Fegurð landsins Adeline Tracz skrifar 29. október 2024 21:01 Systir mín, nýkomin til landsins frá París, lét þessi orð falla á meðan við ókum eftir hringveginum í sumar: „Undarlegt - Allt er stöðugt að breytast í kringum okkur. Náttúran er aldrei eins“. „Hvað áttu við með því?“ spurði ég hissa. Fjöllin eru alltaf á sama stað. „Jú, eftir því sem við nálgumst fjall breytist það og sýnir aðra hlið á sér og við hverja breytingu á sjónarhorni blasir við ný sýn, nýtt form, nýir litir og nýtt ljós. Eins og náttúran væri að skapa eitthvað nýtt á hverju augnabliki“. Hún hugsaði sig um nokkra stund, hallaði sér síðan að mér og sagði eins og við sjálfa sig: „Ég heimsótti þig fyrir tuttugu árum þegar þú varst nýflutt til landsins. Þegar ég sneri aftur heim til foreldra okkar í Frakklandi og virti fyrir mér landslagið leið mér undarlega. Hvernig undarlega? Mér fannst umhverfið svo niðurdrepandi. Allt var eins, hver lófastór blettur í landslaginu var skipulagður. Allt var eins.“ Ég hlustaði einbeitt og á sama tíma var ég steinhissa á þessum einlægu orðum sem hreyfðu við mér. Ég leit til systur minnar og sá hana fyrir mér að leiðast í Frakklandi. Þá kom upp minning um fyrsta skipti sem ég sneri aftur til Frakklands eftir sumardvöl á Íslandi við vinnu á verkfræðistofu. Flugvélin lenti á Orly-flugvelli og ég þurfti að taka annað flug til Toulon þar sem fjölskylda mín var í fríi við Riveruna. Það var einn af uppáhaldsstöðum mínum, sjórinn, gróðurinn, hitinn. Það var staðurinn sem ég var vön að dvelja á í tvær vikur til að hlaða batteríin fyrir skólaárið fram undan. Einn af fallegustu stöðunum í Frakklandi. En þar sem ég geng um í suðrænu kjarrlendi og sjórinn við fætur mína, þá átta ég mig allt í einu á að ég er orðin ónæm fyrir þessari fegurð. Ég er ekki lengur að upplifa neitt. Ég er dofin gagnvart umhverfinu. Á þeim tímapunkti áttaði ég mig á því að ég kynni ekki lengur að meta umhverfið í suðrinu eftir tvo mánuði á Íslandi. Þegar maður hefur upplifað mjög sterkt ákveðna fegurð verður leiðin niður á jörðina aftur erfið. Þannig var tilfinning okkar. Þá leið mér undarlega. Eftir tuttugu ár á Íslandi er ég kannski orðin ónæm fyrir fegurð landsins? Kannski þarf ég að fara oftar til útlanda til að finna fyrir henni aftur. Getur verið að fólkið sem fæðist hér sé ekki alltaf meðvitað um hana? Eru innfæddir að skynja landið öðruvísi vegna þess að þeir ólust upp hér og hafa ekki æskuminningar frá öðru landi? Eru þar af leiðandi tengslin við landið mynduð öðruvísi? Æskuminningar mínar eru frá sveitinni, Ölpunum, suðrinu og París. Eru þeir sem hafa æskurætur á Íslandi að upplifa fegurð náttúrunnar á sama hátt? Hefur það áhrif á skynjun náttúrunnar? Standa rætur fólks á eyju í miðju Atlantshafi svo djúpt að þær geri fólki erfitt að lyfta sér upp og njóta náttúru landsins á öðru plani? Er ég hætt að sjá hvað er svo sérstakt hér? Er umhverfið orðið svo sjálfsagt að ég taki ekki eftir því? Er ég orðin dauf gagnvart umhverfinu? Íslensk? Sé ég ekki lengur fegurðina? Ég kvarta undan blautu sumri eins og aðrir Íslendingar. Svo hugsa ég um alla þessa túrista sem yfirgefa Ísland eftir dvöl sína hér. Hvernig líður þeim erlendis? Eru kannski margir að upplifa þessa skrýtnu tilfinningu? Nokkrum dögum eftir brottför systur minnar frá Íslandi hringir myndforrit. Systir mín er stödd í lúxusvillu í Suður-Frakklandi. „Giskaðu hvernig mér líður?“ spyr hún hálfbrosandi. Ég brosti skilningsrík til baka. Ó hvað ég þrái að upplifa aftur hina saklausu skynjun fegurðar náttúrunnar. Ég horfi á fjöllin, á vötnin, á sjóinn og ég reyni að sjá eitthvað handan við hversdagslegan veruleika, á bak við hin óáþreifanlegu tjöld vanans sem byrgja okkur sýn. Höfundur er verkfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Skoðun Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Sjá meira
Systir mín, nýkomin til landsins frá París, lét þessi orð falla á meðan við ókum eftir hringveginum í sumar: „Undarlegt - Allt er stöðugt að breytast í kringum okkur. Náttúran er aldrei eins“. „Hvað áttu við með því?“ spurði ég hissa. Fjöllin eru alltaf á sama stað. „Jú, eftir því sem við nálgumst fjall breytist það og sýnir aðra hlið á sér og við hverja breytingu á sjónarhorni blasir við ný sýn, nýtt form, nýir litir og nýtt ljós. Eins og náttúran væri að skapa eitthvað nýtt á hverju augnabliki“. Hún hugsaði sig um nokkra stund, hallaði sér síðan að mér og sagði eins og við sjálfa sig: „Ég heimsótti þig fyrir tuttugu árum þegar þú varst nýflutt til landsins. Þegar ég sneri aftur heim til foreldra okkar í Frakklandi og virti fyrir mér landslagið leið mér undarlega. Hvernig undarlega? Mér fannst umhverfið svo niðurdrepandi. Allt var eins, hver lófastór blettur í landslaginu var skipulagður. Allt var eins.“ Ég hlustaði einbeitt og á sama tíma var ég steinhissa á þessum einlægu orðum sem hreyfðu við mér. Ég leit til systur minnar og sá hana fyrir mér að leiðast í Frakklandi. Þá kom upp minning um fyrsta skipti sem ég sneri aftur til Frakklands eftir sumardvöl á Íslandi við vinnu á verkfræðistofu. Flugvélin lenti á Orly-flugvelli og ég þurfti að taka annað flug til Toulon þar sem fjölskylda mín var í fríi við Riveruna. Það var einn af uppáhaldsstöðum mínum, sjórinn, gróðurinn, hitinn. Það var staðurinn sem ég var vön að dvelja á í tvær vikur til að hlaða batteríin fyrir skólaárið fram undan. Einn af fallegustu stöðunum í Frakklandi. En þar sem ég geng um í suðrænu kjarrlendi og sjórinn við fætur mína, þá átta ég mig allt í einu á að ég er orðin ónæm fyrir þessari fegurð. Ég er ekki lengur að upplifa neitt. Ég er dofin gagnvart umhverfinu. Á þeim tímapunkti áttaði ég mig á því að ég kynni ekki lengur að meta umhverfið í suðrinu eftir tvo mánuði á Íslandi. Þegar maður hefur upplifað mjög sterkt ákveðna fegurð verður leiðin niður á jörðina aftur erfið. Þannig var tilfinning okkar. Þá leið mér undarlega. Eftir tuttugu ár á Íslandi er ég kannski orðin ónæm fyrir fegurð landsins? Kannski þarf ég að fara oftar til útlanda til að finna fyrir henni aftur. Getur verið að fólkið sem fæðist hér sé ekki alltaf meðvitað um hana? Eru innfæddir að skynja landið öðruvísi vegna þess að þeir ólust upp hér og hafa ekki æskuminningar frá öðru landi? Eru þar af leiðandi tengslin við landið mynduð öðruvísi? Æskuminningar mínar eru frá sveitinni, Ölpunum, suðrinu og París. Eru þeir sem hafa æskurætur á Íslandi að upplifa fegurð náttúrunnar á sama hátt? Hefur það áhrif á skynjun náttúrunnar? Standa rætur fólks á eyju í miðju Atlantshafi svo djúpt að þær geri fólki erfitt að lyfta sér upp og njóta náttúru landsins á öðru plani? Er ég hætt að sjá hvað er svo sérstakt hér? Er umhverfið orðið svo sjálfsagt að ég taki ekki eftir því? Er ég orðin dauf gagnvart umhverfinu? Íslensk? Sé ég ekki lengur fegurðina? Ég kvarta undan blautu sumri eins og aðrir Íslendingar. Svo hugsa ég um alla þessa túrista sem yfirgefa Ísland eftir dvöl sína hér. Hvernig líður þeim erlendis? Eru kannski margir að upplifa þessa skrýtnu tilfinningu? Nokkrum dögum eftir brottför systur minnar frá Íslandi hringir myndforrit. Systir mín er stödd í lúxusvillu í Suður-Frakklandi. „Giskaðu hvernig mér líður?“ spyr hún hálfbrosandi. Ég brosti skilningsrík til baka. Ó hvað ég þrái að upplifa aftur hina saklausu skynjun fegurðar náttúrunnar. Ég horfi á fjöllin, á vötnin, á sjóinn og ég reyni að sjá eitthvað handan við hversdagslegan veruleika, á bak við hin óáþreifanlegu tjöld vanans sem byrgja okkur sýn. Höfundur er verkfræðingur
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun