Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 5. nóvember 2024 08:16 Að undanförnu hefur lítt spennandi stjórnarmynd verið teiknuð upp. Þótt Samfylking hafi nú nýverið dalað í skoðanakönnunum hefur Viðreisn vaxið ásmegin. Þar birtist sú ógnvænlega mynd að flokkarnir sem eiga ýmislegt sameiginlegt gegni lykilhlutverki við myndun stjórnar eftir næstu kosningar. Viðreisn og Samfylkingin eru auðvitað þaulvön að stjórna saman, enda hafa þessir flokkar stýrt langstærsta sveitarfélagi landsins undanfarin ár. Samfylkingin hefur þar vissulega verið burðarstólpi í áratugi, en Viðreisn hefur svo hlaupið undir bagga undanfarin tvö kjörtímabil. Starfsmönnum borgarinnar hefur fjölgað gríðarlega á þessum tíma og langt umfram fjölgun borgarbúa. Þar munar mest um stjórnendur hjá Reykjavíkurborg og er fjöldi þeirra er slíkur að 700 stjórnendur borgarinnar fagna árlega saman á stjórnendadeginum svokallaða. Skuldir borgarinnar hafa á tímum þessarar vinstri stjórnar aukist um tugi milljarða á hverju ári þrátt fyrir að tekjurnar blási út. Á sama tíma hafa álögur á venjulega fjölskyldu í Reykjavík aukist um hundruð þúsunda á ári hverju. Þróunarbankalán Reykjavíkurborgar Skuldir borgarinnar eru slíkt áhyggjuefni að eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur sent borginni ítrekuð erindi vegna rekstrar borgarinnar, enda fellur hún m.a. á lögbundnu hámarki skuldahlutfalls. Reykjavíkurborg hefur ítrekað þurft að hætta við skuldabréfaútgáfu vegna áhugaleysis fjárfesta. Nú hefur borgin þess í stað leitað á náðir Þróunarbanka Evrópu til að fjármagna nauðsynlegt viðhald á innviðum. Þetta er s.s. afrekaskrá Viðreisnar og Samfylkingar sem tala fyrir „ábyrgum ríkisrekstri“. Hún er ekki glæsileg, fremur en önnur verk þeirra í höfuðborginni. Enda forðast flokkarnir að mæla ánægju borgarbúa með þjónustuna eins og viðtekin venja er í öðrum sveitarfélögum. Samfylkingin er hins vegar svo hreykin af verkum sínum í borgarstjórn að hún stillir Degi B. Eggertssyni upp í forystu alþingisframboðs flokksins í Reykjavík. Hvernig Viðreisn og Samfylking sólunda svo skattfé borgarbúa er efni í aðra grein og áhugi flokkanna beggja á Evrópusambandsaðild sömuleiðis. Ekki hefur útsvar Reykvíkinga farið í að stytta biðlista eftir dagvistun, sem eru þeir lengstu á höfuðborgarsvæðinu, og ekki hefur verið greitt úr umferðarhnútum í borginni eða viðhaldi sinnt á mygluðum leik- og grunnskólum. En vissulega hafa verið gerðir myndarlegir starfslokasamningar og starfsmenn skrifstofu borgarstjóra hafa aldrei verið fleiri. Vonandi raungerist ekki sú svarta mynd sem hér hefur verið dregin upp. Nóg er nú samt að þessir flokkar stýri borginni sem á árum áður var langfjársterkasta sveitarfélag landsins og þótt víðar væri leitað. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi flokksins í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Borgarstjórn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavík Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur lítt spennandi stjórnarmynd verið teiknuð upp. Þótt Samfylking hafi nú nýverið dalað í skoðanakönnunum hefur Viðreisn vaxið ásmegin. Þar birtist sú ógnvænlega mynd að flokkarnir sem eiga ýmislegt sameiginlegt gegni lykilhlutverki við myndun stjórnar eftir næstu kosningar. Viðreisn og Samfylkingin eru auðvitað þaulvön að stjórna saman, enda hafa þessir flokkar stýrt langstærsta sveitarfélagi landsins undanfarin ár. Samfylkingin hefur þar vissulega verið burðarstólpi í áratugi, en Viðreisn hefur svo hlaupið undir bagga undanfarin tvö kjörtímabil. Starfsmönnum borgarinnar hefur fjölgað gríðarlega á þessum tíma og langt umfram fjölgun borgarbúa. Þar munar mest um stjórnendur hjá Reykjavíkurborg og er fjöldi þeirra er slíkur að 700 stjórnendur borgarinnar fagna árlega saman á stjórnendadeginum svokallaða. Skuldir borgarinnar hafa á tímum þessarar vinstri stjórnar aukist um tugi milljarða á hverju ári þrátt fyrir að tekjurnar blási út. Á sama tíma hafa álögur á venjulega fjölskyldu í Reykjavík aukist um hundruð þúsunda á ári hverju. Þróunarbankalán Reykjavíkurborgar Skuldir borgarinnar eru slíkt áhyggjuefni að eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur sent borginni ítrekuð erindi vegna rekstrar borgarinnar, enda fellur hún m.a. á lögbundnu hámarki skuldahlutfalls. Reykjavíkurborg hefur ítrekað þurft að hætta við skuldabréfaútgáfu vegna áhugaleysis fjárfesta. Nú hefur borgin þess í stað leitað á náðir Þróunarbanka Evrópu til að fjármagna nauðsynlegt viðhald á innviðum. Þetta er s.s. afrekaskrá Viðreisnar og Samfylkingar sem tala fyrir „ábyrgum ríkisrekstri“. Hún er ekki glæsileg, fremur en önnur verk þeirra í höfuðborginni. Enda forðast flokkarnir að mæla ánægju borgarbúa með þjónustuna eins og viðtekin venja er í öðrum sveitarfélögum. Samfylkingin er hins vegar svo hreykin af verkum sínum í borgarstjórn að hún stillir Degi B. Eggertssyni upp í forystu alþingisframboðs flokksins í Reykjavík. Hvernig Viðreisn og Samfylking sólunda svo skattfé borgarbúa er efni í aðra grein og áhugi flokkanna beggja á Evrópusambandsaðild sömuleiðis. Ekki hefur útsvar Reykvíkinga farið í að stytta biðlista eftir dagvistun, sem eru þeir lengstu á höfuðborgarsvæðinu, og ekki hefur verið greitt úr umferðarhnútum í borginni eða viðhaldi sinnt á mygluðum leik- og grunnskólum. En vissulega hafa verið gerðir myndarlegir starfslokasamningar og starfsmenn skrifstofu borgarstjóra hafa aldrei verið fleiri. Vonandi raungerist ekki sú svarta mynd sem hér hefur verið dregin upp. Nóg er nú samt að þessir flokkar stýri borginni sem á árum áður var langfjársterkasta sveitarfélag landsins og þótt víðar væri leitað. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi flokksins í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun