Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir og Sigríður Auðunsdóttir skrifa 7. nóvember 2024 08:02 Hefur þú velt fyrir þér frjósemi þinni? Ef svo er á hvaða aldri varst þú þegar þessar pælingar þínar fóru af stað? Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur frjósemi aldrei verið minni á Íslandi frá því að mælingar hófust. Í september síðastliðnum voru stofnuð samnorræn samtök um ófrjósemi í Helsinki Finnlandi. Því ber að fagna að Norðurlandaþjóðirnar séu að taka höndum saman í þeirri baráttu sem margir eru að glíma við. Nýstofnuðu samtökin sendu frá sér ályktun þess efnis, að stjórnvöld á Norðurlöndunum þyrftu að gera sér grein fyrir því að ungt fólk hefur ekki velt fyrir sér frjósemi sinni. Ungt fólk er nefnilega alls ekki að hugsa út slíkt, þar sem það er að njóta lífsins og hjá mörgum barneignir ekki á planinu hjá þeim næstu árin. Ungt fólk hefur jafnvel ekki vitneskju um alla þá þætti sem valda frjósemisvanda. Bráðabirgða niðurstöður úr Fertility Europe FActs! könnun sem hefur verið gerð meðal ungmenna í Evrópu sýnir þá niðurstöðu að aðeins 12% ungmenna vita að frjósemi fer minnkandi með aldrinum. Þetta eru ekki góðar niðurstöður og því skiptir öllu máli að ungt fólk fái þá fræðslu að 1 af hverjum 6 glímir við ófrjósemi og sú tala fari stækkandi. Frjósemisvandi er mun algengari en okkur grunar. Því er það mikilvægt að þegar fólk fer að huga að barneignum að það hafi fengið fræðslu um mismunandi vandamál sem valda frjósemisvanda og geri sér grein fyrir því að það getur tekið tíma að eignast barn. Ungt fólk verður að fá að heyra um allan þann fjölda sem hefur gengið í gegnum þá erfiðu vegferð að þurfa að leita sér aðstoðar við að eignast börn. Það á ekki að vera feimnismál að tala opinskátt um ófrjósemi, því allir þekkja einhvern sem hefur þurft að ganga í gegnum slíka vegferð. Uppfræðum unga fólkið um frjósemi. Höfundar eru stjórnarmeðlimir í Tilveru- Samtökum um ófrjósemi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frjósemi Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Hefur þú velt fyrir þér frjósemi þinni? Ef svo er á hvaða aldri varst þú þegar þessar pælingar þínar fóru af stað? Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur frjósemi aldrei verið minni á Íslandi frá því að mælingar hófust. Í september síðastliðnum voru stofnuð samnorræn samtök um ófrjósemi í Helsinki Finnlandi. Því ber að fagna að Norðurlandaþjóðirnar séu að taka höndum saman í þeirri baráttu sem margir eru að glíma við. Nýstofnuðu samtökin sendu frá sér ályktun þess efnis, að stjórnvöld á Norðurlöndunum þyrftu að gera sér grein fyrir því að ungt fólk hefur ekki velt fyrir sér frjósemi sinni. Ungt fólk er nefnilega alls ekki að hugsa út slíkt, þar sem það er að njóta lífsins og hjá mörgum barneignir ekki á planinu hjá þeim næstu árin. Ungt fólk hefur jafnvel ekki vitneskju um alla þá þætti sem valda frjósemisvanda. Bráðabirgða niðurstöður úr Fertility Europe FActs! könnun sem hefur verið gerð meðal ungmenna í Evrópu sýnir þá niðurstöðu að aðeins 12% ungmenna vita að frjósemi fer minnkandi með aldrinum. Þetta eru ekki góðar niðurstöður og því skiptir öllu máli að ungt fólk fái þá fræðslu að 1 af hverjum 6 glímir við ófrjósemi og sú tala fari stækkandi. Frjósemisvandi er mun algengari en okkur grunar. Því er það mikilvægt að þegar fólk fer að huga að barneignum að það hafi fengið fræðslu um mismunandi vandamál sem valda frjósemisvanda og geri sér grein fyrir því að það getur tekið tíma að eignast barn. Ungt fólk verður að fá að heyra um allan þann fjölda sem hefur gengið í gegnum þá erfiðu vegferð að þurfa að leita sér aðstoðar við að eignast börn. Það á ekki að vera feimnismál að tala opinskátt um ófrjósemi, því allir þekkja einhvern sem hefur þurft að ganga í gegnum slíka vegferð. Uppfræðum unga fólkið um frjósemi. Höfundar eru stjórnarmeðlimir í Tilveru- Samtökum um ófrjósemi
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar