Haltu Lífi! - Öll börn eru okkar börn! Baldur Einarsson skrifar 11. október 2024 16:03 Ef við viljum breytingar þá er það okkar allra fyrsta skref í átt að breytingu, að horfast í augu við vandan. Við Íslendingar höfum vaknað upp við þann sára raunveruleika að börnin okkar eru farin a ganga um vopnuð. Ég held að í mörgum tilfellum sé það sé ekki til þess að særa aðra, heldur af ótta við að verða særð. Íslensk ungmenni eru „stráfelld“ af völdum eiturlyfja sem flæða óhindrað inn í landið okkar. Eitruð efni á borð við fentanýl metta markaðinn og börnin okkar liggja í valnum á meðan þau bíða eftir að komast í meðferð.Meðferð sem er ýmist ekki fullnægjandi fyrir þessa einstaklinga og eða ekki í boði þegar virkilega þarf á að halda. Heilbrigðiskerfið okkar er í molum vegna fjársveltis.Allt of oft fáum við fréttir af sjálfsvígum eða hræðilegum glæpum með alvarlegar afleiðingar tengdar því að „gerendur“ fá ekki viðeigandi hjálp við geðrænum vanda. Það að geðdeild Landspítalans geti ekki tekið við einstaklingum, sem síðan enda mögulega líf sitt eða skaða aðra, er ástand sem er algerlega óásættanlegt í velferðarríki. Börn fá ekki þarfar greiningar vegna manneklu. Börn sem hafa fengið greiningar komast ekki að hjá þéttsetnum geðlæknum sem setur þennan hóp í enn meiri hættu gagnvart jaðarhegðun. Þannig eru börnin okkar skilin eftir til að reyna að finna eigin leið út úr myrkrinu. Við eigum fjöldann allan af rannsóknum sem segja okkur að börn með ómeðhöndlaðar greiningar eru mun líklegri til að leiðast út í áhættuhegðun en önnur börn. Þessi börn þurfa viðeigandi hjálp og mikilvægast er að grípa þau nógu snemma. Samkvæmt tölum sem R&G (Rannsóknir og Greining) birti frá árinu 2022 eru aðeins 27% stelpna í tíunda bekk ánægðar með líf sit og einungis 60% barna í 8.-10. bekk segja andlega heilsu sína vera góða. Andleg heilsa ungs fólks er í frjálsu falli og samkennd ungs fólks er ein sú minnsta hérlendis af öllum OPEC ríkjum. Skólakerfið okkar, sem á að vera bjarg í lífi þessara barna, hefur einnig brugðist. 40% nemenda íslenskra grunnskóla eru undir hæfnisviðmiðum í lestri og 47% drengja geta ekki lesið sér til gagns. Þar koma tölvur/símar og slík tæki sterklega inn, að auki hafa 51% stúlkna og 22% drengja í 8.-10. bekk verið beðin um að senda af sér nektarmynd á samfélagsmiðlum eða spjallrásum? Hvert mun þessi vanlíðan leiða börnin okkar og hvernig munu þau tækla lífið sem er framundan hjá þeim? Hugsunin er sár! Börnin ykkar sem eru öll börnin okkar, ættu ekki að þurfa að lifa í ótta, vopnuð og reiðubúin til að verja sig. En einhvern veginn hefur þetta orðið að veruleika í Íslensku samfélagi. Þessa ógn þarf að stöðva og við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að bjarga lífi og heilsu unga fólksins okkar. Ég get ekki lengur setið hjá án þess að segja eitthvað þegar ég sé fjölskyldur ganga í gegnum þá reynslu að þurfa að jarða börnin sín hvort heldur sem er vegna ofbeldis sem leiðir til dauða eða þeim sem tapa baráttunni við fíknivanda sökum þess að heilbrigðiskerfið nær ekki að sinna og hlúa að þeim. Við þurfum að hjálpa þessu unga fólki að halda lífi. Á sama tíma og þjóðin stendur frammi fyrir þessu úrræðaleysi tala ráðamenn þjóðarinnar um að vopnvæða lögregluna sem lausn á vandanum. Hvenær hefur harka verið lausn? Er það ekki einmitt þessi harka sem hefur leitt okkur á þennan stað? Börnin okkar standa frammi fyrir myrkri sem þarf að lýsa upp það verður ekki gert með hörku, heldur með kærleika, skilningi og stuðningi. Við sem samfélag verðum að taka höndum saman og sinna skyldu okkar. Þegar börnin okkar eru í hættu, þá er það samfélagsleg ábyrgð okkar að standa vörð um þau. Við getum og verðum að gera betur fyrir okkur, fyrir börnin okkar og fyrir samfélagið í heild. Við þurfum fræðslu í mannlegum gildum kærleika, mannrækt, von, trú og að koma fram við náungann eins og við viljum að komið sé fram við okkur. Þessum gildum hefur verið ýtt frá börnunum okkar, og við berum ábyrgð á að endurvekja þau. Með það í huga vil ég segja að ég er bæði hjartanlega sammála og ánægður með framtak okkar nýja forseta, Frú Höllu Tómasdóttur, þegar hún segir: „Við eigum öll að vera riddarar kærleikans“. Við höfum varið of miklum fjármunum í málefni sem standa okkur ekki eins nærri og börnin okkar. Auðvitað eigum að að leggja okkar af mörkum í alþjóðaverkefni en við verðum fyrst að taka til heima hjá okkur. Þar þarf aðaláherslan að vera. Stundum virðist mér Alþingi haga sér eins og alkóhólisti á barnum, býður öllum upp á drykk, á meðan fjölskyldan situr heima og sveltur. Kjarnafjölskyldan, sem greiðir allan brúsann, hefur verið svelt of lengi. Það er kominn tími til að við sem þjóð tölum fyrir gildum fjölskyldunnar. Í starfi mínu sem ráðgjafi hef ég hitt margt fólk sem hafa komið frá brotnu heimili en áttu samt bjarta og vonarríka framtíð og enduðu ekki í vegleysu. Í sögu þeirra var alltaf einhver einn einstaklingur sem hafði trú á þeim, nágranni, kennari, þjálfari, fjölskyldumeðlimur eða einhver úr samfélaginu sem teygði sig til þeirra og hafði trú á þeim. Við sem samfélag getum verið þessi útrétta hönd sem hugar að náunganum og mætir þeirri þörf. Við getum með sameiginlegu átaki, með því að koma aftur til gullnu reglunnar, með því að elska náungann eins og okkur sjálf, tekið ábyrgð og sinnt okkar skyldu. Standa vörð um börnin okkar með fordæmi, fyrirmynd og samhentu átaki í velferðar- og heilbrigðismálum. Við getum gert þetta saman því að öll börn eru okkar börn! Höfundur er framkvæmdastjóri Lausnarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Sjá meira
Ef við viljum breytingar þá er það okkar allra fyrsta skref í átt að breytingu, að horfast í augu við vandan. Við Íslendingar höfum vaknað upp við þann sára raunveruleika að börnin okkar eru farin a ganga um vopnuð. Ég held að í mörgum tilfellum sé það sé ekki til þess að særa aðra, heldur af ótta við að verða særð. Íslensk ungmenni eru „stráfelld“ af völdum eiturlyfja sem flæða óhindrað inn í landið okkar. Eitruð efni á borð við fentanýl metta markaðinn og börnin okkar liggja í valnum á meðan þau bíða eftir að komast í meðferð.Meðferð sem er ýmist ekki fullnægjandi fyrir þessa einstaklinga og eða ekki í boði þegar virkilega þarf á að halda. Heilbrigðiskerfið okkar er í molum vegna fjársveltis.Allt of oft fáum við fréttir af sjálfsvígum eða hræðilegum glæpum með alvarlegar afleiðingar tengdar því að „gerendur“ fá ekki viðeigandi hjálp við geðrænum vanda. Það að geðdeild Landspítalans geti ekki tekið við einstaklingum, sem síðan enda mögulega líf sitt eða skaða aðra, er ástand sem er algerlega óásættanlegt í velferðarríki. Börn fá ekki þarfar greiningar vegna manneklu. Börn sem hafa fengið greiningar komast ekki að hjá þéttsetnum geðlæknum sem setur þennan hóp í enn meiri hættu gagnvart jaðarhegðun. Þannig eru börnin okkar skilin eftir til að reyna að finna eigin leið út úr myrkrinu. Við eigum fjöldann allan af rannsóknum sem segja okkur að börn með ómeðhöndlaðar greiningar eru mun líklegri til að leiðast út í áhættuhegðun en önnur börn. Þessi börn þurfa viðeigandi hjálp og mikilvægast er að grípa þau nógu snemma. Samkvæmt tölum sem R&G (Rannsóknir og Greining) birti frá árinu 2022 eru aðeins 27% stelpna í tíunda bekk ánægðar með líf sit og einungis 60% barna í 8.-10. bekk segja andlega heilsu sína vera góða. Andleg heilsa ungs fólks er í frjálsu falli og samkennd ungs fólks er ein sú minnsta hérlendis af öllum OPEC ríkjum. Skólakerfið okkar, sem á að vera bjarg í lífi þessara barna, hefur einnig brugðist. 40% nemenda íslenskra grunnskóla eru undir hæfnisviðmiðum í lestri og 47% drengja geta ekki lesið sér til gagns. Þar koma tölvur/símar og slík tæki sterklega inn, að auki hafa 51% stúlkna og 22% drengja í 8.-10. bekk verið beðin um að senda af sér nektarmynd á samfélagsmiðlum eða spjallrásum? Hvert mun þessi vanlíðan leiða börnin okkar og hvernig munu þau tækla lífið sem er framundan hjá þeim? Hugsunin er sár! Börnin ykkar sem eru öll börnin okkar, ættu ekki að þurfa að lifa í ótta, vopnuð og reiðubúin til að verja sig. En einhvern veginn hefur þetta orðið að veruleika í Íslensku samfélagi. Þessa ógn þarf að stöðva og við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að bjarga lífi og heilsu unga fólksins okkar. Ég get ekki lengur setið hjá án þess að segja eitthvað þegar ég sé fjölskyldur ganga í gegnum þá reynslu að þurfa að jarða börnin sín hvort heldur sem er vegna ofbeldis sem leiðir til dauða eða þeim sem tapa baráttunni við fíknivanda sökum þess að heilbrigðiskerfið nær ekki að sinna og hlúa að þeim. Við þurfum að hjálpa þessu unga fólki að halda lífi. Á sama tíma og þjóðin stendur frammi fyrir þessu úrræðaleysi tala ráðamenn þjóðarinnar um að vopnvæða lögregluna sem lausn á vandanum. Hvenær hefur harka verið lausn? Er það ekki einmitt þessi harka sem hefur leitt okkur á þennan stað? Börnin okkar standa frammi fyrir myrkri sem þarf að lýsa upp það verður ekki gert með hörku, heldur með kærleika, skilningi og stuðningi. Við sem samfélag verðum að taka höndum saman og sinna skyldu okkar. Þegar börnin okkar eru í hættu, þá er það samfélagsleg ábyrgð okkar að standa vörð um þau. Við getum og verðum að gera betur fyrir okkur, fyrir börnin okkar og fyrir samfélagið í heild. Við þurfum fræðslu í mannlegum gildum kærleika, mannrækt, von, trú og að koma fram við náungann eins og við viljum að komið sé fram við okkur. Þessum gildum hefur verið ýtt frá börnunum okkar, og við berum ábyrgð á að endurvekja þau. Með það í huga vil ég segja að ég er bæði hjartanlega sammála og ánægður með framtak okkar nýja forseta, Frú Höllu Tómasdóttur, þegar hún segir: „Við eigum öll að vera riddarar kærleikans“. Við höfum varið of miklum fjármunum í málefni sem standa okkur ekki eins nærri og börnin okkar. Auðvitað eigum að að leggja okkar af mörkum í alþjóðaverkefni en við verðum fyrst að taka til heima hjá okkur. Þar þarf aðaláherslan að vera. Stundum virðist mér Alþingi haga sér eins og alkóhólisti á barnum, býður öllum upp á drykk, á meðan fjölskyldan situr heima og sveltur. Kjarnafjölskyldan, sem greiðir allan brúsann, hefur verið svelt of lengi. Það er kominn tími til að við sem þjóð tölum fyrir gildum fjölskyldunnar. Í starfi mínu sem ráðgjafi hef ég hitt margt fólk sem hafa komið frá brotnu heimili en áttu samt bjarta og vonarríka framtíð og enduðu ekki í vegleysu. Í sögu þeirra var alltaf einhver einn einstaklingur sem hafði trú á þeim, nágranni, kennari, þjálfari, fjölskyldumeðlimur eða einhver úr samfélaginu sem teygði sig til þeirra og hafði trú á þeim. Við sem samfélag getum verið þessi útrétta hönd sem hugar að náunganum og mætir þeirri þörf. Við getum með sameiginlegu átaki, með því að koma aftur til gullnu reglunnar, með því að elska náungann eins og okkur sjálf, tekið ábyrgð og sinnt okkar skyldu. Standa vörð um börnin okkar með fordæmi, fyrirmynd og samhentu átaki í velferðar- og heilbrigðismálum. Við getum gert þetta saman því að öll börn eru okkar börn! Höfundur er framkvæmdastjóri Lausnarinnar.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun