Skipta dómurum út fyrir gervigreind á sögufræga mótinu Smári Jökull Jónsson skrifar 9. október 2024 23:17 Novak Djokovic hefur sjö sinnum hrósað sigri á Wimbledon mótinu. Vísir/Getty Eitt af því sem forráðamenn Wimbledon mótsins í tennis eru þekktir fyrir er að halda vel í hefðirnar. Nú stendur hins vegar til að nýta sér gervigreind þegar mótið fer fram á næsta ári. Wimbledon mótið í tennis er einn af sögufrægari íþróttaviðburðum í heimi en mótið hefur verið haldið allt frá árinu 1877 eða í 147 ár. Þar eru leikmenn meðal annars skyldugir til að klæðast hvítu og mega ekki nota sokka, svitabönd eða töskur með merkjum fyrirtækja á. Snyrtilega klæddir línudómarar setja einnig svip sinn á mótið en þeir skera úr um hvort boltinn hafnar innan eða utan vallar og gegna því mikilvægu hlutverki. Nú stendur hins vegar til að skipta áðurnefndum línudómurum út og mun gervigreind taka við hlutverki þeirra. Búnaðurinn ELC [Electronic Line Calling] var prófaður á mótinu síðastliðið sumar og mun taka alfarið við hlutverki línudómara á næsta móti sem fram fer í júlí á næsta ári. Sally Bolton, framkvæmdastjóri mótsins, segir að ákvörðunin sé tekin eftir mikla íhugun. „Við teljum tæknina vera það góða og tímann vera kominn að taka þetta stóra og mikilvæga skref í því markmiði að ná mestu mögulegu nákvæmni í dómgæslu.“ Kerfið er ekki nýtt af nálinni fyrir leikmenn. Það hefur verið notað á Opna ástralska mótinu sem og því Opna bandaríska. Forráðamenn ATP-mótaraðarinnar hafa einnig tilkynnt að gervigreind verði notuð á öllum mótum frá og með næsta ári. Hawk-Eye tæknin hefur verið notuð síðustu árin til að hjálpa dómurum að leiðrétta ákvarðanir í leikjum en nú mun gervigreindin taka ákvarðanir í rauntíma. Tennis Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Dagskráin: Big Ben, úrslitastund Blika, dregið í Meistaradeild og Besta kvenna Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira
Wimbledon mótið í tennis er einn af sögufrægari íþróttaviðburðum í heimi en mótið hefur verið haldið allt frá árinu 1877 eða í 147 ár. Þar eru leikmenn meðal annars skyldugir til að klæðast hvítu og mega ekki nota sokka, svitabönd eða töskur með merkjum fyrirtækja á. Snyrtilega klæddir línudómarar setja einnig svip sinn á mótið en þeir skera úr um hvort boltinn hafnar innan eða utan vallar og gegna því mikilvægu hlutverki. Nú stendur hins vegar til að skipta áðurnefndum línudómurum út og mun gervigreind taka við hlutverki þeirra. Búnaðurinn ELC [Electronic Line Calling] var prófaður á mótinu síðastliðið sumar og mun taka alfarið við hlutverki línudómara á næsta móti sem fram fer í júlí á næsta ári. Sally Bolton, framkvæmdastjóri mótsins, segir að ákvörðunin sé tekin eftir mikla íhugun. „Við teljum tæknina vera það góða og tímann vera kominn að taka þetta stóra og mikilvæga skref í því markmiði að ná mestu mögulegu nákvæmni í dómgæslu.“ Kerfið er ekki nýtt af nálinni fyrir leikmenn. Það hefur verið notað á Opna ástralska mótinu sem og því Opna bandaríska. Forráðamenn ATP-mótaraðarinnar hafa einnig tilkynnt að gervigreind verði notuð á öllum mótum frá og með næsta ári. Hawk-Eye tæknin hefur verið notuð síðustu árin til að hjálpa dómurum að leiðrétta ákvarðanir í leikjum en nú mun gervigreindin taka ákvarðanir í rauntíma.
Tennis Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Dagskráin: Big Ben, úrslitastund Blika, dregið í Meistaradeild og Besta kvenna Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira