Náin tengsl Eva Hauksdóttir skrifar 16. október 2024 10:46 Loksins er ég kominn með kennitölu en nú þarf ég að fá fjölskyldu mína til Íslands. Getur þú hjálpað mér að sækja um dvalarleyfi? Já, en þú verður að útvega gögn eins og hjúskaparvottorð og fæðingarvottorð o.fl. svo konan þín og dóttir geti komið. Ok. En hvað þarf ég að útvega fyrir frænda og hans fjölskyldu? Hmmm … Frændi getur ekki komið á grundvelli fjölskyldutengsla. Já en hann er alveg eins og bróðir minn. Bróðir þinn gæti heldur ekki fengið dvalarleyfi á þeirri forsendu. Systkini teljast ekki nánustu aðstandendur samkvæmt lögum. Ha? Hvernig má það vera? En afi, hann má þó örugglega koma? Hann er eldhress og getur alveg unnið þótt hann sé orðinn sjötugur. Nei, afi má ekki koma nema hann sé háður þér um umönnun. En ef hans börn væru hér þá mætti hann koma. Ah, þannig að mamma þarf að koma fyrst og svo er hægt að sækja um fyrir afa? Já, en sko mamma þín er of ung til að fá dvalarleyfi í gegnum þig. Ertu að segja að það sé bara konan mín og dætur sem geta fengið dvalarleyfi? Ef sótt er um á grundvelli fjölskyldutengsla já. En ekki sko eldri dóttir þín því hún er orðin 18 ára. En konan og yngri dóttirin geta komið. Það tekur að vísu heilt ár að fá dvalarleyfi fyrir þær en jú, þær teljast til nánustu aðstandenda. Við getum ekki skilið eldri dóttur okkar eina eftir. Nei, ég skil það en svona er þetta. Frændi má ekki koma, ekki afi, ekki mamma, ekki eldri dóttirin. En góðu fréttirnar eru þær að hundurinn þinn má koma. Stjórnvöld hafa alveg skilning á því að hundurinn geti ekki verið án þín. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Hælisleitendur Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Loksins er ég kominn með kennitölu en nú þarf ég að fá fjölskyldu mína til Íslands. Getur þú hjálpað mér að sækja um dvalarleyfi? Já, en þú verður að útvega gögn eins og hjúskaparvottorð og fæðingarvottorð o.fl. svo konan þín og dóttir geti komið. Ok. En hvað þarf ég að útvega fyrir frænda og hans fjölskyldu? Hmmm … Frændi getur ekki komið á grundvelli fjölskyldutengsla. Já en hann er alveg eins og bróðir minn. Bróðir þinn gæti heldur ekki fengið dvalarleyfi á þeirri forsendu. Systkini teljast ekki nánustu aðstandendur samkvæmt lögum. Ha? Hvernig má það vera? En afi, hann má þó örugglega koma? Hann er eldhress og getur alveg unnið þótt hann sé orðinn sjötugur. Nei, afi má ekki koma nema hann sé háður þér um umönnun. En ef hans börn væru hér þá mætti hann koma. Ah, þannig að mamma þarf að koma fyrst og svo er hægt að sækja um fyrir afa? Já, en sko mamma þín er of ung til að fá dvalarleyfi í gegnum þig. Ertu að segja að það sé bara konan mín og dætur sem geta fengið dvalarleyfi? Ef sótt er um á grundvelli fjölskyldutengsla já. En ekki sko eldri dóttir þín því hún er orðin 18 ára. En konan og yngri dóttirin geta komið. Það tekur að vísu heilt ár að fá dvalarleyfi fyrir þær en jú, þær teljast til nánustu aðstandenda. Við getum ekki skilið eldri dóttur okkar eina eftir. Nei, ég skil það en svona er þetta. Frændi má ekki koma, ekki afi, ekki mamma, ekki eldri dóttirin. En góðu fréttirnar eru þær að hundurinn þinn má koma. Stjórnvöld hafa alveg skilning á því að hundurinn geti ekki verið án þín. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar