Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar 6. nóvember 2024 09:31 Ég hef stundum haft á orði þegar ég er þakklátur fyrir það stórfenglega samfélag sem ég fer fyrir hér í Bolungarvík að ég standi á herðum þúsund ára vinnusemi fólksins sem kom á undan mér. Í þúsund ár hefur fólkið sem byggði Vestfirði unnið hörðum höndum að því að skapa verðmæti úr náttúrunni, fórnað lífi sínu og heilsu til að skapa sjálfu sér og börnum sýnum betra líf. Fyrir þetta er ég ævinlega þakklátur. Ég veit fyrir víst að aðrir Íslendingar eru það líka. Því sú vinnusemi sem kom okkur hingað, var ekki bara fyrir okkur og afkomendur okkar. Heldur líka Ísland. Því þau verðmæti sem við höfum skapað og erum enn að skapa gagnast öllum. Verðmæti sem dreifast um allt samfélagið og nýtast til að greiða fyrir flutningum til og frá landinu, borga fyrir stjórnsýsluna, hjálpa til við að halda úti heilbrigðiskerfinu og svo mætti áfram telja. Það nefnilega þannig að þótt fólk sjái aldrei fiskinn koma að landi, laxinn aldrei synda í kvínni eða ferðamanninn standa og horfa á fossinn, þá enda samt verðmætin sem þau skapa í vasanum hjá öllum. Undanfarin ár hafa Vestfirðir sótt í sig veðrið. Fólki hefur fjölgað og umsvif atvinnulífs hafa aukist og á næstu árum geta Vestfirðir skilað hundruðum milljarða í sameiginlega sjóði landsmanna. Það sem kemur í veg fyrir að slíkt verði að veruleika er skortur á innviðum. Eðlilegir innviðir sem felast í að tryggja Vestfjörðum bættar samgöngur. Vegasamgöngur á Vestfjörðum eru áratugum á eftir því sem eðlilegt getur talist og enn þann dag í dag eru verðmæti fyrir hundruð milljarða fluttir landleiðina suður á malarvegum og um ótal fjallvegi. Nýlegar vegaframkvæmdir, þótt góðar séu, duga skammt til að bæta upp þessa innviðaskuld. Hugmyndir Innviðafélags Vestfjarða Vestfjarðalínu og gerð sérstaks samgöngusáttmála fyrir Vestfirði, er ætlað að jafna þessa innviðaskekkju. Með samvinnu ríkis, og sveitarfélaga. Með sölu ríkiseigna á Vestfjörðum og eyrnamerktum skatttekjum er hægt að flýta innviðaframkvæmdum á Vestfjörðum um áratugi. Með Vestfjarðalínu Innviðafélagsins er því hægt að keyra áfram framkvæmdir við ný jarðgöng, nýja vegi og bættar samgöngur sem ýta undir verðmætasköpun á Vestfjörðum öllum til heilla. Því það er þannig að þegar Vestfjörðum gengur vel, þá gengur Íslandi vel. Höfundur er bæjarstjóri í Bolungarvík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolungarvík Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samgöngur Fiskeldi Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Sjá meira
Ég hef stundum haft á orði þegar ég er þakklátur fyrir það stórfenglega samfélag sem ég fer fyrir hér í Bolungarvík að ég standi á herðum þúsund ára vinnusemi fólksins sem kom á undan mér. Í þúsund ár hefur fólkið sem byggði Vestfirði unnið hörðum höndum að því að skapa verðmæti úr náttúrunni, fórnað lífi sínu og heilsu til að skapa sjálfu sér og börnum sýnum betra líf. Fyrir þetta er ég ævinlega þakklátur. Ég veit fyrir víst að aðrir Íslendingar eru það líka. Því sú vinnusemi sem kom okkur hingað, var ekki bara fyrir okkur og afkomendur okkar. Heldur líka Ísland. Því þau verðmæti sem við höfum skapað og erum enn að skapa gagnast öllum. Verðmæti sem dreifast um allt samfélagið og nýtast til að greiða fyrir flutningum til og frá landinu, borga fyrir stjórnsýsluna, hjálpa til við að halda úti heilbrigðiskerfinu og svo mætti áfram telja. Það nefnilega þannig að þótt fólk sjái aldrei fiskinn koma að landi, laxinn aldrei synda í kvínni eða ferðamanninn standa og horfa á fossinn, þá enda samt verðmætin sem þau skapa í vasanum hjá öllum. Undanfarin ár hafa Vestfirðir sótt í sig veðrið. Fólki hefur fjölgað og umsvif atvinnulífs hafa aukist og á næstu árum geta Vestfirðir skilað hundruðum milljarða í sameiginlega sjóði landsmanna. Það sem kemur í veg fyrir að slíkt verði að veruleika er skortur á innviðum. Eðlilegir innviðir sem felast í að tryggja Vestfjörðum bættar samgöngur. Vegasamgöngur á Vestfjörðum eru áratugum á eftir því sem eðlilegt getur talist og enn þann dag í dag eru verðmæti fyrir hundruð milljarða fluttir landleiðina suður á malarvegum og um ótal fjallvegi. Nýlegar vegaframkvæmdir, þótt góðar séu, duga skammt til að bæta upp þessa innviðaskuld. Hugmyndir Innviðafélags Vestfjarða Vestfjarðalínu og gerð sérstaks samgöngusáttmála fyrir Vestfirði, er ætlað að jafna þessa innviðaskekkju. Með samvinnu ríkis, og sveitarfélaga. Með sölu ríkiseigna á Vestfjörðum og eyrnamerktum skatttekjum er hægt að flýta innviðaframkvæmdum á Vestfjörðum um áratugi. Með Vestfjarðalínu Innviðafélagsins er því hægt að keyra áfram framkvæmdir við ný jarðgöng, nýja vegi og bættar samgöngur sem ýta undir verðmætasköpun á Vestfjörðum öllum til heilla. Því það er þannig að þegar Vestfjörðum gengur vel, þá gengur Íslandi vel. Höfundur er bæjarstjóri í Bolungarvík.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun