Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Jón Þór Stefánsson skrifar 7. nóvember 2024 17:22 Joe Biden ávarpaði Bandaríkjamenn að forsetakosningum loknum. EPA „Í rúm tvö hundruð ár hafa Bandaríkin staðið í mikilfenglegustu stjálfstjórnartilraun í alheimssögunni. Það er ekki ýkja það er staðreynd. Þar kýs fólk og velur sér sína eigin leiðtoga á friðsamlegan hátt. Í lýðræði nær vilji fólksins alltaf fram,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann ávarpaði þjóð sína í dag. Þar tilkynnti Biden að hann væri búinn að ræða við Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, og Kamölu Harris varaforseta sem laut í lægra haldi í forsetakosningunum vestanhafs. „Í gær ræddi ég við Trump og óskaði honum til hamingju með kosningasigurinn. Ég sagðist ætla að ábyrgjast það að mín ríkisstjórn myndi vinna með hans teymi til að til að tryggja friðsamleg og örugg valdaskipti. Það er það sem ameríska þjóðin á skilið,“ sagði Biden. Hann hrósaði Kamölu Harris einnig hástert og sagði að hún og hennar teymi gætu verið stolt af kosningabaráttu hennar sem hafi leitt í ljós dug hennar og karakter. „Baráttan um sál Ameríku hefur frá stofnun birst sem óendanleg rökræða, og hún er það enn í dag. Ég veit að í hugum sumra gengur nú í garð tími sigra, en aðrir líta á þetta sem tap. Kosningabarátta sem þessi er keppni um mismunandi sýn þar sem fólk þarf að gera upp á milli tveggja valkosta. Við virðum niðurstöðu þjóðarinnar. Ég hef oft sagt að maður getur ekki bara elskað landið sitt þegar maður sigrar. Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála.“ Biden hélt því jafnframt fram að kosningar í Bandaríkjunum væru sanngjarnar og gagnsæjar. Fólk mætti treysta því. Hann bað jafnframt fólk að gleyma ekki árangri síðustu fjögurra ára. „Þetta hefur verið söguleg forsetatíð, ekki vegna þess að ég var forseti heldur vegna þess sem við gerðum, og þið gerðuð.“ Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Sjá meira
Þar tilkynnti Biden að hann væri búinn að ræða við Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, og Kamölu Harris varaforseta sem laut í lægra haldi í forsetakosningunum vestanhafs. „Í gær ræddi ég við Trump og óskaði honum til hamingju með kosningasigurinn. Ég sagðist ætla að ábyrgjast það að mín ríkisstjórn myndi vinna með hans teymi til að til að tryggja friðsamleg og örugg valdaskipti. Það er það sem ameríska þjóðin á skilið,“ sagði Biden. Hann hrósaði Kamölu Harris einnig hástert og sagði að hún og hennar teymi gætu verið stolt af kosningabaráttu hennar sem hafi leitt í ljós dug hennar og karakter. „Baráttan um sál Ameríku hefur frá stofnun birst sem óendanleg rökræða, og hún er það enn í dag. Ég veit að í hugum sumra gengur nú í garð tími sigra, en aðrir líta á þetta sem tap. Kosningabarátta sem þessi er keppni um mismunandi sýn þar sem fólk þarf að gera upp á milli tveggja valkosta. Við virðum niðurstöðu þjóðarinnar. Ég hef oft sagt að maður getur ekki bara elskað landið sitt þegar maður sigrar. Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála.“ Biden hélt því jafnframt fram að kosningar í Bandaríkjunum væru sanngjarnar og gagnsæjar. Fólk mætti treysta því. Hann bað jafnframt fólk að gleyma ekki árangri síðustu fjögurra ára. „Þetta hefur verið söguleg forsetatíð, ekki vegna þess að ég var forseti heldur vegna þess sem við gerðum, og þið gerðuð.“
Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Sjá meira