Einn af hverjum fimm Katrín Þórarinsdóttir og Gerður María Gröndal skrifa 11. október 2024 11:00 Allir geta fengið gigt Þann 12. október er alþjóðlegur dagur gigtarsjúkdóma (World Arthritis Day) en talið er að um 20% af landsmönnum séu með einhvers konar gigtarsjúkdóm. Til eru yfir 100 mismunandi gigtarsjúkdómar en þeir algengustu eru slitgigt, þvagsýrugigt og iktsýki. Mikilvægi greiningar í tæka tíð Gigtarsjúkdómar eru margs konar og fólk á öllum aldri getur fengið gigt, líka börn. Sumir gigtarsjúkdómar eins og iktsýki, sóragigt og hryggikt eiga sér orsakir í ónæmiskerfinu þar sem ónæmiskerfið ræðst á liði líkamans. Í langflestum tilfellum er hægt að draga úr einkennum sjúkdómsins svo sem bólgum með lyfjum en straumhvörf í meðferð urðu við uppgötvun Tumor necrosis factor (TNF) hemla í kringum árið 2000. Í kjölfarið hafa komið fleiri svipuð líftæknilyf við hinum ýmsu gigtarsjúkdómum. Þetta eru langvarandi sjúkdómar sem hafa mikil áhrif á starfsgetu og lífsgæði fólks, og geta jafnvel valdið bæklun. Í gigtarsjúkdómum þar sem mikil bólga er til staðar er umtalsverð aukning á áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum til lengri tíma litið. Langvarandi bólga getur einnig haft áhrif á beinþéttni. Í þessum tilfellum er mikilvægt að fólk fái rétta greiningu og meðferð til að hindra þessi skaðlegu áhrif. Sjúkdómsgreining og meðferð gigtarsjúkdóma fer fram hjá gigtarlæknum á göngudeild gigtar á Landspítala en einnig hjá sjálfstætt starfandi gigtarlæknum á stofum. Það eru góðar fréttir fyrir gigtarsjúklinga að á síðastliðnum árum hafa komið fimm nýir gigtarlæknar til starfa hér heima eftir dvöl við nám og störf erlendis. Stuðningur og jafningjafræðsla Gigtarfélag Íslands var stofnaði 1976 en einn af helstu hvatamönnum þess var Jón Þorsteinsson gigtarlæknir og prófessor. Gigtarfélagið er mikilvægt fyrir gigtarsjúklinga en þar fer fram félagsstarf, einnig stendur félagið fyrir hópþjálfun í sundlaug, handaþjálfun og heldur fræðslufundi og námskeið. Hægt er að sækja jafningjastuðning og fræðslu í sjúklingahópa innan gigtarfélagsins og vonast ný stjórn félagsins til þess að efla starfið til muna fyrir þá fjölmörgu sjúklinga sem þjást af gigt. Í tilefni alþjóðlega gigtardagsins verður Gigtarfélagið með opið hús laugardaginn 12. október kl. 14-16 í nýjum húsakynnum að Brekkuhúsum 1. Við viljum hvetja fólk til þess að mæta og fagna formlegri opnun á nýjum stað. Höfundar sitja í stjórn Gigtarfélagsins og eru gigtarlæknar, Katrín Þórarinsdóttir yfirlæknir gigtarlækninga á Landspítala og Gerður María Gröndal dósent í gigtarlækningum við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Allir geta fengið gigt Þann 12. október er alþjóðlegur dagur gigtarsjúkdóma (World Arthritis Day) en talið er að um 20% af landsmönnum séu með einhvers konar gigtarsjúkdóm. Til eru yfir 100 mismunandi gigtarsjúkdómar en þeir algengustu eru slitgigt, þvagsýrugigt og iktsýki. Mikilvægi greiningar í tæka tíð Gigtarsjúkdómar eru margs konar og fólk á öllum aldri getur fengið gigt, líka börn. Sumir gigtarsjúkdómar eins og iktsýki, sóragigt og hryggikt eiga sér orsakir í ónæmiskerfinu þar sem ónæmiskerfið ræðst á liði líkamans. Í langflestum tilfellum er hægt að draga úr einkennum sjúkdómsins svo sem bólgum með lyfjum en straumhvörf í meðferð urðu við uppgötvun Tumor necrosis factor (TNF) hemla í kringum árið 2000. Í kjölfarið hafa komið fleiri svipuð líftæknilyf við hinum ýmsu gigtarsjúkdómum. Þetta eru langvarandi sjúkdómar sem hafa mikil áhrif á starfsgetu og lífsgæði fólks, og geta jafnvel valdið bæklun. Í gigtarsjúkdómum þar sem mikil bólga er til staðar er umtalsverð aukning á áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum til lengri tíma litið. Langvarandi bólga getur einnig haft áhrif á beinþéttni. Í þessum tilfellum er mikilvægt að fólk fái rétta greiningu og meðferð til að hindra þessi skaðlegu áhrif. Sjúkdómsgreining og meðferð gigtarsjúkdóma fer fram hjá gigtarlæknum á göngudeild gigtar á Landspítala en einnig hjá sjálfstætt starfandi gigtarlæknum á stofum. Það eru góðar fréttir fyrir gigtarsjúklinga að á síðastliðnum árum hafa komið fimm nýir gigtarlæknar til starfa hér heima eftir dvöl við nám og störf erlendis. Stuðningur og jafningjafræðsla Gigtarfélag Íslands var stofnaði 1976 en einn af helstu hvatamönnum þess var Jón Þorsteinsson gigtarlæknir og prófessor. Gigtarfélagið er mikilvægt fyrir gigtarsjúklinga en þar fer fram félagsstarf, einnig stendur félagið fyrir hópþjálfun í sundlaug, handaþjálfun og heldur fræðslufundi og námskeið. Hægt er að sækja jafningjastuðning og fræðslu í sjúklingahópa innan gigtarfélagsins og vonast ný stjórn félagsins til þess að efla starfið til muna fyrir þá fjölmörgu sjúklinga sem þjást af gigt. Í tilefni alþjóðlega gigtardagsins verður Gigtarfélagið með opið hús laugardaginn 12. október kl. 14-16 í nýjum húsakynnum að Brekkuhúsum 1. Við viljum hvetja fólk til þess að mæta og fagna formlegri opnun á nýjum stað. Höfundar sitja í stjórn Gigtarfélagsins og eru gigtarlæknar, Katrín Þórarinsdóttir yfirlæknir gigtarlækninga á Landspítala og Gerður María Gröndal dósent í gigtarlækningum við HÍ.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun