Akademias tekur yfir rekstur Avia Árni Sæberg skrifar 4. nóvember 2024 15:45 Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akademias. Akademias Fræðslufyrirtækið Akademias tók nýverið yfir rekstur Avia, sem stofnað var árið 2021 og þjónustar nú þegar um fimmtán þúsund notendur hjá um fjörutíu vinnustöðum. Í fréttatilkynningu frá Akademias segir að með yfirtökunni styrki Akademias stöðu sína á íslenskum markaði þegar kemur að þjónustu við fræðslumál vinnustaða. ,,Láttu okkur um fræðslumálin” hafi verið eitt af leiðarljósum Akademias í þjónustu sinni en kaupin á Avia styðji við það markmið. Getur leyst Workplace af hólmi Avia hafi á undanförnum árum þróað fræðslukerfi sem hafi þá sérstöðu að vera bæði fræðslukerfi og samskiptakerfi auk þess að geta gegnt hlutverki innri vefs. Avia geti því ekki aðeins haldið utan um alla rafræna fræðslu, heldur einnig komið í stað Facebook Workplace, en sú þjónusta verður ekki í boði frá og með ágúst á næsta ári. Það sé því mikil hagkvæmni fólgin í því fyrir vinnustaði að taka Avia í notkun og um leið fækka aðeins í kerfisflórunni. Avia geti með einföldum hætti tengst öðrum kerfum, eins og mannauðskerfum, sem geri sjálfvirknivæðingu ferla að leik einum. Einn helsti styrkleiki Avia sé vel hannað notendaviðmót sem dragi úr þörf fyrir kennslu og þjálfun í notkun þess. Innleiðingarferlið verði þar af leiðandi einfalt og stutt að bíða þess að kerfið fari að styðja við aukinn árangur í fræðslustarfi vinnustaða, bæði fyrir stjórnendur og starfsfólk. Stór fyrirtæki þegar meðal viðskiptavina Avia hafi verið formlega stofnað árið 2021 og þjónusti í dag um fjörutíu vinnustaði og um fimmtán þúsund notendur í fjölbreyttum greinum. Meðal vinnustaða sem kjósi Avia megi nefna Ölgerðina, Póstinn, álverið í Straumsvík, Reykjanesbæ, Hrafnistu, Hafnarfjarðarbæ, ÍSÍ, og KEA Hótel. ,,Með Avia fá viðskiptavinir Akademias alhliða þjónustu við rafræna fræðslu á einum stað: greiningar, ráðgjöf, stærsta rafræna fræðslusafn á Íslandi, framleiðslu á sértæku námsefni og fræðslukerfi. Það hefur orðið gríðarleg fjölgun á vinnustöðum þar sem rafræn fræðsla er í lykilhlutverki fræðslustarfsins. Stjórnendur gera sér grein fyrir því að vel þjálfað starfsfólk skapar aukin verðmæti og draga úr rekstraráhættu í síbreytilegum heimi. Við erum afar ánægð með þessa viðbót við þjónustu Akademias sem viðskiptavinir hafa fagnað. Avia gerir okkur kleift að einfalda líf mannauðs- og fræðslustjóra gríðarlega mikið en jafnframt skapa mikið hagræði fyrir vinnustaði,“ er haft eftir Guðmundi Arnari Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Akademias. Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Akademias segir að með yfirtökunni styrki Akademias stöðu sína á íslenskum markaði þegar kemur að þjónustu við fræðslumál vinnustaða. ,,Láttu okkur um fræðslumálin” hafi verið eitt af leiðarljósum Akademias í þjónustu sinni en kaupin á Avia styðji við það markmið. Getur leyst Workplace af hólmi Avia hafi á undanförnum árum þróað fræðslukerfi sem hafi þá sérstöðu að vera bæði fræðslukerfi og samskiptakerfi auk þess að geta gegnt hlutverki innri vefs. Avia geti því ekki aðeins haldið utan um alla rafræna fræðslu, heldur einnig komið í stað Facebook Workplace, en sú þjónusta verður ekki í boði frá og með ágúst á næsta ári. Það sé því mikil hagkvæmni fólgin í því fyrir vinnustaði að taka Avia í notkun og um leið fækka aðeins í kerfisflórunni. Avia geti með einföldum hætti tengst öðrum kerfum, eins og mannauðskerfum, sem geri sjálfvirknivæðingu ferla að leik einum. Einn helsti styrkleiki Avia sé vel hannað notendaviðmót sem dragi úr þörf fyrir kennslu og þjálfun í notkun þess. Innleiðingarferlið verði þar af leiðandi einfalt og stutt að bíða þess að kerfið fari að styðja við aukinn árangur í fræðslustarfi vinnustaða, bæði fyrir stjórnendur og starfsfólk. Stór fyrirtæki þegar meðal viðskiptavina Avia hafi verið formlega stofnað árið 2021 og þjónusti í dag um fjörutíu vinnustaði og um fimmtán þúsund notendur í fjölbreyttum greinum. Meðal vinnustaða sem kjósi Avia megi nefna Ölgerðina, Póstinn, álverið í Straumsvík, Reykjanesbæ, Hrafnistu, Hafnarfjarðarbæ, ÍSÍ, og KEA Hótel. ,,Með Avia fá viðskiptavinir Akademias alhliða þjónustu við rafræna fræðslu á einum stað: greiningar, ráðgjöf, stærsta rafræna fræðslusafn á Íslandi, framleiðslu á sértæku námsefni og fræðslukerfi. Það hefur orðið gríðarleg fjölgun á vinnustöðum þar sem rafræn fræðsla er í lykilhlutverki fræðslustarfsins. Stjórnendur gera sér grein fyrir því að vel þjálfað starfsfólk skapar aukin verðmæti og draga úr rekstraráhættu í síbreytilegum heimi. Við erum afar ánægð með þessa viðbót við þjónustu Akademias sem viðskiptavinir hafa fagnað. Avia gerir okkur kleift að einfalda líf mannauðs- og fræðslustjóra gríðarlega mikið en jafnframt skapa mikið hagræði fyrir vinnustaði,“ er haft eftir Guðmundi Arnari Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Akademias.
Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun