Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. október 2024 19:36 Garðar Ingi Sindrason var með markahærri mönnum FH í kvöld. Vísir/Anton Brink FH mátti þola fjögurra marka tap gegn Sävehof ytra í Evrópudeild karla í handbolta, lokatölur 30-26. FH mætti með sjálfstraustið í lagi eftir frábæran fjögurra marka sigur á Svíunum í síðustu umferð H-riðils. Tapið í Kaplakrika var leikmönnum Sävehof því ofarlega í huga og engar líkur á vanmati í leik kvöldsins. Framan af leik má segja að þarna hafi stálin stinn mæst, liðin héldust í hendur allt þangað til það voru fimm mínútur eftir af fyrri hálfleik. Staðan þá 13-13 en heimamenn skoruðu þrjú mörk í röð og voru því þremur mörkum yfir í hálfleik. Í síðari hálfleik tókst FH-ingum aldrei að vinna upp þennan þriggja marka mun þrátt fyrir að ná að minnka muninn niður í aðeins eitt mark um miðbik hálfleiksins. Á endanum fór það svo að heimamenn unnu fjögurra marka sigur, lokatölur 30-26. Gustaf Wedberg, Isak Jogvan Djurhuus Vedelsbøl og Oli Mittun voru markahæstir hjá Sävehof með fimm mörk hver. Símon Michael Guðjónsson var markahæstur hjá FH með sex mörk. Þar á eftir komu Garðar Ingi Sindrason, Jóhannes Berg Andrason og Jón Bjarni Ólafsson með fjögur mörk hver. Í markinu vörðu Daníel Freyr Andrésson og Birkir Fannar Bragason samtals níu skot. Í hinum leik kvöldsins i H-riðli vann franska liðið Toulouse lærisveina Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach með eins marks mun, 31-30. Elliði Snær Viðarsson skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu í liði Gummersbach. Guðjón Valur þegar Gummersbach sótti FH heim.Vísir/Anton Brink Staðan er svo þannig eftir fjórar umferðir að Gummersbach og Toulouse eru með sex stig þökk sé þremur sigrum og einu tapi á lið til þessa. Sävehof og FH eru svo með tvö stig eftir einn sigur en Hafnfirðingar sitja hins vegar á botninum sem stendur á markatölu. Handbolti Evrópudeild karla í handbolta FH Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Sjá meira
FH mætti með sjálfstraustið í lagi eftir frábæran fjögurra marka sigur á Svíunum í síðustu umferð H-riðils. Tapið í Kaplakrika var leikmönnum Sävehof því ofarlega í huga og engar líkur á vanmati í leik kvöldsins. Framan af leik má segja að þarna hafi stálin stinn mæst, liðin héldust í hendur allt þangað til það voru fimm mínútur eftir af fyrri hálfleik. Staðan þá 13-13 en heimamenn skoruðu þrjú mörk í röð og voru því þremur mörkum yfir í hálfleik. Í síðari hálfleik tókst FH-ingum aldrei að vinna upp þennan þriggja marka mun þrátt fyrir að ná að minnka muninn niður í aðeins eitt mark um miðbik hálfleiksins. Á endanum fór það svo að heimamenn unnu fjögurra marka sigur, lokatölur 30-26. Gustaf Wedberg, Isak Jogvan Djurhuus Vedelsbøl og Oli Mittun voru markahæstir hjá Sävehof með fimm mörk hver. Símon Michael Guðjónsson var markahæstur hjá FH með sex mörk. Þar á eftir komu Garðar Ingi Sindrason, Jóhannes Berg Andrason og Jón Bjarni Ólafsson með fjögur mörk hver. Í markinu vörðu Daníel Freyr Andrésson og Birkir Fannar Bragason samtals níu skot. Í hinum leik kvöldsins i H-riðli vann franska liðið Toulouse lærisveina Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach með eins marks mun, 31-30. Elliði Snær Viðarsson skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu í liði Gummersbach. Guðjón Valur þegar Gummersbach sótti FH heim.Vísir/Anton Brink Staðan er svo þannig eftir fjórar umferðir að Gummersbach og Toulouse eru með sex stig þökk sé þremur sigrum og einu tapi á lið til þessa. Sävehof og FH eru svo með tvö stig eftir einn sigur en Hafnfirðingar sitja hins vegar á botninum sem stendur á markatölu.
Handbolti Evrópudeild karla í handbolta FH Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Sjá meira