa aftur í samfélagið. Þessi stefna hefur sýnt sig vera árangursrík, sérstaklega með því að veita ungu afbrotafólki tækifæri til að taka ábyrgð á eigin lífi. Ísland er eina Norðurlandaþjóðin sem enn reiðir sig að hluta á refsistefnu en litlu vísarnir að betrunarstefnunni, eins og stigskipting fullnustu og reynslulausn, eru mikilvægir í þessu samhengi. Það væru alvarlegt mistök að hverfa frá þeim úrræðum. Til að komast nær markmiðum okkar sem samfélag er nauðsynlegt að dómstólar og fullnustukerfið haldi áfram að setja betrun í forgang. Við þurfum að huga vandlega að því hvernig við nálgumst mál ungs afbrotafólks og veita þeim önnur tækifæri í gegnum úrræði eins og áfangaheimili, rafrænt eftirlit og reynslulausn. Það er lykilatriði að við, sem samfélag, hjálpum fólki að byggja upp betra líf. Reynslan sýnir að án endurhæfingar getur fangelsi haft alvarleg neikvæð áhrif, sérstaklega á unga einstaklinga. Aðeins með því að bjóða raunveruleg tækifæri til betrunar tryggjum við framtíðaröryggi og velferð okkar allra. Höfundur er formaður Afstöðu - félags fanga á Íslandi.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar