Takk fyrir að hjálpa Yazan! Gunnar Hersveinn skrifar 11. október 2024 16:33 Vinir Yazan þakka öllum sem lögðu baráttunni lið. Við vissum að það sem væri Yazan fyrir bestu ætti ávallt að hafa forgang eins og segir í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við vissum að það væri bæði satt og rétt að liðsinna Yazan hér á landi. Við höfnuðum kuldalegri afstöðu og niðurstöðu yfirvalda sem studdu sig við túlkun á reglugerð. Ellefu ára drengur með sjaldgæfan vöðvarýrnunarsjúkdóm, Duchenne, nýtur nú heilbrigðisþjónustu á Íslandi sem læknar segja að ekki megi rjúfa. Að senda Yazan í burtu í lögreglufylgd hefði orðið skömm fyrir samfélagið og óhjákvæmilegt brot á rétti hans til að lifa, þroskast, njóta verndar og umönnunar í samræmi við aldur og þroska. Þjóðin veit það að hjálpa öðrum í neyð á að vera ófrávíkjanleg regla. Að rétta Yazan og fjölskyldu hjálparhönd er aðstoð sem veitt er af mannúð og skyldurækni. Það var því siðferðilega rétt að stöðva brottflutninginn. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir að í öllum aðgerðum, sem snerta fötluð börn, skuli fyrst og fremst hafa það að leiðarljósi sem er viðkomandi barni fyrir bestu. Þetta átti að vera augljós sannindi. Til að gera rétt, þurfti einungis að virða þá mannréttindasamninga sem íslenska ríkið hefur lögfest og undirgengist og sýna mannúð í verki. Það var gert á elleftu stundu. Þökk sé efasemdum og góðvild. Um 1450 einstaklingar skrifuðu undir yfirlýsingu til stuðnings Yazan og fjölskyldu og fjöldi fólks kom á útifundi til að styðja drenginn. Við þökkum þeim öllum kærlega fyrir. Við viljum hvetja fólk áfram til að taka þátt í mannréttindabaráttu, það skiptir máli. Ekki sitja bara heima, tökum þátt í að móta samfélagið, ekki gefast upp. Niðurstaða þessa máls sýnir að öflugur vilji almennings hefur áhrif. Foreldrar Yazan sinntu skyldu sinni með því að koma með hann til Íslands í leit að hjálp sem þau fengu ekki í Palestínu og geta ekki fengið þar. Það að það megi, samkvæmt reglugerð, endursenda veikan dreng héðan út í óvissuna á Spáni, er ekki boðlegt. Íslensk yfirvöld áttuðu sig ekki á eigin skyldu gagnvart þessum dreng fyrr en þrjátíu og sjö mínútum áður en að flug Icelandair til Barselóna átti að fara í loftið. Með því að skrifa undir, mæta á útifundi, skrifa greinar, birta myndbönd og taka þátt í maraþoni, hjálpuðum við þeim að finna skylduna. Við þökkum því, enn og aftur, öllum sem tóku þátt og lögðu það á sig að segja sannleikann. Höfundur er meðlimur í hópnum Vinir Yazans. Vinir Yazan eru Alma Ýr Ingólfsdóttir, Árni Múli Jónasson, Gunnar Hersveinn, Hjálmar Theodórsson, Kristín Sveinsdóttir, Margrét Rut Eddudóttir, Morgane Priet-Mahéo, Sólveig Arnarsdóttir, Stefán Gunnlaugsson, Unnur Helga Óttarsdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Yazans Réttindi barna Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Vinir Yazan þakka öllum sem lögðu baráttunni lið. Við vissum að það sem væri Yazan fyrir bestu ætti ávallt að hafa forgang eins og segir í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við vissum að það væri bæði satt og rétt að liðsinna Yazan hér á landi. Við höfnuðum kuldalegri afstöðu og niðurstöðu yfirvalda sem studdu sig við túlkun á reglugerð. Ellefu ára drengur með sjaldgæfan vöðvarýrnunarsjúkdóm, Duchenne, nýtur nú heilbrigðisþjónustu á Íslandi sem læknar segja að ekki megi rjúfa. Að senda Yazan í burtu í lögreglufylgd hefði orðið skömm fyrir samfélagið og óhjákvæmilegt brot á rétti hans til að lifa, þroskast, njóta verndar og umönnunar í samræmi við aldur og þroska. Þjóðin veit það að hjálpa öðrum í neyð á að vera ófrávíkjanleg regla. Að rétta Yazan og fjölskyldu hjálparhönd er aðstoð sem veitt er af mannúð og skyldurækni. Það var því siðferðilega rétt að stöðva brottflutninginn. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir að í öllum aðgerðum, sem snerta fötluð börn, skuli fyrst og fremst hafa það að leiðarljósi sem er viðkomandi barni fyrir bestu. Þetta átti að vera augljós sannindi. Til að gera rétt, þurfti einungis að virða þá mannréttindasamninga sem íslenska ríkið hefur lögfest og undirgengist og sýna mannúð í verki. Það var gert á elleftu stundu. Þökk sé efasemdum og góðvild. Um 1450 einstaklingar skrifuðu undir yfirlýsingu til stuðnings Yazan og fjölskyldu og fjöldi fólks kom á útifundi til að styðja drenginn. Við þökkum þeim öllum kærlega fyrir. Við viljum hvetja fólk áfram til að taka þátt í mannréttindabaráttu, það skiptir máli. Ekki sitja bara heima, tökum þátt í að móta samfélagið, ekki gefast upp. Niðurstaða þessa máls sýnir að öflugur vilji almennings hefur áhrif. Foreldrar Yazan sinntu skyldu sinni með því að koma með hann til Íslands í leit að hjálp sem þau fengu ekki í Palestínu og geta ekki fengið þar. Það að það megi, samkvæmt reglugerð, endursenda veikan dreng héðan út í óvissuna á Spáni, er ekki boðlegt. Íslensk yfirvöld áttuðu sig ekki á eigin skyldu gagnvart þessum dreng fyrr en þrjátíu og sjö mínútum áður en að flug Icelandair til Barselóna átti að fara í loftið. Með því að skrifa undir, mæta á útifundi, skrifa greinar, birta myndbönd og taka þátt í maraþoni, hjálpuðum við þeim að finna skylduna. Við þökkum því, enn og aftur, öllum sem tóku þátt og lögðu það á sig að segja sannleikann. Höfundur er meðlimur í hópnum Vinir Yazans. Vinir Yazan eru Alma Ýr Ingólfsdóttir, Árni Múli Jónasson, Gunnar Hersveinn, Hjálmar Theodórsson, Kristín Sveinsdóttir, Margrét Rut Eddudóttir, Morgane Priet-Mahéo, Sólveig Arnarsdóttir, Stefán Gunnlaugsson, Unnur Helga Óttarsdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar