Efast um lögmæti milljóna dala gjafa Musks til kjósenda Samúel Karl Ólason skrifar 21. október 2024 10:35 Elon Musk á kosningafundi í Pennsylvaníu um helgina. AP/Sean Simmers Auðjöfurinn Elon Musk hefur heitið því að gefa einum skráðum kjósenda í svokölluðum sveifluríkjum í Bandaríkjunum milljón dali á degi hverjum fram að kosningum. Sérfræðingar segja þetta mögulega ólöglegt og ríkisstjóri Pennsylvaínu hefur kallað eftir því að málið verði rannsakað. „Við viljum tryggja að allir kjósendur í sveifluríkjum viti af þessu og mig grunar að þetta muni tryggja það,“ sagði Musk á samfélagsmiðli sínum, X. Til þess að geta unnið milljón dali þurfa umræddir kjósendur þó að hafa skrifað undir undirskriftalista pólitískrar aðgerðanefndar (e. PAC) sem Musk hefur stofnað til stuðnings Donalds Trump. Undirskriftalistinn snýr að því að lýsa yfir stuðningi við ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna um málfrelsi og skotvopnaeign. Á vef aðgerðanefndarinnar segir að kjósendur í Pennsylvaníu, Georgíu, Nevada, Arizona, Michigan, Wisconsin og Norður-Karólínu eigi rétt á því að taka þátt. Þetta eru þau sjö ríki sem talið er að muni ráða úrslitum í forsetakosningunum þann 5. nóvember. Sjá einnig: Sér ekki á svörtu hjá „hinum útvalda“ Kjósendur sem skrifa undir eiga einnig rétt á 47 dölum í verðlaun fyrir hvern nýjan kjósenda sem þau fá til að skrifa einnig undir. Í Pennsylvaníu, sem þykir sérstaklega mikilvægt ríki í þessum kosningum, eiga rétt á hundrað dölum í stað 47. Musk gaf fyrstu milljón dala ávísunina á laugardaginn og aðra í gær. Sjá einnig: Bar fram samsæriskenningar á fyrsta kosningafundinum Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníu og fyrrverandi ríkissaksóknari, sagði í viðtali í gær að hann hefði áhyggjur af þessu útspili Musks, sem þegar hefur varið að minnsta kosti tíu milljörðum króna til stuðnings Trumps. Shapiro, sem er Demókrati, sagði Musk hafa rétt á skoðunum sínum en óljóst væri hvort þetta væri löglegt og það þyrfti að rannsaka málið. Hann neitaði að segja berum orðum hvort hann teldi útspil Musks ólöglegt. WATCH: Every day until Election Day, Elon Musk says he’ll give $1M to a voter who has signed his super PAC’s petition “in favor of free speech and the right to bear arms.”@JoshShapiroPA: “That is deeply concerning. ... It's something that law enforcement could take a look at." pic.twitter.com/2mZY1b5YaL— Meet the Press (@MeetThePress) October 20, 2024 Fleiri hafa lýst yfir efasemdum um að happdrætti Musks sé löglegt. Einn sérfræðingur í lögum um kosningum sem Washington Post ræddi við sagði ólöglegt að gefa fólki peninga fyrir atkvæði eða fyrir það að þau skráðu sig sem kjósendur. Fleiri hafa tekið undir það að um ólöglegt athæfi sé að ræða. Annar sérfræðingur sagði í samtali við AP fréttaveituna að það að skilgreina þátttöku við skráða kjósendur væri líklega brot á lögum. Það væri ekki beint verið að greiða fólki peninga fyrir að kjósa en þetta færri ansi nærri því. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Mætti á Fox í gær og á í viðræðum um viðtal við Rogan Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, var til viðtals á Fox News í gær og sitt sýnist hverjum um hvernig hún stóð sig. 17. október 2024 10:41 Kosningafundur breyttist í undarlegt diskótek Kosningafundur Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í Pennsylvaníu í gær breyttist í einhverskonar diskótek eftir að huga þurfti að tveimur áhorfendum í salnum. Í stað þess að svara spurningum úr sal, eins og til stóð, lét Trump spila tónlist í tæpar fjörutíu mínútur á meðan hann stóð á sviðinu og vaggaði sér. 15. október 2024 11:40 Leggur til að beita hernum gegn andstæðingum sínum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist mögulega vilja siga þjóðvarðliði ríkisins eða bandaríska hernum, gegn „innri óvinum“. Fólki sem hann lýsti um helgina sem „öfga-, vinstri geðsjúklingum“ en slíka orðræðu hefur hann ítrekað notað um pólitíska andstæðinga sína. 14. október 2024 14:01 Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Sjá meira
„Við viljum tryggja að allir kjósendur í sveifluríkjum viti af þessu og mig grunar að þetta muni tryggja það,“ sagði Musk á samfélagsmiðli sínum, X. Til þess að geta unnið milljón dali þurfa umræddir kjósendur þó að hafa skrifað undir undirskriftalista pólitískrar aðgerðanefndar (e. PAC) sem Musk hefur stofnað til stuðnings Donalds Trump. Undirskriftalistinn snýr að því að lýsa yfir stuðningi við ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna um málfrelsi og skotvopnaeign. Á vef aðgerðanefndarinnar segir að kjósendur í Pennsylvaníu, Georgíu, Nevada, Arizona, Michigan, Wisconsin og Norður-Karólínu eigi rétt á því að taka þátt. Þetta eru þau sjö ríki sem talið er að muni ráða úrslitum í forsetakosningunum þann 5. nóvember. Sjá einnig: Sér ekki á svörtu hjá „hinum útvalda“ Kjósendur sem skrifa undir eiga einnig rétt á 47 dölum í verðlaun fyrir hvern nýjan kjósenda sem þau fá til að skrifa einnig undir. Í Pennsylvaníu, sem þykir sérstaklega mikilvægt ríki í þessum kosningum, eiga rétt á hundrað dölum í stað 47. Musk gaf fyrstu milljón dala ávísunina á laugardaginn og aðra í gær. Sjá einnig: Bar fram samsæriskenningar á fyrsta kosningafundinum Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníu og fyrrverandi ríkissaksóknari, sagði í viðtali í gær að hann hefði áhyggjur af þessu útspili Musks, sem þegar hefur varið að minnsta kosti tíu milljörðum króna til stuðnings Trumps. Shapiro, sem er Demókrati, sagði Musk hafa rétt á skoðunum sínum en óljóst væri hvort þetta væri löglegt og það þyrfti að rannsaka málið. Hann neitaði að segja berum orðum hvort hann teldi útspil Musks ólöglegt. WATCH: Every day until Election Day, Elon Musk says he’ll give $1M to a voter who has signed his super PAC’s petition “in favor of free speech and the right to bear arms.”@JoshShapiroPA: “That is deeply concerning. ... It's something that law enforcement could take a look at." pic.twitter.com/2mZY1b5YaL— Meet the Press (@MeetThePress) October 20, 2024 Fleiri hafa lýst yfir efasemdum um að happdrætti Musks sé löglegt. Einn sérfræðingur í lögum um kosningum sem Washington Post ræddi við sagði ólöglegt að gefa fólki peninga fyrir atkvæði eða fyrir það að þau skráðu sig sem kjósendur. Fleiri hafa tekið undir það að um ólöglegt athæfi sé að ræða. Annar sérfræðingur sagði í samtali við AP fréttaveituna að það að skilgreina þátttöku við skráða kjósendur væri líklega brot á lögum. Það væri ekki beint verið að greiða fólki peninga fyrir að kjósa en þetta færri ansi nærri því.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Mætti á Fox í gær og á í viðræðum um viðtal við Rogan Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, var til viðtals á Fox News í gær og sitt sýnist hverjum um hvernig hún stóð sig. 17. október 2024 10:41 Kosningafundur breyttist í undarlegt diskótek Kosningafundur Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í Pennsylvaníu í gær breyttist í einhverskonar diskótek eftir að huga þurfti að tveimur áhorfendum í salnum. Í stað þess að svara spurningum úr sal, eins og til stóð, lét Trump spila tónlist í tæpar fjörutíu mínútur á meðan hann stóð á sviðinu og vaggaði sér. 15. október 2024 11:40 Leggur til að beita hernum gegn andstæðingum sínum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist mögulega vilja siga þjóðvarðliði ríkisins eða bandaríska hernum, gegn „innri óvinum“. Fólki sem hann lýsti um helgina sem „öfga-, vinstri geðsjúklingum“ en slíka orðræðu hefur hann ítrekað notað um pólitíska andstæðinga sína. 14. október 2024 14:01 Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Sjá meira
Mætti á Fox í gær og á í viðræðum um viðtal við Rogan Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, var til viðtals á Fox News í gær og sitt sýnist hverjum um hvernig hún stóð sig. 17. október 2024 10:41
Kosningafundur breyttist í undarlegt diskótek Kosningafundur Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í Pennsylvaníu í gær breyttist í einhverskonar diskótek eftir að huga þurfti að tveimur áhorfendum í salnum. Í stað þess að svara spurningum úr sal, eins og til stóð, lét Trump spila tónlist í tæpar fjörutíu mínútur á meðan hann stóð á sviðinu og vaggaði sér. 15. október 2024 11:40
Leggur til að beita hernum gegn andstæðingum sínum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist mögulega vilja siga þjóðvarðliði ríkisins eða bandaríska hernum, gegn „innri óvinum“. Fólki sem hann lýsti um helgina sem „öfga-, vinstri geðsjúklingum“ en slíka orðræðu hefur hann ítrekað notað um pólitíska andstæðinga sína. 14. október 2024 14:01