Uppgjörið: Valur - Porto 27-27 | Ótrúlegir Valsmenn náðu að landa stigi Þorsteinn Hjálmsson skrifar 15. október 2024 17:33 Björgvin Páll Gústavsson var óumdeild hetja Vals í kvöld. vísir/Anton Valsmenn náðu ótrúlegu jafntefli gegn Porto í kvöld í annarri umferð Evrópudeildarinnar í handbolta eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik. Lokatölur 27-27 þar sem Björgvin Páll Gústavsson var stórbrotinn í marki Vals. Valsmenn og FH-ingar blésu til handboltaveislu í kvöld í Kaplakrika þar sem bæði lið léku í Evrópudeildinni í handbolta. Tvíhöfði af stærri gerðinni. Uppselt var í Kaplakrika og öllu til tjaldað á 95 ára afmælisdegi Hafnarfjarðarliðsins. Valsmenn riðu á vaðið og mættu Porto. Björgvin Páll Gústavsson var í ham í seinni hálfleik.vísir/Anton Hófst leikurinn á markvarðarsýningu þar sem markverðir beggja liða skiptust á að verja. Eftir aðeins þriggja mínútna leik fékk hægri skytta Porto, Mamadou Soumaré, beint rautt spjald fyrir að skjóta í höfuð Björgvins Páls úr vítakasti. Stór, en hárréttur dómur strax í upphafi leiks. Fyrsta mark leiksins kom ekki fyrr en eftir um fjögurra mínútna leik og voru það Valsmenn sem skoruðu það. Valsmenn náðu þar með að vera einu skrefi á undan Porto fyrsta korter leiksins, en þá náðu Portúgalarnir að snúa leiknum sér í vil. Þorsteinn Leó Gunnarsson í hrömmum Alexanders Peterssonar.vísir/Anton Valsmenn áttu engin svör á sterkum varnarleik andstæðinganna og ef þeir náðu skoti þá var Sebastian Abrahamsson, markvörður Porto, í miklum ham og varði hvað eina sem kom að marki hans. Það var einmitt um þetta leyti sem Þorsteinn Leó Gunnarsson kom inn á völlinn og skoraði strax í sinni fyrstu sókn fyrir Porto, sem reyndist að lokum hans eina mark í leiknum þrátt fyrir fleiri tilraunir. Andri Finnsson fagnar marki geng Porto í kvöld.vísir/Anton Valsmenn þurftu að bíða í um sjö mínútur eftir marki á þessum kafla og staðan orðin 6-10 eftir 22. mínútna leik. Vandræðagangur Vals hélt áfram fram að hálfleik á meðan Porto jók forystu sína. Porto setti svo kirsuberið á kökuna í þessum fyrri hálfleik með sirkusmarki á lokasekúndu fyrri hálfleiksins. Staðan 9-16 í hálfleik og brekkan því brött fyrir heimamenn í þeim seinni. Björgvin Páll Gústavsson glaðbeittur í leiknum í kvöld.vísir/Anton Valsmenn mættu þó vel gíraðir inn í síðari hálfleikinn og þá sérstaklega markvörður liðsins, Björgvin Páll. Liðið náði strax 7-1 kafla og voru því aðeins einu marki frá því að jafna leikinn eftir aðeins 11 mínútur í síðari hálfleik. Porto náði þó að halda Val frá sér í eins til tveggja marka fjarlægð næstu mínútur. Á 45. mínútu fór rauða spjaldið aftur á loft þegar Leonel Fernandes braut á glórulausan hátt á Andra Finnssyni sem var kominn einn í gegn í hraðaupphlaupi. Ótrúlegt að láta sér það detta í hug að rífa aftan í mann í hraðaupphlaupi. Björgvin Páll Gústavsson var hetja Vals í kvöld en hann varði tuttugu skot og skoraði þrjú mörk.vísir/Anton Á 53. mínútu náðu Valsarar að jafna loksins leikinn, 23-23, og allt í járnum í smekkfullum Kaplakrika. Á lokamínútunum kom Björgvin Páll sínu liði í tvígang yfir með marki yfir allan völlinn og allt ætlaði um koll að keyra. Valsarar héldu að þeir væru að landa mögulega sigri þegar tæp ein og hálf mínúta var eftir og Andri Finnsson kom leiknum í tveggja marka mun, staðan 27-25. Porto tókst þó að jafna leikinn þegar aðeins tvær sekúndur voru eftir. Valur tók þá leikhlé og settu upp í skot fyrir Agnar Smára Jónsson frá miðju. Það gekk þó ekki upp og lauk leiknum því með jafntefli eftir ótrúlega endurkomu Vals. Ísak Gústafsson sækir að marki Porto og Mosfellingurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson tekur á móti honum.vísir/Anton Atvik leiksins Nóg af atvikum í þessum leik. Atvikið er þó þegar Björgvin Páll skoraði sitt þriðja mark í leiknum þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum og liðið komið í forystu. Allt ætlaði um koll að keyra þega boltinn söng í netinu eftir að þrír leikmenn Porto höfðu kastað sér á eftir skoti Björgvins. Agnar Smári Jónsson skoraði fjögur mörk í kvöld.vísir/Anton Stjörnur og skúrkar Skærasta stjarnan var Björgvin Páll, en hann þrífst hvað best í svona leikjum. Þrjú mörk, tvær stoðsendingar og 19 varin skot hjá landsliðsmarkverðinum. Viktor Sigurðsson stóð einnig upp úr hjá Val sóknarlega, en hann endaði markahæstur síns liðs með fimm mörk og stýrði sóknarleiknum ákaflega vel þegar Valsmenn snéru leiknum sér í vil. Skúrkurinn er Leonel Fernandes sem fékk seinna rauða spjald leiksins fyrir glórulaust brot á Andra Finnssyni sem var sloppinn einn í gegn í hraðaupphlaupi. Í raun algjör skömm af þessu broti. Óskar Bjarni Óskarsson hefur sagt eitthvað mjög gott við sína menn í hálfleik.vísir/Anton Dómarar Eistneskt dómarapar dæmdi þennan leik, Marion Kull og Alvar Tint. allt upp á tíu hjá þeim. Bæði rauðu spjöld leiksins voru hárrétt og þeir misstu aldrei leikinn frá sér þrátt fyrir mikla spennu í leiknum Stemning og umgjörð Þú býrð ekki til betri umgjörð á Íslandi í kringum íþróttakappleik heldur en var boðið upp á hér í kvöld. Stútfullur Kaplakriki á 95 ára afmæli FH þar sem Hafnarfjarðarliðið og Valsarar sameinuðu krafta sína. Stemningin var því eftir því og þá sérstaklega í jafn spennandi leik og boðið var upp á á milli Vals og Porto. Það sat ekki kjaftur á rassinum síðustu fimm mínútur leiksins. Þorsteinn Leó Gunnarsson gekk til liðs við Porto í sumar. Hann varð að sætta sig við eitt stig í kvöld.vísir/Anton Evrópudeild karla í handbolta Valur
Valsmenn náðu ótrúlegu jafntefli gegn Porto í kvöld í annarri umferð Evrópudeildarinnar í handbolta eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik. Lokatölur 27-27 þar sem Björgvin Páll Gústavsson var stórbrotinn í marki Vals. Valsmenn og FH-ingar blésu til handboltaveislu í kvöld í Kaplakrika þar sem bæði lið léku í Evrópudeildinni í handbolta. Tvíhöfði af stærri gerðinni. Uppselt var í Kaplakrika og öllu til tjaldað á 95 ára afmælisdegi Hafnarfjarðarliðsins. Valsmenn riðu á vaðið og mættu Porto. Björgvin Páll Gústavsson var í ham í seinni hálfleik.vísir/Anton Hófst leikurinn á markvarðarsýningu þar sem markverðir beggja liða skiptust á að verja. Eftir aðeins þriggja mínútna leik fékk hægri skytta Porto, Mamadou Soumaré, beint rautt spjald fyrir að skjóta í höfuð Björgvins Páls úr vítakasti. Stór, en hárréttur dómur strax í upphafi leiks. Fyrsta mark leiksins kom ekki fyrr en eftir um fjögurra mínútna leik og voru það Valsmenn sem skoruðu það. Valsmenn náðu þar með að vera einu skrefi á undan Porto fyrsta korter leiksins, en þá náðu Portúgalarnir að snúa leiknum sér í vil. Þorsteinn Leó Gunnarsson í hrömmum Alexanders Peterssonar.vísir/Anton Valsmenn áttu engin svör á sterkum varnarleik andstæðinganna og ef þeir náðu skoti þá var Sebastian Abrahamsson, markvörður Porto, í miklum ham og varði hvað eina sem kom að marki hans. Það var einmitt um þetta leyti sem Þorsteinn Leó Gunnarsson kom inn á völlinn og skoraði strax í sinni fyrstu sókn fyrir Porto, sem reyndist að lokum hans eina mark í leiknum þrátt fyrir fleiri tilraunir. Andri Finnsson fagnar marki geng Porto í kvöld.vísir/Anton Valsmenn þurftu að bíða í um sjö mínútur eftir marki á þessum kafla og staðan orðin 6-10 eftir 22. mínútna leik. Vandræðagangur Vals hélt áfram fram að hálfleik á meðan Porto jók forystu sína. Porto setti svo kirsuberið á kökuna í þessum fyrri hálfleik með sirkusmarki á lokasekúndu fyrri hálfleiksins. Staðan 9-16 í hálfleik og brekkan því brött fyrir heimamenn í þeim seinni. Björgvin Páll Gústavsson glaðbeittur í leiknum í kvöld.vísir/Anton Valsmenn mættu þó vel gíraðir inn í síðari hálfleikinn og þá sérstaklega markvörður liðsins, Björgvin Páll. Liðið náði strax 7-1 kafla og voru því aðeins einu marki frá því að jafna leikinn eftir aðeins 11 mínútur í síðari hálfleik. Porto náði þó að halda Val frá sér í eins til tveggja marka fjarlægð næstu mínútur. Á 45. mínútu fór rauða spjaldið aftur á loft þegar Leonel Fernandes braut á glórulausan hátt á Andra Finnssyni sem var kominn einn í gegn í hraðaupphlaupi. Ótrúlegt að láta sér það detta í hug að rífa aftan í mann í hraðaupphlaupi. Björgvin Páll Gústavsson var hetja Vals í kvöld en hann varði tuttugu skot og skoraði þrjú mörk.vísir/Anton Á 53. mínútu náðu Valsarar að jafna loksins leikinn, 23-23, og allt í járnum í smekkfullum Kaplakrika. Á lokamínútunum kom Björgvin Páll sínu liði í tvígang yfir með marki yfir allan völlinn og allt ætlaði um koll að keyra. Valsarar héldu að þeir væru að landa mögulega sigri þegar tæp ein og hálf mínúta var eftir og Andri Finnsson kom leiknum í tveggja marka mun, staðan 27-25. Porto tókst þó að jafna leikinn þegar aðeins tvær sekúndur voru eftir. Valur tók þá leikhlé og settu upp í skot fyrir Agnar Smára Jónsson frá miðju. Það gekk þó ekki upp og lauk leiknum því með jafntefli eftir ótrúlega endurkomu Vals. Ísak Gústafsson sækir að marki Porto og Mosfellingurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson tekur á móti honum.vísir/Anton Atvik leiksins Nóg af atvikum í þessum leik. Atvikið er þó þegar Björgvin Páll skoraði sitt þriðja mark í leiknum þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum og liðið komið í forystu. Allt ætlaði um koll að keyra þega boltinn söng í netinu eftir að þrír leikmenn Porto höfðu kastað sér á eftir skoti Björgvins. Agnar Smári Jónsson skoraði fjögur mörk í kvöld.vísir/Anton Stjörnur og skúrkar Skærasta stjarnan var Björgvin Páll, en hann þrífst hvað best í svona leikjum. Þrjú mörk, tvær stoðsendingar og 19 varin skot hjá landsliðsmarkverðinum. Viktor Sigurðsson stóð einnig upp úr hjá Val sóknarlega, en hann endaði markahæstur síns liðs með fimm mörk og stýrði sóknarleiknum ákaflega vel þegar Valsmenn snéru leiknum sér í vil. Skúrkurinn er Leonel Fernandes sem fékk seinna rauða spjald leiksins fyrir glórulaust brot á Andra Finnssyni sem var sloppinn einn í gegn í hraðaupphlaupi. Í raun algjör skömm af þessu broti. Óskar Bjarni Óskarsson hefur sagt eitthvað mjög gott við sína menn í hálfleik.vísir/Anton Dómarar Eistneskt dómarapar dæmdi þennan leik, Marion Kull og Alvar Tint. allt upp á tíu hjá þeim. Bæði rauðu spjöld leiksins voru hárrétt og þeir misstu aldrei leikinn frá sér þrátt fyrir mikla spennu í leiknum Stemning og umgjörð Þú býrð ekki til betri umgjörð á Íslandi í kringum íþróttakappleik heldur en var boðið upp á hér í kvöld. Stútfullur Kaplakriki á 95 ára afmæli FH þar sem Hafnarfjarðarliðið og Valsarar sameinuðu krafta sína. Stemningin var því eftir því og þá sérstaklega í jafn spennandi leik og boðið var upp á á milli Vals og Porto. Það sat ekki kjaftur á rassinum síðustu fimm mínútur leiksins. Þorsteinn Leó Gunnarsson gekk til liðs við Porto í sumar. Hann varð að sætta sig við eitt stig í kvöld.vísir/Anton
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik