Ekki fleiri tímabundna plástra Karólína Helga Símonardóttir skrifar 23. október 2024 14:31 Hvernig stendur á því að við erum enn þá, árið 2024 að slökkva elda í staðin fyrir að styrkja forvarnir? Mér finnst ég svolítið hafa nefnt þetta oft á síðustu 10 árum, en það hefur lítið gerst í samfélaginu. Jú nema einhver ný hugtök litið dagsins ljós og kannski ein og ein skýrsla. Forvarnir gleymast alltof oft þegar fjármunum er deilt.En það að fjárfesta í forvörnum þá er verið að fjárfesta í ávinningi, t.d. náum við að koma í veg fyrir vandamál og búum þannig til heilbrigðari, öruggari og sjálfbærari samfélög. Í hugmyndafræði fyrirtækja eru oft nokkrir punktar taldir upp sem ákveðin rauð flögg T.d. „Mikið áreiti skapast við að vera ítrekað að slökkva elda, en fá svo sömu vandamál aftur upp í hendurnar.” Það er í rauninni allt of algengt hjá ríki og sveitarfélögum að þar sé viðhöfð sú aðferðafræði að kaupa sér tíma með “tímabundnum plástrum” í stað þess að fjárfesta í farsælum, langtíma lausnum til þess að leysa rót vandans. Forvarnir geta verið að ýmsum toga en ef við horfum til menntastofnana samfélagsins og félagslegra forvarna þá er margt sem stjórnvöld geta gert betur. Í menntun felur það í sér snemmtæka íhlutun sem og fleiri þætti í námi og kennslu. Það að geta greint og tekist á við vandamál snemma þá er hægt að koma í veg fyrir stærri fræðileg og félagsleg vandamál síðar. Það að geta gripið nemandann og aðstoðað hann í gegnum hindranir, kennir nemandanum einnig að takast á við hindranir í lífinu seinna meir. ….En….. Það þarf að vera rými fyrir kennara til þess að geta gripið nemendur. Kennarar þurfa fá svigrúm inn í starfinu sínu til þess að viðhalda mannlegu gildunum. Það þarf að vera gott starfsumhverfi, með viðunandi kjörum fyrir kennara. Það þurfa einnig að vera viðunandi starfsaðstæður. Forvarnir snúa líka að viðhaldi húsnæðis, lóða og á búnaði. Hvernig rýmin eru, hvort loft og hljóðvist sé í lagi. Hvort til séu ferlar og reglur sem snúa að öryggi starfsmanna og nemenda, og þeim fylgt eftir. Ef þessar forvarnir eru í lagi þá er hægt að draga úr líkum á vinnutengdum veikindum, slysum og vernda bæði starfsmenn og nemendur. Ekkert af þessu gengur upp nema ráðamenn þjóðarinnar og sveitarfélaga byrja fyrir alvöru að því að vinna að rót vandans með metnaðarfullri framtíðarsýn. Höfundur er varabæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði og fulltrúi í Fræðsluráði Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Hvernig stendur á því að við erum enn þá, árið 2024 að slökkva elda í staðin fyrir að styrkja forvarnir? Mér finnst ég svolítið hafa nefnt þetta oft á síðustu 10 árum, en það hefur lítið gerst í samfélaginu. Jú nema einhver ný hugtök litið dagsins ljós og kannski ein og ein skýrsla. Forvarnir gleymast alltof oft þegar fjármunum er deilt.En það að fjárfesta í forvörnum þá er verið að fjárfesta í ávinningi, t.d. náum við að koma í veg fyrir vandamál og búum þannig til heilbrigðari, öruggari og sjálfbærari samfélög. Í hugmyndafræði fyrirtækja eru oft nokkrir punktar taldir upp sem ákveðin rauð flögg T.d. „Mikið áreiti skapast við að vera ítrekað að slökkva elda, en fá svo sömu vandamál aftur upp í hendurnar.” Það er í rauninni allt of algengt hjá ríki og sveitarfélögum að þar sé viðhöfð sú aðferðafræði að kaupa sér tíma með “tímabundnum plástrum” í stað þess að fjárfesta í farsælum, langtíma lausnum til þess að leysa rót vandans. Forvarnir geta verið að ýmsum toga en ef við horfum til menntastofnana samfélagsins og félagslegra forvarna þá er margt sem stjórnvöld geta gert betur. Í menntun felur það í sér snemmtæka íhlutun sem og fleiri þætti í námi og kennslu. Það að geta greint og tekist á við vandamál snemma þá er hægt að koma í veg fyrir stærri fræðileg og félagsleg vandamál síðar. Það að geta gripið nemandann og aðstoðað hann í gegnum hindranir, kennir nemandanum einnig að takast á við hindranir í lífinu seinna meir. ….En….. Það þarf að vera rými fyrir kennara til þess að geta gripið nemendur. Kennarar þurfa fá svigrúm inn í starfinu sínu til þess að viðhalda mannlegu gildunum. Það þarf að vera gott starfsumhverfi, með viðunandi kjörum fyrir kennara. Það þurfa einnig að vera viðunandi starfsaðstæður. Forvarnir snúa líka að viðhaldi húsnæðis, lóða og á búnaði. Hvernig rýmin eru, hvort loft og hljóðvist sé í lagi. Hvort til séu ferlar og reglur sem snúa að öryggi starfsmanna og nemenda, og þeim fylgt eftir. Ef þessar forvarnir eru í lagi þá er hægt að draga úr líkum á vinnutengdum veikindum, slysum og vernda bæði starfsmenn og nemendur. Ekkert af þessu gengur upp nema ráðamenn þjóðarinnar og sveitarfélaga byrja fyrir alvöru að því að vinna að rót vandans með metnaðarfullri framtíðarsýn. Höfundur er varabæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði og fulltrúi í Fræðsluráði Hafnarfjarðar.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar