Ó nei, ekki aftur! Leyfisveitingar fyrir Hvammsvirkjun Margrét Erlendsdóttir skrifar 26. október 2024 20:02 Meiri hluti sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps veitti á ný framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun á sveitarstjórnarfundi 24. október síðastliðinn. Áður hafði meiri hlutinn veitt leyfi fyrir framkvæmdinni 14. júní 2023 en degi síðar voru forsendur þess brostnar þegar úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi leyfi Orkustofnunar fyrir sömu framkvæmd (mál 3/2023). Ákvörðun úrskurðarnefndarinnar afhjúpaði slæleg vinnubrögð, þekkingarleysi og veikburða stjórnsýslu sem varð til þess að grundvallarþættir vatnalöggjafarinnar til verndar náttúrunni voru hunsaðir. Þetta var áfellisdómur sem á sér ekki fordæmi hér á landi. Nú hefur Orkustofnun á ný veitt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun en líkt og áður virðist sú ákvörðun byggð á ótraustum grunni. Um leið og ákvörðunin lá fyrir og áður en að hún hafði verið birt, beið sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps ekki boðanna (nema hún hafi kannski verið komin með boð frá Landsvirkjun), nú skyldi halda sveitarstjórnarfund með hraði til að veita framkvæmdaleyfi fyrir virkjuninni. Sorglegur sveitarstjórnarfundur Sveitarstjórnarfundir skulu vera opnir og borgurunum heimil áheyrn að umræðu og ákvörðunum sem þar fara fram. Þetta nýtti ég mér ásamt nokkrum öðrum sem urðum þar með vitni að þessum sorglega fundi. Sá eini fulltrúi íbúa í sveitarstjórn sem horfist í augu við hve skelfileg, röng og afdrifarík ákvörðun það er að heimila byggingu Hvammsvirkjunar í Þjórsá dró það vel fram á fundinum. Ekki varð annað séð en að aðrir sveitarstjórnarfulltrúar leggðu við hlustir, væri sumum nokkuð órótt og liði illa. Það er skiljanlegt því flestu vel meinandi fólki hlýtur að finnast óþægilegt að standa að baki stórum ákvörðunum sem það í hjarta sínu veit að eru rangar, skaðlegar og óafturkræfar. En þannig var það á þessum fundi og atkvæðin féllu eins og vitað var fyrir, fjórir kusu með og einn á móti. Hvaða afl það er sem lyftir höndum fólks til samþykkis við svona aðstæður get ég auðvitað ekki vitað. Mig grunar þó að hræðsla vegi þar þungt. Landsvirkjun býr yfir mikilli orku og beitir því afli á ýmsa lund, að því er virðist m.a. til að lyfta höndum sveitarstjórnarmanna þegar taka þarf vondar ákvarðanir. Aðkoma og íhlutun stjórnmálamanna í tíð þeirra fjölmörgu ríkisstjórna sem setið hafa frá því að harmsagan um Hvammsvirkjun hófst fyrir rúmum tuttugu árum er svo kapítuli út af fyrir sig. Að óttast sinn eigin málflutning Á sveitarstjórnarfundinum í Árnesi var það fyrst og fremst oddvitinn sem reyndi að andæfa rökum sveitarstjórnarfulltrúans sem mælti gegn leyfisveitingunni. Aðrir mæltu fátt, jafnvel ekkert. Við áheyrendur sátum hljóð, enda réttur okkar einungis að hlusta en sá réttur er skýr. Það kom mér hins vegar á óvart þegar oddvitinn beindi máli sínu til mín og spurði ásakandi hvor ég væri að taka fundinn upp. Ég svaraði sem satt var að svo væri ekki en þá krafðist hann þess að ég afhenti honum síma minn svo hann gæti gengið úr skugga um hið sanna í málinu. Ekki þarf mörg orð um lyktir málsins en mér gafst tækifæri til að benda oddvitanum á að sveitarstjórnin hefði átt að sjá sóma sinn í því að útvarpa frá fundinum um þetta afdrifaríka mál sem er svo sannarlega ekki einkamál þeirra sem þar sátu. Þetta furðulega atvik hefur leitt huga minn að því hvers vegna oddvitinn óttaðist svo mjög að fundurinn hefði verið tekinn upp. Eftir á að hyggja skil ég það núna. Hann óttast líklega sinn eigin málflutning og vill því skiljanlega að orð hans varðveitist ekki, heldur hverfi í tímans þunga nið. Hvað sem því líður mun sagan engu að síður dæma hann og aðra þá sem berjast með oddi og egg fyrir eyðileggingunni sem áformuð er í anddyri Þjórsárdals í Gnúpverjahreppi. Höfundur er fædd og uppalin í Gnúpverjahreppi með sterk tengsl við sveitina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvammsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Meiri hluti sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps veitti á ný framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun á sveitarstjórnarfundi 24. október síðastliðinn. Áður hafði meiri hlutinn veitt leyfi fyrir framkvæmdinni 14. júní 2023 en degi síðar voru forsendur þess brostnar þegar úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi leyfi Orkustofnunar fyrir sömu framkvæmd (mál 3/2023). Ákvörðun úrskurðarnefndarinnar afhjúpaði slæleg vinnubrögð, þekkingarleysi og veikburða stjórnsýslu sem varð til þess að grundvallarþættir vatnalöggjafarinnar til verndar náttúrunni voru hunsaðir. Þetta var áfellisdómur sem á sér ekki fordæmi hér á landi. Nú hefur Orkustofnun á ný veitt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun en líkt og áður virðist sú ákvörðun byggð á ótraustum grunni. Um leið og ákvörðunin lá fyrir og áður en að hún hafði verið birt, beið sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps ekki boðanna (nema hún hafi kannski verið komin með boð frá Landsvirkjun), nú skyldi halda sveitarstjórnarfund með hraði til að veita framkvæmdaleyfi fyrir virkjuninni. Sorglegur sveitarstjórnarfundur Sveitarstjórnarfundir skulu vera opnir og borgurunum heimil áheyrn að umræðu og ákvörðunum sem þar fara fram. Þetta nýtti ég mér ásamt nokkrum öðrum sem urðum þar með vitni að þessum sorglega fundi. Sá eini fulltrúi íbúa í sveitarstjórn sem horfist í augu við hve skelfileg, röng og afdrifarík ákvörðun það er að heimila byggingu Hvammsvirkjunar í Þjórsá dró það vel fram á fundinum. Ekki varð annað séð en að aðrir sveitarstjórnarfulltrúar leggðu við hlustir, væri sumum nokkuð órótt og liði illa. Það er skiljanlegt því flestu vel meinandi fólki hlýtur að finnast óþægilegt að standa að baki stórum ákvörðunum sem það í hjarta sínu veit að eru rangar, skaðlegar og óafturkræfar. En þannig var það á þessum fundi og atkvæðin féllu eins og vitað var fyrir, fjórir kusu með og einn á móti. Hvaða afl það er sem lyftir höndum fólks til samþykkis við svona aðstæður get ég auðvitað ekki vitað. Mig grunar þó að hræðsla vegi þar þungt. Landsvirkjun býr yfir mikilli orku og beitir því afli á ýmsa lund, að því er virðist m.a. til að lyfta höndum sveitarstjórnarmanna þegar taka þarf vondar ákvarðanir. Aðkoma og íhlutun stjórnmálamanna í tíð þeirra fjölmörgu ríkisstjórna sem setið hafa frá því að harmsagan um Hvammsvirkjun hófst fyrir rúmum tuttugu árum er svo kapítuli út af fyrir sig. Að óttast sinn eigin málflutning Á sveitarstjórnarfundinum í Árnesi var það fyrst og fremst oddvitinn sem reyndi að andæfa rökum sveitarstjórnarfulltrúans sem mælti gegn leyfisveitingunni. Aðrir mæltu fátt, jafnvel ekkert. Við áheyrendur sátum hljóð, enda réttur okkar einungis að hlusta en sá réttur er skýr. Það kom mér hins vegar á óvart þegar oddvitinn beindi máli sínu til mín og spurði ásakandi hvor ég væri að taka fundinn upp. Ég svaraði sem satt var að svo væri ekki en þá krafðist hann þess að ég afhenti honum síma minn svo hann gæti gengið úr skugga um hið sanna í málinu. Ekki þarf mörg orð um lyktir málsins en mér gafst tækifæri til að benda oddvitanum á að sveitarstjórnin hefði átt að sjá sóma sinn í því að útvarpa frá fundinum um þetta afdrifaríka mál sem er svo sannarlega ekki einkamál þeirra sem þar sátu. Þetta furðulega atvik hefur leitt huga minn að því hvers vegna oddvitinn óttaðist svo mjög að fundurinn hefði verið tekinn upp. Eftir á að hyggja skil ég það núna. Hann óttast líklega sinn eigin málflutning og vill því skiljanlega að orð hans varðveitist ekki, heldur hverfi í tímans þunga nið. Hvað sem því líður mun sagan engu að síður dæma hann og aðra þá sem berjast með oddi og egg fyrir eyðileggingunni sem áformuð er í anddyri Þjórsárdals í Gnúpverjahreppi. Höfundur er fædd og uppalin í Gnúpverjahreppi með sterk tengsl við sveitina.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun