Sundlaugasóðar Ámundi Loftsson skrifar 14. október 2024 07:02 Til þeirra sem sjá um rekstur sundstaða Tilefni þessara skrifa er með leiðinlegra móti, en það er sóðaskapur á sundstöðum. Sá plagsiður færist í vöxt að menn koma inní sturturými sundstaða í sundfötum og fyrir kemur líka að það sér í nærbuxnastrengi uppúr sundskýlunum hjá þeim. Þeir rétt bregða sér undir sturtu, svo þeir varla meira en rétt ná að blotna og fara svo útí laug eða pott. Oftar en ekki eru þetta hópar ungmenna undir tvítugu, þá kannski þrír til fimm saman sem allir hafa þá sama háttinn á. Að uppistöðu eru hér á ferð ungir Íslendingar, gjarnan talandi um íþróttir. Þetta gerist ekki bara stundum. Þetta er alveg viðvarandi og gerist án undantekninga og sést í hvert skipti sem farið er í sund. Fyrir kemur líka að menn eru í sundskýlum þegar þeir koma á sundstaðina. Sumir þeirra fara jafnvel fara framhjá sturturýminu og og óþvegnir beint út í laug. Öllu hugsandi fólki er ljóst að svona háttsemi er bæði ferlegur sóðaskapur og fullkomið tillitsleysi við aðra laugargesti. Það verður að taka á þessu. Þetta lagar sig ekki sjálft. Augljóst er að hafa verður baðreglur sundstaðanna mun sýnilegri en þær eru og hafa of lengi verið. Hugsanlega mætti hafa þær, bæði á Íslensku og fleiri tungumálum og hafa á skápahurðum í búningsrýmum og jafnvel við hverja sturtu. Starfsfólk sundstaðanna mætti vera virkara í eftirliti með því að laugargestir virði reglur um hreinlæti, sama hve leiðinlegt það er og óþarft það í raun ætti að vera. Vera kann að sumum þyki ekki þægilegt að fara úr öllum fötum í almannarými eins og venja er. Þá vaknar sú spurning hvort ekki sé hægt að mæta þörfum þeirra með rými sem hægt yrði að loka þannig að þeir geti þrifið sig óséðir af öðrum. Öll hljótum við að vera sammála um að taka verður á þessu ástandi. Það má t.d. gera í skólum, innan íþróttafélaga og ekki síst meðal þeirra sem sjá um rekstur sundstaðanna sjálfra. Við Íslendingar megum vera stoltir af rótgróinni sundstaðamenningu okkar. Látum hana ekki verða sóðaskap að bráð. Höfundur er fyrrverandi sjómaður og bóndi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sundlaugar Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Til þeirra sem sjá um rekstur sundstaða Tilefni þessara skrifa er með leiðinlegra móti, en það er sóðaskapur á sundstöðum. Sá plagsiður færist í vöxt að menn koma inní sturturými sundstaða í sundfötum og fyrir kemur líka að það sér í nærbuxnastrengi uppúr sundskýlunum hjá þeim. Þeir rétt bregða sér undir sturtu, svo þeir varla meira en rétt ná að blotna og fara svo útí laug eða pott. Oftar en ekki eru þetta hópar ungmenna undir tvítugu, þá kannski þrír til fimm saman sem allir hafa þá sama háttinn á. Að uppistöðu eru hér á ferð ungir Íslendingar, gjarnan talandi um íþróttir. Þetta gerist ekki bara stundum. Þetta er alveg viðvarandi og gerist án undantekninga og sést í hvert skipti sem farið er í sund. Fyrir kemur líka að menn eru í sundskýlum þegar þeir koma á sundstaðina. Sumir þeirra fara jafnvel fara framhjá sturturýminu og og óþvegnir beint út í laug. Öllu hugsandi fólki er ljóst að svona háttsemi er bæði ferlegur sóðaskapur og fullkomið tillitsleysi við aðra laugargesti. Það verður að taka á þessu. Þetta lagar sig ekki sjálft. Augljóst er að hafa verður baðreglur sundstaðanna mun sýnilegri en þær eru og hafa of lengi verið. Hugsanlega mætti hafa þær, bæði á Íslensku og fleiri tungumálum og hafa á skápahurðum í búningsrýmum og jafnvel við hverja sturtu. Starfsfólk sundstaðanna mætti vera virkara í eftirliti með því að laugargestir virði reglur um hreinlæti, sama hve leiðinlegt það er og óþarft það í raun ætti að vera. Vera kann að sumum þyki ekki þægilegt að fara úr öllum fötum í almannarými eins og venja er. Þá vaknar sú spurning hvort ekki sé hægt að mæta þörfum þeirra með rými sem hægt yrði að loka þannig að þeir geti þrifið sig óséðir af öðrum. Öll hljótum við að vera sammála um að taka verður á þessu ástandi. Það má t.d. gera í skólum, innan íþróttafélaga og ekki síst meðal þeirra sem sjá um rekstur sundstaðanna sjálfra. Við Íslendingar megum vera stoltir af rótgróinni sundstaðamenningu okkar. Látum hana ekki verða sóðaskap að bráð. Höfundur er fyrrverandi sjómaður og bóndi
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun