Fegurð landsins Adeline Tracz skrifar 29. október 2024 21:01 Systir mín, nýkomin til landsins frá París, lét þessi orð falla á meðan við ókum eftir hringveginum í sumar: „Undarlegt - Allt er stöðugt að breytast í kringum okkur. Náttúran er aldrei eins“. „Hvað áttu við með því?“ spurði ég hissa. Fjöllin eru alltaf á sama stað. „Jú, eftir því sem við nálgumst fjall breytist það og sýnir aðra hlið á sér og við hverja breytingu á sjónarhorni blasir við ný sýn, nýtt form, nýir litir og nýtt ljós. Eins og náttúran væri að skapa eitthvað nýtt á hverju augnabliki“. Hún hugsaði sig um nokkra stund, hallaði sér síðan að mér og sagði eins og við sjálfa sig: „Ég heimsótti þig fyrir tuttugu árum þegar þú varst nýflutt til landsins. Þegar ég sneri aftur heim til foreldra okkar í Frakklandi og virti fyrir mér landslagið leið mér undarlega. Hvernig undarlega? Mér fannst umhverfið svo niðurdrepandi. Allt var eins, hver lófastór blettur í landslaginu var skipulagður. Allt var eins.“ Ég hlustaði einbeitt og á sama tíma var ég steinhissa á þessum einlægu orðum sem hreyfðu við mér. Ég leit til systur minnar og sá hana fyrir mér að leiðast í Frakklandi. Þá kom upp minning um fyrsta skipti sem ég sneri aftur til Frakklands eftir sumardvöl á Íslandi við vinnu á verkfræðistofu. Flugvélin lenti á Orly-flugvelli og ég þurfti að taka annað flug til Toulon þar sem fjölskylda mín var í fríi við Riveruna. Það var einn af uppáhaldsstöðum mínum, sjórinn, gróðurinn, hitinn. Það var staðurinn sem ég var vön að dvelja á í tvær vikur til að hlaða batteríin fyrir skólaárið fram undan. Einn af fallegustu stöðunum í Frakklandi. En þar sem ég geng um í suðrænu kjarrlendi og sjórinn við fætur mína, þá átta ég mig allt í einu á að ég er orðin ónæm fyrir þessari fegurð. Ég er ekki lengur að upplifa neitt. Ég er dofin gagnvart umhverfinu. Á þeim tímapunkti áttaði ég mig á því að ég kynni ekki lengur að meta umhverfið í suðrinu eftir tvo mánuði á Íslandi. Þegar maður hefur upplifað mjög sterkt ákveðna fegurð verður leiðin niður á jörðina aftur erfið. Þannig var tilfinning okkar. Þá leið mér undarlega. Eftir tuttugu ár á Íslandi er ég kannski orðin ónæm fyrir fegurð landsins? Kannski þarf ég að fara oftar til útlanda til að finna fyrir henni aftur. Getur verið að fólkið sem fæðist hér sé ekki alltaf meðvitað um hana? Eru innfæddir að skynja landið öðruvísi vegna þess að þeir ólust upp hér og hafa ekki æskuminningar frá öðru landi? Eru þar af leiðandi tengslin við landið mynduð öðruvísi? Æskuminningar mínar eru frá sveitinni, Ölpunum, suðrinu og París. Eru þeir sem hafa æskurætur á Íslandi að upplifa fegurð náttúrunnar á sama hátt? Hefur það áhrif á skynjun náttúrunnar? Standa rætur fólks á eyju í miðju Atlantshafi svo djúpt að þær geri fólki erfitt að lyfta sér upp og njóta náttúru landsins á öðru plani? Er ég hætt að sjá hvað er svo sérstakt hér? Er umhverfið orðið svo sjálfsagt að ég taki ekki eftir því? Er ég orðin dauf gagnvart umhverfinu? Íslensk? Sé ég ekki lengur fegurðina? Ég kvarta undan blautu sumri eins og aðrir Íslendingar. Svo hugsa ég um alla þessa túrista sem yfirgefa Ísland eftir dvöl sína hér. Hvernig líður þeim erlendis? Eru kannski margir að upplifa þessa skrýtnu tilfinningu? Nokkrum dögum eftir brottför systur minnar frá Íslandi hringir myndforrit. Systir mín er stödd í lúxusvillu í Suður-Frakklandi. „Giskaðu hvernig mér líður?“ spyr hún hálfbrosandi. Ég brosti skilningsrík til baka. Ó hvað ég þrái að upplifa aftur hina saklausu skynjun fegurðar náttúrunnar. Ég horfi á fjöllin, á vötnin, á sjóinn og ég reyni að sjá eitthvað handan við hversdagslegan veruleika, á bak við hin óáþreifanlegu tjöld vanans sem byrgja okkur sýn. Höfundur er verkfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Sjá meira
Systir mín, nýkomin til landsins frá París, lét þessi orð falla á meðan við ókum eftir hringveginum í sumar: „Undarlegt - Allt er stöðugt að breytast í kringum okkur. Náttúran er aldrei eins“. „Hvað áttu við með því?“ spurði ég hissa. Fjöllin eru alltaf á sama stað. „Jú, eftir því sem við nálgumst fjall breytist það og sýnir aðra hlið á sér og við hverja breytingu á sjónarhorni blasir við ný sýn, nýtt form, nýir litir og nýtt ljós. Eins og náttúran væri að skapa eitthvað nýtt á hverju augnabliki“. Hún hugsaði sig um nokkra stund, hallaði sér síðan að mér og sagði eins og við sjálfa sig: „Ég heimsótti þig fyrir tuttugu árum þegar þú varst nýflutt til landsins. Þegar ég sneri aftur heim til foreldra okkar í Frakklandi og virti fyrir mér landslagið leið mér undarlega. Hvernig undarlega? Mér fannst umhverfið svo niðurdrepandi. Allt var eins, hver lófastór blettur í landslaginu var skipulagður. Allt var eins.“ Ég hlustaði einbeitt og á sama tíma var ég steinhissa á þessum einlægu orðum sem hreyfðu við mér. Ég leit til systur minnar og sá hana fyrir mér að leiðast í Frakklandi. Þá kom upp minning um fyrsta skipti sem ég sneri aftur til Frakklands eftir sumardvöl á Íslandi við vinnu á verkfræðistofu. Flugvélin lenti á Orly-flugvelli og ég þurfti að taka annað flug til Toulon þar sem fjölskylda mín var í fríi við Riveruna. Það var einn af uppáhaldsstöðum mínum, sjórinn, gróðurinn, hitinn. Það var staðurinn sem ég var vön að dvelja á í tvær vikur til að hlaða batteríin fyrir skólaárið fram undan. Einn af fallegustu stöðunum í Frakklandi. En þar sem ég geng um í suðrænu kjarrlendi og sjórinn við fætur mína, þá átta ég mig allt í einu á að ég er orðin ónæm fyrir þessari fegurð. Ég er ekki lengur að upplifa neitt. Ég er dofin gagnvart umhverfinu. Á þeim tímapunkti áttaði ég mig á því að ég kynni ekki lengur að meta umhverfið í suðrinu eftir tvo mánuði á Íslandi. Þegar maður hefur upplifað mjög sterkt ákveðna fegurð verður leiðin niður á jörðina aftur erfið. Þannig var tilfinning okkar. Þá leið mér undarlega. Eftir tuttugu ár á Íslandi er ég kannski orðin ónæm fyrir fegurð landsins? Kannski þarf ég að fara oftar til útlanda til að finna fyrir henni aftur. Getur verið að fólkið sem fæðist hér sé ekki alltaf meðvitað um hana? Eru innfæddir að skynja landið öðruvísi vegna þess að þeir ólust upp hér og hafa ekki æskuminningar frá öðru landi? Eru þar af leiðandi tengslin við landið mynduð öðruvísi? Æskuminningar mínar eru frá sveitinni, Ölpunum, suðrinu og París. Eru þeir sem hafa æskurætur á Íslandi að upplifa fegurð náttúrunnar á sama hátt? Hefur það áhrif á skynjun náttúrunnar? Standa rætur fólks á eyju í miðju Atlantshafi svo djúpt að þær geri fólki erfitt að lyfta sér upp og njóta náttúru landsins á öðru plani? Er ég hætt að sjá hvað er svo sérstakt hér? Er umhverfið orðið svo sjálfsagt að ég taki ekki eftir því? Er ég orðin dauf gagnvart umhverfinu? Íslensk? Sé ég ekki lengur fegurðina? Ég kvarta undan blautu sumri eins og aðrir Íslendingar. Svo hugsa ég um alla þessa túrista sem yfirgefa Ísland eftir dvöl sína hér. Hvernig líður þeim erlendis? Eru kannski margir að upplifa þessa skrýtnu tilfinningu? Nokkrum dögum eftir brottför systur minnar frá Íslandi hringir myndforrit. Systir mín er stödd í lúxusvillu í Suður-Frakklandi. „Giskaðu hvernig mér líður?“ spyr hún hálfbrosandi. Ég brosti skilningsrík til baka. Ó hvað ég þrái að upplifa aftur hina saklausu skynjun fegurðar náttúrunnar. Ég horfi á fjöllin, á vötnin, á sjóinn og ég reyni að sjá eitthvað handan við hversdagslegan veruleika, á bak við hin óáþreifanlegu tjöld vanans sem byrgja okkur sýn. Höfundur er verkfræðingur
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun