Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Steinunn Þórðardóttir og Svana Helen Björnsdóttir skrifa 29. október 2024 07:01 Staðan í kjaraviðræðum og lítill skilningur á stöðu háskólamenntaðra á vinnumarkaði veldur áhyggjum. Ekki einungis gagnvart einstaklingum sem hafa þurft að þola umtalsverða kjararýrnun heldur er framtíð og menntunarstig þjóðarinnar í húfi. – Það er kjarni málsins. Þegar þetta er skrifað eru liðnir tæpir átta mánuðir frá því að skrifað var undir langtímasamninga á almennum markaði við nokkur stærstu stéttarfélög landsins. Í framhaldi af þeim samningum hefur stefna viðsemjenda okkar félaga verið afdráttarlaus; það sem um var samið í byrjun mars er það sem er í boði fyrir aðra, ekkert meira. Fyrir félög háskólamenntaðra þýðir það aðeins eitt; áframhaldandi kjararýrnun. Tölurnar tala sínu máli og þær eru sláandi. Frá aldamótum til ársins 2022 jókst kaupmáttur meðal-ráðstöfunartekna þeirra sem eru með grunnmenntun um 35% en engin kaupmáttaraukning, og í raun 1% samdráttur, varð á sama tímabili hjá fólki með meistaragráðu. Skammarleg staðreynd Enn og aftur sjáum við okkur knúnar til að minna á hver staða háskólamenntaðra er hér á landi. Launamunur háskólamenntaðra og ófaglærðra er einn sá minnsti í Evrópu. Við það geta háskólamenntaðar stéttir ekki unað öllu lengur. Fjárhagslegur hvati til að leggja á sig langt sérfræðinám með tilheyrandi skuldsetningu og seinkun á lífsframvindu og atvinnuþátttöku er orðinn svo lítill að allt samfélagið líður fyrir það. Nægir að nefna viðvarandi skort á háskólamenntuðu fólki í starfsstéttir á vettvangi heilbrigðis-, velferðar- og menntamála auk víðtæks skorts á tæknimenntuðum sérfræðingum í mörgum atvinnugreinum. Hver munu þora? Að okkar mati blasir það við að molnað hefur undan grundvallarstoðum samfélagsins vegna tregðu launagreiðenda við að meta sérfræðiþekkingu til launa. Það er okkur hulin ráðgáta hvernig okkar litla, en ríka þjóð, hefur ratað í þær ógöngur sem nú blasa við. Það þarf kjark og ábyrgðarkennd ráðamanna og forsvarsmanna atvinnulífsins til að horfast í augu við þessar staðreyndir og viðurkenna á hversu varhugaverðri leið við erum. Við veltum því fyrir okkur hvort ætlunin sé að takast á við þær áskoranir sem við blasa eða hvort stefnan sé að hundsa þá afleitu stöðu sem háskólamenntað fólk er í? 30 þúsund atkvæði Við, sem erum í forsvari fyrir um þrjátíu þúsund háskólamenntaða einstaklinga í 27 stéttarfélögum, hvetjum þau sem nú gefa kost á sér til að leiða stjórn landsmálanna til að hugleiða það sem okkar stéttir hafa fram að færa til samfélagsins. Í aðdraganda Alþingiskosninga tökum við saman höndum og óskum eftir heiðarlegu samtali við þá stjórnmálaflokka sem bjóða fram til þings. Hvaða stjórnmálaflokkar treysta sér til að sýna þann kjark og ábyrgðartilfinningu, og ekki síst metnað, sem þörf er á til að leiðrétta kjör háskólamenntaðra stétta á kjörtímabilinu sem í hönd fer? Þeim skilaboðum munum við koma áleiðis til félagsfólks okkar og hvetja það til að mæta í kjörklefann með svör flokkanna og frambjóðenda í huga. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM-Bandalags háskólamanna. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. Svana Helen Björnsdóttir, formaður Verkfræðingafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjörg Pálsdóttir Kolbrún Halldórsdóttir Steinunn Þórðardóttir Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Háskólar Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Staðan í kjaraviðræðum og lítill skilningur á stöðu háskólamenntaðra á vinnumarkaði veldur áhyggjum. Ekki einungis gagnvart einstaklingum sem hafa þurft að þola umtalsverða kjararýrnun heldur er framtíð og menntunarstig þjóðarinnar í húfi. – Það er kjarni málsins. Þegar þetta er skrifað eru liðnir tæpir átta mánuðir frá því að skrifað var undir langtímasamninga á almennum markaði við nokkur stærstu stéttarfélög landsins. Í framhaldi af þeim samningum hefur stefna viðsemjenda okkar félaga verið afdráttarlaus; það sem um var samið í byrjun mars er það sem er í boði fyrir aðra, ekkert meira. Fyrir félög háskólamenntaðra þýðir það aðeins eitt; áframhaldandi kjararýrnun. Tölurnar tala sínu máli og þær eru sláandi. Frá aldamótum til ársins 2022 jókst kaupmáttur meðal-ráðstöfunartekna þeirra sem eru með grunnmenntun um 35% en engin kaupmáttaraukning, og í raun 1% samdráttur, varð á sama tímabili hjá fólki með meistaragráðu. Skammarleg staðreynd Enn og aftur sjáum við okkur knúnar til að minna á hver staða háskólamenntaðra er hér á landi. Launamunur háskólamenntaðra og ófaglærðra er einn sá minnsti í Evrópu. Við það geta háskólamenntaðar stéttir ekki unað öllu lengur. Fjárhagslegur hvati til að leggja á sig langt sérfræðinám með tilheyrandi skuldsetningu og seinkun á lífsframvindu og atvinnuþátttöku er orðinn svo lítill að allt samfélagið líður fyrir það. Nægir að nefna viðvarandi skort á háskólamenntuðu fólki í starfsstéttir á vettvangi heilbrigðis-, velferðar- og menntamála auk víðtæks skorts á tæknimenntuðum sérfræðingum í mörgum atvinnugreinum. Hver munu þora? Að okkar mati blasir það við að molnað hefur undan grundvallarstoðum samfélagsins vegna tregðu launagreiðenda við að meta sérfræðiþekkingu til launa. Það er okkur hulin ráðgáta hvernig okkar litla, en ríka þjóð, hefur ratað í þær ógöngur sem nú blasa við. Það þarf kjark og ábyrgðarkennd ráðamanna og forsvarsmanna atvinnulífsins til að horfast í augu við þessar staðreyndir og viðurkenna á hversu varhugaverðri leið við erum. Við veltum því fyrir okkur hvort ætlunin sé að takast á við þær áskoranir sem við blasa eða hvort stefnan sé að hundsa þá afleitu stöðu sem háskólamenntað fólk er í? 30 þúsund atkvæði Við, sem erum í forsvari fyrir um þrjátíu þúsund háskólamenntaða einstaklinga í 27 stéttarfélögum, hvetjum þau sem nú gefa kost á sér til að leiða stjórn landsmálanna til að hugleiða það sem okkar stéttir hafa fram að færa til samfélagsins. Í aðdraganda Alþingiskosninga tökum við saman höndum og óskum eftir heiðarlegu samtali við þá stjórnmálaflokka sem bjóða fram til þings. Hvaða stjórnmálaflokkar treysta sér til að sýna þann kjark og ábyrgðartilfinningu, og ekki síst metnað, sem þörf er á til að leiðrétta kjör háskólamenntaðra stétta á kjörtímabilinu sem í hönd fer? Þeim skilaboðum munum við koma áleiðis til félagsfólks okkar og hvetja það til að mæta í kjörklefann með svör flokkanna og frambjóðenda í huga. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM-Bandalags háskólamanna. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. Svana Helen Björnsdóttir, formaður Verkfræðingafélags Íslands.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun