Óvænt og taktískt útspil Sigurðar Inga Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. október 2024 19:16 Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Ívar Fyrstu skoðanakannanir eftir stjórnarslit gefa til kynna gríðarlega spennu en ekkert er fast í hendi, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Hún spáir því að VG eigi meira inni en kannanir gefi til kynna en Sjálfstæðismönnum gengur enn erfiðlega að afla fylgis til baka. Formaður Framsóknar setji þrýsting á kjósendur sem vilja ekki að hann falli af þingi að kjósa flokkinn. Dagurinn í dag markaði að vissu leyti endalok þeirrar atburðarásar sem hófst eftir stjórnarslit á sunnudag - og upphaf kosningabaráttunnar. Ráðherrar starfsstjórnar Bjarna Benediktssonar komu saman á sínum fyrsta fundi og fyrstu skoðanakannanir eftir stjórnarslitin voru sömuleiðis birtar. Í könnun Maskínu mælist Samfylkingin enn þá stærst, með um 22 prósenta fylgi, en dalar örlítið frá síðustu könnunum. Miðflokkurinn er áfram næststærstur og ekki er marktækur munur á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar. Þá hífa Vinstri græn sig upp fyrir fimm prósentin en þau hafa ekki verið að mælast inni á þingi að undanförnu. Í könnun Prósents sem unnin var fyrir Morgunblaðið kveður við svipaðan tón. Samfylkingin er stærst með um 25 prósenta fylgi, Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur í kringum fimmtán prósentin en Vinstri græn í öllu verri málum; með um tveggja prósenta fylgi og næðu ekki manni inn. Kannanir Prósents og Maskínu.Vísir Eva H. Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði segir muninn sem merkja má á könnunum tveimur að öllum líkindum skrifast á mismunandi samsetningu svarenda. „En við förum að sjá þetta á næstu tveimur þremur vikum þegar fylgið fer að fara í þau munstur sem maður sér þarna rétt fyrir kosningar en það sem maður getur líka lesið út úr þessu er að þetta er á rosalega mikilli hreyfingu. Þetta verður gríðarlega spennandi næstu vikurnar.“ Spáir því að VG eigi meira inni Þá virðist fylgið ekki að skila sér heim til Sjálfstæðisflokksins, eins og formaðurinn hafði vonast til eftir stjórnarslit. Og ljóst er að Vinstri græn eru ekki heldur í óskamálum. „En ég ætla samt sem áður að spá því að VG eigi aðeins meira inni en þetta, en eins og ég segi, ég hef aldrei unnið þessi veðmál þegar er verið að spá fyrir um úrslit kosninga,“ segir Eva. Það stefnir í það minnsta í átta til níu flokka á þingi og þriggja til fjögurra flokka ríkisstjórn. „Óteljandi möguleikar. Eða bara minnihlutastjórn með stuðningi einhvers flokks í þingi, það er líka alveg möguleiki sko,“ segir Eva. Og áfram hrannast inn framboðin. Aðstoðarmaður formanns Viðreisnar vill oddvitasætið í Norðvesturkjördæmi, formaður Rafiðnaðarsambandsins vill fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík - og formaður Framsóknarflokksins víkur fyrir orkumálastjóra í Suðurkjördæmi, í taktísku útspili. „Ef þau vilja Sigurð Inga inn, vilja vera örugg með hann inni, þá verða þau að kjósa flokkinn.“ Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Sjá meira
Dagurinn í dag markaði að vissu leyti endalok þeirrar atburðarásar sem hófst eftir stjórnarslit á sunnudag - og upphaf kosningabaráttunnar. Ráðherrar starfsstjórnar Bjarna Benediktssonar komu saman á sínum fyrsta fundi og fyrstu skoðanakannanir eftir stjórnarslitin voru sömuleiðis birtar. Í könnun Maskínu mælist Samfylkingin enn þá stærst, með um 22 prósenta fylgi, en dalar örlítið frá síðustu könnunum. Miðflokkurinn er áfram næststærstur og ekki er marktækur munur á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar. Þá hífa Vinstri græn sig upp fyrir fimm prósentin en þau hafa ekki verið að mælast inni á þingi að undanförnu. Í könnun Prósents sem unnin var fyrir Morgunblaðið kveður við svipaðan tón. Samfylkingin er stærst með um 25 prósenta fylgi, Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur í kringum fimmtán prósentin en Vinstri græn í öllu verri málum; með um tveggja prósenta fylgi og næðu ekki manni inn. Kannanir Prósents og Maskínu.Vísir Eva H. Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði segir muninn sem merkja má á könnunum tveimur að öllum líkindum skrifast á mismunandi samsetningu svarenda. „En við förum að sjá þetta á næstu tveimur þremur vikum þegar fylgið fer að fara í þau munstur sem maður sér þarna rétt fyrir kosningar en það sem maður getur líka lesið út úr þessu er að þetta er á rosalega mikilli hreyfingu. Þetta verður gríðarlega spennandi næstu vikurnar.“ Spáir því að VG eigi meira inni Þá virðist fylgið ekki að skila sér heim til Sjálfstæðisflokksins, eins og formaðurinn hafði vonast til eftir stjórnarslit. Og ljóst er að Vinstri græn eru ekki heldur í óskamálum. „En ég ætla samt sem áður að spá því að VG eigi aðeins meira inni en þetta, en eins og ég segi, ég hef aldrei unnið þessi veðmál þegar er verið að spá fyrir um úrslit kosninga,“ segir Eva. Það stefnir í það minnsta í átta til níu flokka á þingi og þriggja til fjögurra flokka ríkisstjórn. „Óteljandi möguleikar. Eða bara minnihlutastjórn með stuðningi einhvers flokks í þingi, það er líka alveg möguleiki sko,“ segir Eva. Og áfram hrannast inn framboðin. Aðstoðarmaður formanns Viðreisnar vill oddvitasætið í Norðvesturkjördæmi, formaður Rafiðnaðarsambandsins vill fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík - og formaður Framsóknarflokksins víkur fyrir orkumálastjóra í Suðurkjördæmi, í taktísku útspili. „Ef þau vilja Sigurð Inga inn, vilja vera örugg með hann inni, þá verða þau að kjósa flokkinn.“
Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu