Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar 1. nóvember 2024 10:46 Í aðdraganda kosninga á pistill Ágústar Kr. Steinarssonar á Vísi frá því 25. október 2024 (Hvað með afköst ríkisins? - Vísir) vel við sem og hans vangaveltur varðandi forgangsmál frambjóðenda á næsta kjörtímabili. Það er óumdeilt að stefna stjórnvalda skiptir máli þegar horft er til landsbyggðarinnar, ekki síst á sviði heilbrigðisþjónustu. Þegar horft er til starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) þá þarf ekki bara rétt skip heldur einnig rétt skilyrði fyrir áhöfnina sem vinnur innan þess. SAk glímir við svipaðan vanda og lýst er í pistlinum – umhverfið setur skorður og stöðugar kröfur um afköst aukast. Sjúkrahúsið á Akureyri sinnir umfangsmiklum og mikilvægum verkefnum, á of litlu fjármagni og með álagi sem er stundum þyngra en heilbrigt getur talist. Rekstrarumhverfið á ekki að vera hindrun í vegi starfsfólksins, frekar viljum við sjá að innviðir styðji við starfsánægju og árangur. Það er gríðarlega mikilvægt að þingmenn taki ábyrgð og sjái mikilvægi þess og tryggi áframhaldandi uppbyggingu þjónustu á Sjúkrahúsinu á Akureyri og þar með tryggi að rekstrarumhverfi sé til staðar til að bregðast við þörfum SAk og samfélagsins. Á síðustu misserum hefur reynst erfitt að manna stöður sérfræðinga, sem veldur auknu álagi á þá sem eru fyrir. Við höfum áhyggjur af því hvert stefnir. Það þarf að búa til starfsumhverfi sem gerir kleift að uppfylla kröfur landsbyggðarinnar um heilbrigðisþjónustu á svæðinu – öllum til heilla. Það ætti að vera forgangsatriði frambjóðenda að skapa raunverulegan stuðning og framkvæmanlegt starfsumhverfi fyrir þá sem starfa innan heilbrigðisstofnana. Þetta er spurning um hvernig við höfum raunveruleg áhrif til að bæta velferð og heilbrigði fyrir landsmenn alla. Er þetta í forgangi hjá stjórnmálaflokki þínum til alþingiskosninga? Höfundur er forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðisstofnun Norðurlands Heilbrigðismál Byggðamál Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda kosninga á pistill Ágústar Kr. Steinarssonar á Vísi frá því 25. október 2024 (Hvað með afköst ríkisins? - Vísir) vel við sem og hans vangaveltur varðandi forgangsmál frambjóðenda á næsta kjörtímabili. Það er óumdeilt að stefna stjórnvalda skiptir máli þegar horft er til landsbyggðarinnar, ekki síst á sviði heilbrigðisþjónustu. Þegar horft er til starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) þá þarf ekki bara rétt skip heldur einnig rétt skilyrði fyrir áhöfnina sem vinnur innan þess. SAk glímir við svipaðan vanda og lýst er í pistlinum – umhverfið setur skorður og stöðugar kröfur um afköst aukast. Sjúkrahúsið á Akureyri sinnir umfangsmiklum og mikilvægum verkefnum, á of litlu fjármagni og með álagi sem er stundum þyngra en heilbrigt getur talist. Rekstrarumhverfið á ekki að vera hindrun í vegi starfsfólksins, frekar viljum við sjá að innviðir styðji við starfsánægju og árangur. Það er gríðarlega mikilvægt að þingmenn taki ábyrgð og sjái mikilvægi þess og tryggi áframhaldandi uppbyggingu þjónustu á Sjúkrahúsinu á Akureyri og þar með tryggi að rekstrarumhverfi sé til staðar til að bregðast við þörfum SAk og samfélagsins. Á síðustu misserum hefur reynst erfitt að manna stöður sérfræðinga, sem veldur auknu álagi á þá sem eru fyrir. Við höfum áhyggjur af því hvert stefnir. Það þarf að búa til starfsumhverfi sem gerir kleift að uppfylla kröfur landsbyggðarinnar um heilbrigðisþjónustu á svæðinu – öllum til heilla. Það ætti að vera forgangsatriði frambjóðenda að skapa raunverulegan stuðning og framkvæmanlegt starfsumhverfi fyrir þá sem starfa innan heilbrigðisstofnana. Þetta er spurning um hvernig við höfum raunveruleg áhrif til að bæta velferð og heilbrigði fyrir landsmenn alla. Er þetta í forgangi hjá stjórnmálaflokki þínum til alþingiskosninga? Höfundur er forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar