Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 5. nóvember 2024 08:16 Að undanförnu hefur lítt spennandi stjórnarmynd verið teiknuð upp. Þótt Samfylking hafi nú nýverið dalað í skoðanakönnunum hefur Viðreisn vaxið ásmegin. Þar birtist sú ógnvænlega mynd að flokkarnir sem eiga ýmislegt sameiginlegt gegni lykilhlutverki við myndun stjórnar eftir næstu kosningar. Viðreisn og Samfylkingin eru auðvitað þaulvön að stjórna saman, enda hafa þessir flokkar stýrt langstærsta sveitarfélagi landsins undanfarin ár. Samfylkingin hefur þar vissulega verið burðarstólpi í áratugi, en Viðreisn hefur svo hlaupið undir bagga undanfarin tvö kjörtímabil. Starfsmönnum borgarinnar hefur fjölgað gríðarlega á þessum tíma og langt umfram fjölgun borgarbúa. Þar munar mest um stjórnendur hjá Reykjavíkurborg og er fjöldi þeirra er slíkur að 700 stjórnendur borgarinnar fagna árlega saman á stjórnendadeginum svokallaða. Skuldir borgarinnar hafa á tímum þessarar vinstri stjórnar aukist um tugi milljarða á hverju ári þrátt fyrir að tekjurnar blási út. Á sama tíma hafa álögur á venjulega fjölskyldu í Reykjavík aukist um hundruð þúsunda á ári hverju. Þróunarbankalán Reykjavíkurborgar Skuldir borgarinnar eru slíkt áhyggjuefni að eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur sent borginni ítrekuð erindi vegna rekstrar borgarinnar, enda fellur hún m.a. á lögbundnu hámarki skuldahlutfalls. Reykjavíkurborg hefur ítrekað þurft að hætta við skuldabréfaútgáfu vegna áhugaleysis fjárfesta. Nú hefur borgin þess í stað leitað á náðir Þróunarbanka Evrópu til að fjármagna nauðsynlegt viðhald á innviðum. Þetta er s.s. afrekaskrá Viðreisnar og Samfylkingar sem tala fyrir „ábyrgum ríkisrekstri“. Hún er ekki glæsileg, fremur en önnur verk þeirra í höfuðborginni. Enda forðast flokkarnir að mæla ánægju borgarbúa með þjónustuna eins og viðtekin venja er í öðrum sveitarfélögum. Samfylkingin er hins vegar svo hreykin af verkum sínum í borgarstjórn að hún stillir Degi B. Eggertssyni upp í forystu alþingisframboðs flokksins í Reykjavík. Hvernig Viðreisn og Samfylking sólunda svo skattfé borgarbúa er efni í aðra grein og áhugi flokkanna beggja á Evrópusambandsaðild sömuleiðis. Ekki hefur útsvar Reykvíkinga farið í að stytta biðlista eftir dagvistun, sem eru þeir lengstu á höfuðborgarsvæðinu, og ekki hefur verið greitt úr umferðarhnútum í borginni eða viðhaldi sinnt á mygluðum leik- og grunnskólum. En vissulega hafa verið gerðir myndarlegir starfslokasamningar og starfsmenn skrifstofu borgarstjóra hafa aldrei verið fleiri. Vonandi raungerist ekki sú svarta mynd sem hér hefur verið dregin upp. Nóg er nú samt að þessir flokkar stýri borginni sem á árum áður var langfjársterkasta sveitarfélag landsins og þótt víðar væri leitað. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi flokksins í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Borgarstjórn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavík Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur lítt spennandi stjórnarmynd verið teiknuð upp. Þótt Samfylking hafi nú nýverið dalað í skoðanakönnunum hefur Viðreisn vaxið ásmegin. Þar birtist sú ógnvænlega mynd að flokkarnir sem eiga ýmislegt sameiginlegt gegni lykilhlutverki við myndun stjórnar eftir næstu kosningar. Viðreisn og Samfylkingin eru auðvitað þaulvön að stjórna saman, enda hafa þessir flokkar stýrt langstærsta sveitarfélagi landsins undanfarin ár. Samfylkingin hefur þar vissulega verið burðarstólpi í áratugi, en Viðreisn hefur svo hlaupið undir bagga undanfarin tvö kjörtímabil. Starfsmönnum borgarinnar hefur fjölgað gríðarlega á þessum tíma og langt umfram fjölgun borgarbúa. Þar munar mest um stjórnendur hjá Reykjavíkurborg og er fjöldi þeirra er slíkur að 700 stjórnendur borgarinnar fagna árlega saman á stjórnendadeginum svokallaða. Skuldir borgarinnar hafa á tímum þessarar vinstri stjórnar aukist um tugi milljarða á hverju ári þrátt fyrir að tekjurnar blási út. Á sama tíma hafa álögur á venjulega fjölskyldu í Reykjavík aukist um hundruð þúsunda á ári hverju. Þróunarbankalán Reykjavíkurborgar Skuldir borgarinnar eru slíkt áhyggjuefni að eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur sent borginni ítrekuð erindi vegna rekstrar borgarinnar, enda fellur hún m.a. á lögbundnu hámarki skuldahlutfalls. Reykjavíkurborg hefur ítrekað þurft að hætta við skuldabréfaútgáfu vegna áhugaleysis fjárfesta. Nú hefur borgin þess í stað leitað á náðir Þróunarbanka Evrópu til að fjármagna nauðsynlegt viðhald á innviðum. Þetta er s.s. afrekaskrá Viðreisnar og Samfylkingar sem tala fyrir „ábyrgum ríkisrekstri“. Hún er ekki glæsileg, fremur en önnur verk þeirra í höfuðborginni. Enda forðast flokkarnir að mæla ánægju borgarbúa með þjónustuna eins og viðtekin venja er í öðrum sveitarfélögum. Samfylkingin er hins vegar svo hreykin af verkum sínum í borgarstjórn að hún stillir Degi B. Eggertssyni upp í forystu alþingisframboðs flokksins í Reykjavík. Hvernig Viðreisn og Samfylking sólunda svo skattfé borgarbúa er efni í aðra grein og áhugi flokkanna beggja á Evrópusambandsaðild sömuleiðis. Ekki hefur útsvar Reykvíkinga farið í að stytta biðlista eftir dagvistun, sem eru þeir lengstu á höfuðborgarsvæðinu, og ekki hefur verið greitt úr umferðarhnútum í borginni eða viðhaldi sinnt á mygluðum leik- og grunnskólum. En vissulega hafa verið gerðir myndarlegir starfslokasamningar og starfsmenn skrifstofu borgarstjóra hafa aldrei verið fleiri. Vonandi raungerist ekki sú svarta mynd sem hér hefur verið dregin upp. Nóg er nú samt að þessir flokkar stýri borginni sem á árum áður var langfjársterkasta sveitarfélag landsins og þótt víðar væri leitað. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi flokksins í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun