Óvenjulegt ef forseti féllist ekki á ósk um þingrof Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2024 09:22 Bjarni Benediktsson ræði við fréttamenn fyrir utan Bessastaði áður en hann fór inn á fund Höllu Tómasdóttur forseta. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gerir ráð fyrir að Halla Tómasdóttir, forseti, verði við bón hans um þingrof og að það væri afar óvenjulegt ef hún gerði það ekki. Það hversu fljótt þing verði rofið hafi áhrif á kjördag. Þegar Bjarni ræddi við blaðamenn fyrir utan Bessastaði á leið sinni á fund með forseta sagðist hann ætla að biðja um leyfi til þessa að rjúfa þing. Hann hefði átt samtal við forseta um það. Halla hefði sagt honum að hún vildi fá að meta stöðuna og hann gerði ekki athugasemd við það. Það hvort að því formsatriði að fá heimild til að rjúfa þing lyki á morgun eða á miðvikudaginn hefði áhrif á hvort kosið yrði 23. nóvember eða 30. nóvember. Sagðist Bjarni telja margt mæla með því að heldur yrði stefnt að kosningum 30. nóvember til þess að skapa svigrúm til þess að ljúka fjárlögum og fjárlagatengdum málum á þinginu. Spurður að því hvort að hann teldi að hann fengi leyfið til þingrofs sagði Bjarni að hann teldi öll rök hníga að því. „Það væri afar óvenjulegt ef það gengi ekki eftir.“ Eðlilegt að stjórnin sitji fram að kosningum Bjarni sagðist ekki hafa fundað með hinum stjórnarflokkunum eftir að hann tilkynnti í gær að hann ætlaði að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Hann gerði ráð fyrir að ræða við fulltrúa þeirra. „Mér finnst það eðlilegt að þar sem við erum í raun og veru að stytta kjörtímabilið mjög hressilega og ganga til kosninga fyrr en áður var áætlað, að ríkisstjórnin starfi fram að kosningum finnst mér bara sjálfsagt og eðlilegt. Við bara aðlögum okkur að þeim aðstæðum,“ sagði Bjarni. Ef samstarfsflokkarnir kysu að gera það ekki bæðist Bjarni lausnar og þá tæki væntanlega starfsstjórn við fram að kosningum. „Ég sé ekkert sérstakt unnið með því í neinu samhengi, hvorki fyrir þingið né stjórnarflokkana,“ sagði Bjarni um mögulega starfsstjórn. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Þegar Bjarni ræddi við blaðamenn fyrir utan Bessastaði á leið sinni á fund með forseta sagðist hann ætla að biðja um leyfi til þessa að rjúfa þing. Hann hefði átt samtal við forseta um það. Halla hefði sagt honum að hún vildi fá að meta stöðuna og hann gerði ekki athugasemd við það. Það hvort að því formsatriði að fá heimild til að rjúfa þing lyki á morgun eða á miðvikudaginn hefði áhrif á hvort kosið yrði 23. nóvember eða 30. nóvember. Sagðist Bjarni telja margt mæla með því að heldur yrði stefnt að kosningum 30. nóvember til þess að skapa svigrúm til þess að ljúka fjárlögum og fjárlagatengdum málum á þinginu. Spurður að því hvort að hann teldi að hann fengi leyfið til þingrofs sagði Bjarni að hann teldi öll rök hníga að því. „Það væri afar óvenjulegt ef það gengi ekki eftir.“ Eðlilegt að stjórnin sitji fram að kosningum Bjarni sagðist ekki hafa fundað með hinum stjórnarflokkunum eftir að hann tilkynnti í gær að hann ætlaði að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Hann gerði ráð fyrir að ræða við fulltrúa þeirra. „Mér finnst það eðlilegt að þar sem við erum í raun og veru að stytta kjörtímabilið mjög hressilega og ganga til kosninga fyrr en áður var áætlað, að ríkisstjórnin starfi fram að kosningum finnst mér bara sjálfsagt og eðlilegt. Við bara aðlögum okkur að þeim aðstæðum,“ sagði Bjarni. Ef samstarfsflokkarnir kysu að gera það ekki bæðist Bjarni lausnar og þá tæki væntanlega starfsstjórn við fram að kosningum. „Ég sé ekkert sérstakt unnið með því í neinu samhengi, hvorki fyrir þingið né stjórnarflokkana,“ sagði Bjarni um mögulega starfsstjórn.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira