Förum á trúnó! Katrín Þrastardóttir skrifar 22. október 2024 11:02 Í amstri dagsins getur verið breytilegt hvar í forgangsröðuninni ástarsambandið lendir. Í tilhugalífinu kemst fátt annað að en tilvonandi maki og erum við mörg vakin og sofin yfir samskiptum, hittingum, nánd og spenningi. Þegar við höfum svo landað laxinum og árin líða bætist við heimili og jafnvel börn eða hundur. Spenningurinn dvínar og alvara lífsins tekur við. Mörg fara þá að forgangsraða börnunum, uppeldinu, vinnunni og félagslífinu ofar en makanum. Þegar það gerist dregur oft úr tilfinningalegri nánd í sambandinu. Þarf að bregðast við því ? og ef já, þá hvernig? Tilfinningaleg nánd leggur sterkan grunn að góðu parsambandi og er grunnforsenda fyrir því að viðhalda heilbrigðu langtíma sambandi. Tilfinningaleg nánd er djúp tenging á milli tveggja aðila sem einkennist af sameiginlegum skilningi, samkennd og trausti. Það er getan til að eiga í opnum samskiptum um tilfinningar sínar, hugsanir og upplifanir. Í því felst að þekkja maka sinn inn og út og vinna að því statt og stöðugt að tengjast tilfinningalega. Góðar leiðir til þess að viðhalda og styrkja tilfinningalega nánd í ástarsambandinu er að venja sig á að sýna maka sínum blíðuhót daglega, létt snerting, faðmlag eða koss kemur okkur langt í amstri dagsins. Falleg orð sem sýna væntumþykju, viðvik og að verja tíma saman styrkir tilfinningatengslin okkar. Það getur verið gaman og ganglegt að skipuleggja tilkomumikil stefnumót en vellukkuð leiðindastund heimafyrir skilar líka miklu í bankann. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta um að gefa sér tíma til að eiga í innihaldsríkum samræðum um vonir og væntingar okkar til lífsins og sambandsins, drauma okkar og ótta – á mannamáli, fara reglulega á trúnó! Sé upplifun okkar sú að sambandið hafi glatað tilfinningalegri nánd og við rötum ekki til baka er mjög gagnlegt að leita sér aðstoðar. Fjölskyldufræðingar hafa lokið klínísku námi og veita meðferð fyrir pör byggða á gagnreyndum aðferðum. Fjölskyldumeðferð byggir meðal annars á tengslakenningum þar sem gengið er út frá því að tengslastíllinn sem við þróum í æsku fylgi okkur inn í ástarsambönd á fullorðinsárum. Tengslastíll okkar hefur áhrif á hvernig við eigum í samskiptum, tökumst á við áskoranir og færni okkar til að hlúa að tilfinningalegri nánd. Höfundur er fjölskyldufræðingur hjá Auðnast Klíník. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Skoðun Jól, hátíð kærleikar og friðar - eða hvað? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stúdentar á milli steins og sleggju Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar Skoðun Hallalaus fjölmiðlaumfjöllun Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stöndum við loforðin Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Það þarf að kyngja klúðrinu Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Komin út í skurð Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Verksmiðjubúskapur og jólahátíðin Þóra Hlín Friðriksdóttir skrifar Skoðun Kristni er miklu meira en menningarleg arfleifð Einar Baldvin Árnason skrifar Sjá meira
Í amstri dagsins getur verið breytilegt hvar í forgangsröðuninni ástarsambandið lendir. Í tilhugalífinu kemst fátt annað að en tilvonandi maki og erum við mörg vakin og sofin yfir samskiptum, hittingum, nánd og spenningi. Þegar við höfum svo landað laxinum og árin líða bætist við heimili og jafnvel börn eða hundur. Spenningurinn dvínar og alvara lífsins tekur við. Mörg fara þá að forgangsraða börnunum, uppeldinu, vinnunni og félagslífinu ofar en makanum. Þegar það gerist dregur oft úr tilfinningalegri nánd í sambandinu. Þarf að bregðast við því ? og ef já, þá hvernig? Tilfinningaleg nánd leggur sterkan grunn að góðu parsambandi og er grunnforsenda fyrir því að viðhalda heilbrigðu langtíma sambandi. Tilfinningaleg nánd er djúp tenging á milli tveggja aðila sem einkennist af sameiginlegum skilningi, samkennd og trausti. Það er getan til að eiga í opnum samskiptum um tilfinningar sínar, hugsanir og upplifanir. Í því felst að þekkja maka sinn inn og út og vinna að því statt og stöðugt að tengjast tilfinningalega. Góðar leiðir til þess að viðhalda og styrkja tilfinningalega nánd í ástarsambandinu er að venja sig á að sýna maka sínum blíðuhót daglega, létt snerting, faðmlag eða koss kemur okkur langt í amstri dagsins. Falleg orð sem sýna væntumþykju, viðvik og að verja tíma saman styrkir tilfinningatengslin okkar. Það getur verið gaman og ganglegt að skipuleggja tilkomumikil stefnumót en vellukkuð leiðindastund heimafyrir skilar líka miklu í bankann. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta um að gefa sér tíma til að eiga í innihaldsríkum samræðum um vonir og væntingar okkar til lífsins og sambandsins, drauma okkar og ótta – á mannamáli, fara reglulega á trúnó! Sé upplifun okkar sú að sambandið hafi glatað tilfinningalegri nánd og við rötum ekki til baka er mjög gagnlegt að leita sér aðstoðar. Fjölskyldufræðingar hafa lokið klínísku námi og veita meðferð fyrir pör byggða á gagnreyndum aðferðum. Fjölskyldumeðferð byggir meðal annars á tengslakenningum þar sem gengið er út frá því að tengslastíllinn sem við þróum í æsku fylgi okkur inn í ástarsambönd á fullorðinsárum. Tengslastíll okkar hefur áhrif á hvernig við eigum í samskiptum, tökumst á við áskoranir og færni okkar til að hlúa að tilfinningalegri nánd. Höfundur er fjölskyldufræðingur hjá Auðnast Klíník.
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun