Erum við í ofbeldissambandi? Ágústa Árnadóttir skrifar 27. október 2024 06:31 Við verðum að horfast í augu við þá sársaukafullu hugmynd að við, Íslendingar, gætum verið föst í ofbeldissambandi. Ekki við einstaklinga í nánasta umhverfi okkar, heldur við sjálft kerfið sem átti að vernda okkur – stjórnvöld, bankakerfið og alla þá félagslegu strúktúra sem við treystum á. Kerfið, sem var sett á fót til að styðja okkur, hefur smám saman breyst í ósýnilegan kúgara. Þetta kerfi er ekki lengur til þess að efla okkur og styrkja heldur þvingar okkur í stöðugt ójafnvægi, með sívaxandi kröfum um meira vinnuframlag og sífellt minni umbun. Í stað þess að byggja upp von og bæta lífsgæði okkar, hefur það stigið svo þungt á okkur að við erum hætt að finna fyrir raunverulegri von. Hvað varð um loforðin? Við lifum í samfélagi þar sem margir trúa því að þjáning sé eðlilegur hluti af daglegu lífi, eins og hún sé óhjákvæmileg. Við erum á hverjum degi minnt á það með vaxandi skuldsetningu, verðbólgu og stöðugum þrýstingi um að leggja meira á okkur. Það er aldrei nóg – aldrei nóg að vinna, aldrei nóg að spara, aldrei nóg að reyna. Hvað varð um öryggið sem kerfið átti að veita okkur? Hvað varð um loforðin um að samfélagið myndi standa með okkur, hjálpa okkur að dafna og byggja betra líf? Við höfum, hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eða ekki, orðið meðvirk með kerfi sem hagnýtir okkur og reynir að láta okkur trúa því að þetta ástand sé okkar eigin sök. Í stað þess að finna fyrir stuðningi, er okkur sagt að við séum ekki að leggja nógu mikið á okkur. Við þurfum bara að vinna meira, spara meira, vera þolinmóðari. En staðreyndin er sú að kerfið heldur okkur föngnum í vítahring vinnu og neyslu. Því meira sem við leggjum á okkur, því meiri verður skuldsetningin og þrýstingurinn. Því meira sem við vinnum, því fastari verða hlekkirnir. Þetta ástand er ekki tilviljun Þeir sem stjórna kerfinu, þeir sem hagnast mest á því, hafa skapað þetta ástand. Bankarnir græða á skuldsetningu okkar. Ríkisstjórnin virðist stjórnast af hagsmunum stórfyrirtækja og fjármagnseigenda frekar en af hagsmunum almennings. Samfélagið virðist vera hannað til að viðhalda óbreyttu ástandi þar sem þeim ríku er haldið ríkum og þeim sem berjast í bökkum er haldið á sínum stað – bundnum af endalausum kröfum og fjárhagslegu óöryggi. Við erum gaslýst af stjórnvöldum En það er ekki nóg að kerfið haldi okkur föngnum – við erum líka gaslýst af þeim sem stjórna því. Okkur er stöðugt sagt að hagkerfið sé í frábæru standi, að kaupmáttur okkar sé meiri en nokkru sinni fyrr og að við lifum í öruggu og velferðardrifnu samfélagi. Þrátt fyrir að við finnum hið gagnstæða á eigin skinni, halda stjórnvöld áfram að reyna að sannfæra okkur um að þetta sé allt saman bara tilfinning okkar, að raunveruleikinn sé góður og bjartur. Orðræðan sem þau nota gegn okkur til að þagga niður í okkur er kerfisbundin. Þegar við kvörtum yfir hækkuðu matvöruverði, leigu eða vöxtum, er okkur sagt að það sé bara „tímabundið ástand,“ að þetta sé „eðlileg sveifla í hagkerfinu.“ Þeir tala um „jákvæðar hagvaxtarhorfur“ á meðan við, almenningur, erum að drukkna í reikningum og skuldum. Þeir tala um „stöðugleika“ á meðan við upplifum stöðuga óvissu og fjárhagslegt óöryggi. Þegar við finnum fyrir því að kerfið sé ekki að virka fyrir okkur, reyna stjórnvöld að sannfæra okkur um að við séum bara að misskilja ástandið – að við séum of neikvæð, of kvíðin, og að við verðum bara að „bíða“ eftir að hlutirnir lagist. Hvernig breytum við þessu ástandi? Lýðræðisflokkurinn leggur áherslu á að finna leiðir til að losa okkur úr þessum vítahring. Við viljum tryggja að almenningur og fyrirtæki fái betri vaxtakjör, eins og tíðkast í nágrannalöndum, sem dregur úr fjárhagslegu óöryggi. Minni afskipti ríkisins og lægri skattar gefa fólki tækifæri til að halda meiru af sínum eigin peningum og skapa sér mannsæmandi líf án óþarfa álags. Auðlindir landsins eiga að nýtast þjóðinni á sjálfbæran hátt til að tryggja meiri hagsæld fyrir alla. Frelsi einstaklinga á að vera í fyrirrúmi og allar nýjar reglur og lög ættu að vera metin út frá því hvort þær styrki frelsi fólks. Við viljum einnig bæta heilbrigðisþjónustu og menntun, með blöndu af opinberum og einkarekstri, þar sem börnin okkar fá betri menntun með meiri áherslu á grunnfög eins og lestur og reikning, og allir hafa tryggt aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu. Með þessum aðgerðum viljum við skapa samfélag sem setur hagsmuni fólksins í fyrsta sæti og gefur þeim tækifæri til að lifa betra lífi. Höfundur er í 2.sæti Lýðræðisflokksins fyrir Norðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Skoðun Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Sjá meira
Við verðum að horfast í augu við þá sársaukafullu hugmynd að við, Íslendingar, gætum verið föst í ofbeldissambandi. Ekki við einstaklinga í nánasta umhverfi okkar, heldur við sjálft kerfið sem átti að vernda okkur – stjórnvöld, bankakerfið og alla þá félagslegu strúktúra sem við treystum á. Kerfið, sem var sett á fót til að styðja okkur, hefur smám saman breyst í ósýnilegan kúgara. Þetta kerfi er ekki lengur til þess að efla okkur og styrkja heldur þvingar okkur í stöðugt ójafnvægi, með sívaxandi kröfum um meira vinnuframlag og sífellt minni umbun. Í stað þess að byggja upp von og bæta lífsgæði okkar, hefur það stigið svo þungt á okkur að við erum hætt að finna fyrir raunverulegri von. Hvað varð um loforðin? Við lifum í samfélagi þar sem margir trúa því að þjáning sé eðlilegur hluti af daglegu lífi, eins og hún sé óhjákvæmileg. Við erum á hverjum degi minnt á það með vaxandi skuldsetningu, verðbólgu og stöðugum þrýstingi um að leggja meira á okkur. Það er aldrei nóg – aldrei nóg að vinna, aldrei nóg að spara, aldrei nóg að reyna. Hvað varð um öryggið sem kerfið átti að veita okkur? Hvað varð um loforðin um að samfélagið myndi standa með okkur, hjálpa okkur að dafna og byggja betra líf? Við höfum, hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eða ekki, orðið meðvirk með kerfi sem hagnýtir okkur og reynir að láta okkur trúa því að þetta ástand sé okkar eigin sök. Í stað þess að finna fyrir stuðningi, er okkur sagt að við séum ekki að leggja nógu mikið á okkur. Við þurfum bara að vinna meira, spara meira, vera þolinmóðari. En staðreyndin er sú að kerfið heldur okkur föngnum í vítahring vinnu og neyslu. Því meira sem við leggjum á okkur, því meiri verður skuldsetningin og þrýstingurinn. Því meira sem við vinnum, því fastari verða hlekkirnir. Þetta ástand er ekki tilviljun Þeir sem stjórna kerfinu, þeir sem hagnast mest á því, hafa skapað þetta ástand. Bankarnir græða á skuldsetningu okkar. Ríkisstjórnin virðist stjórnast af hagsmunum stórfyrirtækja og fjármagnseigenda frekar en af hagsmunum almennings. Samfélagið virðist vera hannað til að viðhalda óbreyttu ástandi þar sem þeim ríku er haldið ríkum og þeim sem berjast í bökkum er haldið á sínum stað – bundnum af endalausum kröfum og fjárhagslegu óöryggi. Við erum gaslýst af stjórnvöldum En það er ekki nóg að kerfið haldi okkur föngnum – við erum líka gaslýst af þeim sem stjórna því. Okkur er stöðugt sagt að hagkerfið sé í frábæru standi, að kaupmáttur okkar sé meiri en nokkru sinni fyrr og að við lifum í öruggu og velferðardrifnu samfélagi. Þrátt fyrir að við finnum hið gagnstæða á eigin skinni, halda stjórnvöld áfram að reyna að sannfæra okkur um að þetta sé allt saman bara tilfinning okkar, að raunveruleikinn sé góður og bjartur. Orðræðan sem þau nota gegn okkur til að þagga niður í okkur er kerfisbundin. Þegar við kvörtum yfir hækkuðu matvöruverði, leigu eða vöxtum, er okkur sagt að það sé bara „tímabundið ástand,“ að þetta sé „eðlileg sveifla í hagkerfinu.“ Þeir tala um „jákvæðar hagvaxtarhorfur“ á meðan við, almenningur, erum að drukkna í reikningum og skuldum. Þeir tala um „stöðugleika“ á meðan við upplifum stöðuga óvissu og fjárhagslegt óöryggi. Þegar við finnum fyrir því að kerfið sé ekki að virka fyrir okkur, reyna stjórnvöld að sannfæra okkur um að við séum bara að misskilja ástandið – að við séum of neikvæð, of kvíðin, og að við verðum bara að „bíða“ eftir að hlutirnir lagist. Hvernig breytum við þessu ástandi? Lýðræðisflokkurinn leggur áherslu á að finna leiðir til að losa okkur úr þessum vítahring. Við viljum tryggja að almenningur og fyrirtæki fái betri vaxtakjör, eins og tíðkast í nágrannalöndum, sem dregur úr fjárhagslegu óöryggi. Minni afskipti ríkisins og lægri skattar gefa fólki tækifæri til að halda meiru af sínum eigin peningum og skapa sér mannsæmandi líf án óþarfa álags. Auðlindir landsins eiga að nýtast þjóðinni á sjálfbæran hátt til að tryggja meiri hagsæld fyrir alla. Frelsi einstaklinga á að vera í fyrirrúmi og allar nýjar reglur og lög ættu að vera metin út frá því hvort þær styrki frelsi fólks. Við viljum einnig bæta heilbrigðisþjónustu og menntun, með blöndu af opinberum og einkarekstri, þar sem börnin okkar fá betri menntun með meiri áherslu á grunnfög eins og lestur og reikning, og allir hafa tryggt aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu. Með þessum aðgerðum viljum við skapa samfélag sem setur hagsmuni fólksins í fyrsta sæti og gefur þeim tækifæri til að lifa betra lífi. Höfundur er í 2.sæti Lýðræðisflokksins fyrir Norðvesturkjördæmi
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun