Opið bréf til ríkis- og borgarstjórnar Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar 14. október 2024 12:02 Hvað með sjúkraflugið? Skortur á röddum landsbyggðar í mikilvægum innviðamálum. Í þarsíðustu viku fékk ríkisstjórnin í hendurnar skýrslu frá starfshópi um fýsileika flugvallar í Hvassahrauni, hálfa leið í átt að Keflavík. Tekið var fram að veðurskilyrði ættu ekki að hafa of mikil áhrif, að hætta vegna eldsumbrota væri í lágmarki og að flutningur vallarins gæti aukið nýtingu á innanlandsflugi hjá ferðamönnum. Allt er þetta mjög góðir og hagkvæmir punktar fyrir Reykjavíkurborg og vissulega mun losna upp land í Vatnsmýrinni til uppbyggingar ásamt því að hljóð- og loftmengun innan borgarmarka myndu lækka í Vesturbænum. Íbúðarmál í dag eru flókin og ekki á góðum stað m.v. verðbólgu og verðlag og væri þetta svæði kjörið fyrir frekari uppbyggingu á bæði íbúðarhúsnæði og stækkun á spítalanum. En það fyrsta sem ég tók eftir við lestur á tilkynningunni frá Stjórnarráðinu og við yfirferð á nefndarmeðlimum var að ekki var ein manneskja sem talaði máli landsbyggðarinnar. Ekki var einn fulltrúi frá Norð-, Austur-, Vestur- eða Suðurkjördæmum sem reiða sig mikið á þau mikilvægu ferðaþjónustu sem innanlandsflug er. Og kannski það sem stakk mig mest var að ekki var einu orði minnst á áætlanir fyrir sjúkraflug með flugvélum í tilkynningunni. Neðst á síðu Stjórnarráðs í umfjölluninni um kynninguna á þessari skýslu má finna viljayfirlýsingu sem er undirrituð af forstjóra Landsspítalans ásamt fleirum um að tryggt verði aðgengi fyrir þyrluflug í Nauthólsvík sem getur borið stærri þyrlur Björgunarsveitanna ásamt því að tekið er fram að á nýrri byggingu Landsspítalans við Hringbraut verði þyrlupallur sem getur borið hefðbundnar þyrlur. En hvað með sjúkraflugið með flugvélum? Í kafla 7.3.1 á bls. 44 í skýrslunni má finna eina kaflann um sjúkraflugið og í honum er hvergi tekið fram hver lausnin væri á sjúkrafluginu eða hvaða áætlanir væru gerðar til að tryggja öruggt aðgengi að sjúkraflugi sem væri ekki að stefna mannslífum í hættu. Aðeins er minnst á mikilvægi tímans þegar kemur að flutningum sjúklinga í bráðatilvikum. Einnig var tekið fram að flutningstími myndi lengjast um 8,5-12,5 mínútur ef flugvöllurinn yrði færður í Hvassahraun. Flugvélar eru hraðskeiðari en þyrlur og eru oft besti kosturinn við sjúkraflutninga milli stærri bæjarfélaga eins og Akureyri, Egilsstaða og Ísafjarðar, ásamt því að getan til að lenda nánast beint fyrir neðan Landssspítalann tryggir að flutningur frá flugfaratæki og að spítala sé eins stuttur og mögulega hægt er. Þessi ferðatími getur skipt sköpum í lífs og dauða tilfellum þar sem einstaklingur þarf að komast undir læknishendur sérfræðinga sem starfa einungis í Reykjavík sem fyrst. Allt frá því að borgarakosningin 17. mars 2001 átti sér stað varðandi framtíð Reykjavíkurflugvallar hefur umræðan verið lituð af þörfum og vilja borgarinnar. Verðmæti landsins fyrir uppbyggingu hefur alltaf átt fyrsta sætið í öllum umræðum, næst á eftir mengun af ýmsu tagi og lestina rekur síðan hagsmunir landsbyggðarinnar. Lengi hefur ímynd borgarinnar verið höfð í hávegi yfir þörfum landsbyggðar og vegna þess að borgin hefur ætíð verið í forgangi hefur landsbyggðin veikst. Þetta litast ekki bara í innviðamálum heldur einnig í menntakerfi, heilbrigðiskerfi og stjórnarháttum. Reykjavík hefur hreinlega lengi verið ,,gullna barn ríkisins‘‘ og landsbyggðin ,,svarti sauðurinn‘‘. En afhverju ættu hagsmunir landsbyggðarinnar að vera minna virði en hagsmunir borgarinnar? Nú stefnir í kosningar og þetta er málefni sem næsta ríkisstjórn þarf að svara fyrir en einnig borgarstjórn. Spurningarnar sem standa eftir eru einfaldlega þessar: hvaða ráðstafanir ætlar næsta ríkisstjórn að gera til að tryggja öryggi landsbyggðarbúa með þessum breytingum, hversu mikið kostar heilsa og möguleg líf íbúa landsbyggðar í samanburði við uppbyggingu fyrir Reykvíkinga og hvenær fær landsbyggðin sæti við borðið þegar málið varðar alþjóð, ekki bara borgarbúa? Höfundur er nemandi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og stoltur Akureyringur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Byggðamál Sjúkraflutningar Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Sjá meira
Hvað með sjúkraflugið? Skortur á röddum landsbyggðar í mikilvægum innviðamálum. Í þarsíðustu viku fékk ríkisstjórnin í hendurnar skýrslu frá starfshópi um fýsileika flugvallar í Hvassahrauni, hálfa leið í átt að Keflavík. Tekið var fram að veðurskilyrði ættu ekki að hafa of mikil áhrif, að hætta vegna eldsumbrota væri í lágmarki og að flutningur vallarins gæti aukið nýtingu á innanlandsflugi hjá ferðamönnum. Allt er þetta mjög góðir og hagkvæmir punktar fyrir Reykjavíkurborg og vissulega mun losna upp land í Vatnsmýrinni til uppbyggingar ásamt því að hljóð- og loftmengun innan borgarmarka myndu lækka í Vesturbænum. Íbúðarmál í dag eru flókin og ekki á góðum stað m.v. verðbólgu og verðlag og væri þetta svæði kjörið fyrir frekari uppbyggingu á bæði íbúðarhúsnæði og stækkun á spítalanum. En það fyrsta sem ég tók eftir við lestur á tilkynningunni frá Stjórnarráðinu og við yfirferð á nefndarmeðlimum var að ekki var ein manneskja sem talaði máli landsbyggðarinnar. Ekki var einn fulltrúi frá Norð-, Austur-, Vestur- eða Suðurkjördæmum sem reiða sig mikið á þau mikilvægu ferðaþjónustu sem innanlandsflug er. Og kannski það sem stakk mig mest var að ekki var einu orði minnst á áætlanir fyrir sjúkraflug með flugvélum í tilkynningunni. Neðst á síðu Stjórnarráðs í umfjölluninni um kynninguna á þessari skýslu má finna viljayfirlýsingu sem er undirrituð af forstjóra Landsspítalans ásamt fleirum um að tryggt verði aðgengi fyrir þyrluflug í Nauthólsvík sem getur borið stærri þyrlur Björgunarsveitanna ásamt því að tekið er fram að á nýrri byggingu Landsspítalans við Hringbraut verði þyrlupallur sem getur borið hefðbundnar þyrlur. En hvað með sjúkraflugið með flugvélum? Í kafla 7.3.1 á bls. 44 í skýrslunni má finna eina kaflann um sjúkraflugið og í honum er hvergi tekið fram hver lausnin væri á sjúkrafluginu eða hvaða áætlanir væru gerðar til að tryggja öruggt aðgengi að sjúkraflugi sem væri ekki að stefna mannslífum í hættu. Aðeins er minnst á mikilvægi tímans þegar kemur að flutningum sjúklinga í bráðatilvikum. Einnig var tekið fram að flutningstími myndi lengjast um 8,5-12,5 mínútur ef flugvöllurinn yrði færður í Hvassahraun. Flugvélar eru hraðskeiðari en þyrlur og eru oft besti kosturinn við sjúkraflutninga milli stærri bæjarfélaga eins og Akureyri, Egilsstaða og Ísafjarðar, ásamt því að getan til að lenda nánast beint fyrir neðan Landssspítalann tryggir að flutningur frá flugfaratæki og að spítala sé eins stuttur og mögulega hægt er. Þessi ferðatími getur skipt sköpum í lífs og dauða tilfellum þar sem einstaklingur þarf að komast undir læknishendur sérfræðinga sem starfa einungis í Reykjavík sem fyrst. Allt frá því að borgarakosningin 17. mars 2001 átti sér stað varðandi framtíð Reykjavíkurflugvallar hefur umræðan verið lituð af þörfum og vilja borgarinnar. Verðmæti landsins fyrir uppbyggingu hefur alltaf átt fyrsta sætið í öllum umræðum, næst á eftir mengun af ýmsu tagi og lestina rekur síðan hagsmunir landsbyggðarinnar. Lengi hefur ímynd borgarinnar verið höfð í hávegi yfir þörfum landsbyggðar og vegna þess að borgin hefur ætíð verið í forgangi hefur landsbyggðin veikst. Þetta litast ekki bara í innviðamálum heldur einnig í menntakerfi, heilbrigðiskerfi og stjórnarháttum. Reykjavík hefur hreinlega lengi verið ,,gullna barn ríkisins‘‘ og landsbyggðin ,,svarti sauðurinn‘‘. En afhverju ættu hagsmunir landsbyggðarinnar að vera minna virði en hagsmunir borgarinnar? Nú stefnir í kosningar og þetta er málefni sem næsta ríkisstjórn þarf að svara fyrir en einnig borgarstjórn. Spurningarnar sem standa eftir eru einfaldlega þessar: hvaða ráðstafanir ætlar næsta ríkisstjórn að gera til að tryggja öryggi landsbyggðarbúa með þessum breytingum, hversu mikið kostar heilsa og möguleg líf íbúa landsbyggðar í samanburði við uppbyggingu fyrir Reykvíkinga og hvenær fær landsbyggðin sæti við borðið þegar málið varðar alþjóð, ekki bara borgarbúa? Höfundur er nemandi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og stoltur Akureyringur.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun