Tímamót fyrir kvenheilsu Willum Þór Þórsson skrifar 10. október 2024 17:01 Októbermánuður er tileinkaður vitundarvakningu um brjóstakrabbamein en það er algengasta krabbameinið meðal íslenskra kvennaog um 200 ný tilfelli greinast á hverju ári. Brjóstaskimun gegnir lykilhlutverki í forvörnum og baráttunni gegn sjúkdómnum, þar sem hún eykur verulega líkurnar á árangursríkari meðferð og bata. Til að ná sem bestum árangri er nauðsynlegt að þátttaka í skimun sé góð. Því er mikilvægt að fræða konur um mikilvægi skimunar og tryggja jafnt aðgengi fyrir allar konur, óháð búsetu eða efnahag. Lægra komugjald Til að auka þátttöku í lýðgrunduðum brjóstaskimunum og stuðla að jafnræði, hefur komugjald fyrir brjóstaskimun nú verið lækkað úr 6.000 krónum í 500 krónur, sama gjald og fyrir leghálsskimun. Lýðgrunduð brjóstaskimun felst í því að skima heilbrigt og einkennalaust fólk með það að markmiði að greina krabbamein snemma, áður en einkenni koma fram. Fyrr á þessu ári fól ég samráðshóp að vinna drög að aðgerðaáætlun til næstu fimm ára í krabbameinsmálum, sú vinna er grunnur að þingsályktunartillögu sem lögð verður fram á Alþingi nú í haust. Í tillögum samráðshópsins kom skýrt fram að vinna þyrfti að bættri þátttöku í krabbameinsskimunum, ákvörðun um að lækka gjaldið er liður í að ná þeim markmiðum. Hvetjum til þátttöku í skimunum Embætti landlæknis heldur úti mælaborði um þátttöku í krabbameinsskimun á landsvísu, og þessi gögn gefa mikilvægar upplýsingar um nýtingu skimunarþjónustunnar meðal kvenna. Þar kemur fram að mæting sé mismunandi eftir landshlutum og samfélögum. Þar kemur jafnframt fram að yngri konur og konur af erlendum uppruna skila sér síður í skimun. Það er brýnt að hvetja þær og aðrar konur til þátttöku í skimunum. Hér getur samfélagið allt lagt sitt af mörkum og vinnuveitendur gegna lykilhlutverki, eins og Samhæfingarstöð skimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur verið að kynna síðustu daga. Sérstaklega hefur verið bent á að vinnuveitendur kvenna af erlendum uppruna þurfi að upplýsa þær um rétt til að mæta í skimun á vinnutíma og hvetja til þátttöku. Setjum heilsuna í fyrsta sæti Unnið hefur verið markvisst að því að auka þátttöku kvenna í skimun m.a. með auknu aðgengi og minni hindrunum. Verkefni okkar er að stuðla að betri þátttöku með því að skapa umhverfi þar sem fólk er vel upplýst, fær stuðning og hvatningu til að fara í skimun. Með því að lækka komugjaldið, samhliða góðri fræðslu og hvatningu í atvinnulífinu, tryggjum við betur að allar konur geti forgangsraðað heilsu sinni með því að mæta í brjóstaskimun. Með því að fara í skimun getur hver kona tekið skref til að vernda eigin heilsu og aukið lífsgæði sín. Til mikils er að vinna bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild! Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvenheilsa Willum Þór Þórsson Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Framsóknarflokkurinn Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Sjá meira
Októbermánuður er tileinkaður vitundarvakningu um brjóstakrabbamein en það er algengasta krabbameinið meðal íslenskra kvennaog um 200 ný tilfelli greinast á hverju ári. Brjóstaskimun gegnir lykilhlutverki í forvörnum og baráttunni gegn sjúkdómnum, þar sem hún eykur verulega líkurnar á árangursríkari meðferð og bata. Til að ná sem bestum árangri er nauðsynlegt að þátttaka í skimun sé góð. Því er mikilvægt að fræða konur um mikilvægi skimunar og tryggja jafnt aðgengi fyrir allar konur, óháð búsetu eða efnahag. Lægra komugjald Til að auka þátttöku í lýðgrunduðum brjóstaskimunum og stuðla að jafnræði, hefur komugjald fyrir brjóstaskimun nú verið lækkað úr 6.000 krónum í 500 krónur, sama gjald og fyrir leghálsskimun. Lýðgrunduð brjóstaskimun felst í því að skima heilbrigt og einkennalaust fólk með það að markmiði að greina krabbamein snemma, áður en einkenni koma fram. Fyrr á þessu ári fól ég samráðshóp að vinna drög að aðgerðaáætlun til næstu fimm ára í krabbameinsmálum, sú vinna er grunnur að þingsályktunartillögu sem lögð verður fram á Alþingi nú í haust. Í tillögum samráðshópsins kom skýrt fram að vinna þyrfti að bættri þátttöku í krabbameinsskimunum, ákvörðun um að lækka gjaldið er liður í að ná þeim markmiðum. Hvetjum til þátttöku í skimunum Embætti landlæknis heldur úti mælaborði um þátttöku í krabbameinsskimun á landsvísu, og þessi gögn gefa mikilvægar upplýsingar um nýtingu skimunarþjónustunnar meðal kvenna. Þar kemur fram að mæting sé mismunandi eftir landshlutum og samfélögum. Þar kemur jafnframt fram að yngri konur og konur af erlendum uppruna skila sér síður í skimun. Það er brýnt að hvetja þær og aðrar konur til þátttöku í skimunum. Hér getur samfélagið allt lagt sitt af mörkum og vinnuveitendur gegna lykilhlutverki, eins og Samhæfingarstöð skimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur verið að kynna síðustu daga. Sérstaklega hefur verið bent á að vinnuveitendur kvenna af erlendum uppruna þurfi að upplýsa þær um rétt til að mæta í skimun á vinnutíma og hvetja til þátttöku. Setjum heilsuna í fyrsta sæti Unnið hefur verið markvisst að því að auka þátttöku kvenna í skimun m.a. með auknu aðgengi og minni hindrunum. Verkefni okkar er að stuðla að betri þátttöku með því að skapa umhverfi þar sem fólk er vel upplýst, fær stuðning og hvatningu til að fara í skimun. Með því að lækka komugjaldið, samhliða góðri fræðslu og hvatningu í atvinnulífinu, tryggjum við betur að allar konur geti forgangsraðað heilsu sinni með því að mæta í brjóstaskimun. Með því að fara í skimun getur hver kona tekið skref til að vernda eigin heilsu og aukið lífsgæði sín. Til mikils er að vinna bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild! Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun