Hugleiðingar um kjör og starfsumhverfi kennara Þórgunnur Stefánsdóttir skrifar 23. október 2024 19:01 Hvers vegna fjölgar þeim stöðugt sem velja að vinna á öðrum starfsvettvangi en þeim sem þeir menntuðu sig til? Hér er ég að vísa til kennarastéttarinnar en ljóst er að þeim fækkar sífellt sem velja að gerast kennarar. Það er meiri eftirspurn eftir kennurum heldur en framboð og margir þeirra sem hafa menntað sig í faginu hafa ekki skilað sér inn í skólana, þrátt fyrir öll þessi frí og önnur hlunnindi sem svo mörgum verður tíðrætt um. Þetta er niðurstaðan af þróun á kjörum og starfsumhverfi kennara undanfarin ár og jafnvel áratugi. Á almennum vinnumarkaði leiðir slík staða gjarnan til þess að starfskjör batna þar til viðkomandi fyrirtæki eða atvinnugrein er orðin samkeppnisfær um starfsfólk. Þeir sem ekki ná að gera það verða einfaldlega undir í samkeppninni. Hjá hinu opinbera virðist lausnin eiga að felast í því að vera með undirmannaða starfsgrein og slá af kröfum með því að fylla í skarðið með aðilum sem hafa hvorki tilskylda menntun né reynslu í starfið. Samhliða hefur verkefnum fjölgað og flækjustig aukist án þess að því sé fylgt eftir með nægu fjármagni til að hægt sé að tryggja mönnun og aðföng til að leysa þessi verkefni. Þeim er einfaldlega bætt á þá sem fyrir eru og ætlast til að hlutirnir gangi bara upp af sjálfu sér. Afleiðingarnar eru aukið álag sem leiðir af sér aukin veikindi og að erfiðara er að fá menntað fagfólk til starfa. Til lengri tíma er hætt við að þetta skili sér í minni gæðum og minni árangri í skólastarfi. Önnur leið til að segja þetta er að skólarnir okkar og menntakerfið verður undir í samkeppninni. Mælingar sem stundum er vísað til eins og margumrædd PISA könnun virðist benda til að þetta sé þegar orðin niðurstaðan. Ef svona staða kemur upp hjá fyrirtækjum í einkageiranum er það oftast talið á ábyrgð stjórnar og forstjóra viðkomandi fyrirtækis. Í tilviki skólanna tíðkast hins vegar að skella skuldinni á starfsfólkið, kennarana sem þó eru enn að störfum í skólunum. Kannski er það bara ekki undarlegt að fólk hugsi sig um tvisvar áður en það velur að gefa kost á sér inn í þetta starfsumhverfi. Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Hvers vegna fjölgar þeim stöðugt sem velja að vinna á öðrum starfsvettvangi en þeim sem þeir menntuðu sig til? Hér er ég að vísa til kennarastéttarinnar en ljóst er að þeim fækkar sífellt sem velja að gerast kennarar. Það er meiri eftirspurn eftir kennurum heldur en framboð og margir þeirra sem hafa menntað sig í faginu hafa ekki skilað sér inn í skólana, þrátt fyrir öll þessi frí og önnur hlunnindi sem svo mörgum verður tíðrætt um. Þetta er niðurstaðan af þróun á kjörum og starfsumhverfi kennara undanfarin ár og jafnvel áratugi. Á almennum vinnumarkaði leiðir slík staða gjarnan til þess að starfskjör batna þar til viðkomandi fyrirtæki eða atvinnugrein er orðin samkeppnisfær um starfsfólk. Þeir sem ekki ná að gera það verða einfaldlega undir í samkeppninni. Hjá hinu opinbera virðist lausnin eiga að felast í því að vera með undirmannaða starfsgrein og slá af kröfum með því að fylla í skarðið með aðilum sem hafa hvorki tilskylda menntun né reynslu í starfið. Samhliða hefur verkefnum fjölgað og flækjustig aukist án þess að því sé fylgt eftir með nægu fjármagni til að hægt sé að tryggja mönnun og aðföng til að leysa þessi verkefni. Þeim er einfaldlega bætt á þá sem fyrir eru og ætlast til að hlutirnir gangi bara upp af sjálfu sér. Afleiðingarnar eru aukið álag sem leiðir af sér aukin veikindi og að erfiðara er að fá menntað fagfólk til starfa. Til lengri tíma er hætt við að þetta skili sér í minni gæðum og minni árangri í skólastarfi. Önnur leið til að segja þetta er að skólarnir okkar og menntakerfið verður undir í samkeppninni. Mælingar sem stundum er vísað til eins og margumrædd PISA könnun virðist benda til að þetta sé þegar orðin niðurstaðan. Ef svona staða kemur upp hjá fyrirtækjum í einkageiranum er það oftast talið á ábyrgð stjórnar og forstjóra viðkomandi fyrirtækis. Í tilviki skólanna tíðkast hins vegar að skella skuldinni á starfsfólkið, kennarana sem þó eru enn að störfum í skólunum. Kannski er það bara ekki undarlegt að fólk hugsi sig um tvisvar áður en það velur að gefa kost á sér inn í þetta starfsumhverfi. Höfundur er kennari
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun