Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 7. nóvember 2024 20:31 Líkt og jólasveinar koma gjarnan til byggða í desember, þá birtist ávallt hinn „óháði“ fræðimaður prófessor emeritus Stefán Ólafsson í undanfara þingkosninga. Ólíkt jólasveinunum, sem alla jafna leika á alls oddi, hefur „óháði“ fræðimaðurinn allt á hornum sér. Að minnsta kosti hvað Sjálfstæðisflokkinn varðar. Erindi fræðimannsins „óháða“ er gjarnan að benda þeim á hann hlýða eða lesa, á skattalegt ofbeldi Sjálfstæðisflokksins gagnvart launþegum í landinu og þá gjarnan gegn þeim lægst launuðustu. Gengur meint ofbeldi út á það, að skattbyrði lægstu launa hafi hækkað. Máli sínu til stuðnings, nefnir hann gjarnan að lágmarkslaun hafi verið skattlaus, er staðgreiðsla skatta var tekin upp hér á landi. Á því herrans ári, voru lágmarkslaun í landinu heilar 41.700 krónur. En í dag eru þau um 409.000 kr. Árið 1989 voru skattleysismörkin 44.183 kr. , eru í dag 214.839. kr á mánuði. Ástæða meints ofbeldis er sögð sú að skattleysismörk hafi ekki fylgt launaþróun. Hefðu skattleysismörk fylgt launaþróun frá 1989, þá væru þau 442.346. kr. á mánuði. Enda launavísitalan hækkað um 901,17% frá árinu 1989. Eðlilegast er að skattleysismörk fylgi verðlagsþróun, fremur en launaþróun. Á undanförnum 35 árum eða síðan staðgreiðslukerfi skatta var komið á eru þó frávik upp á 34. 000. kr. Engu að síður hlýtur hver maður sem ekki er „óháður“ fræðimaður, að sjá hversu fráleitt það væri að skattleysismörkin hefðu fylgt launaþróun. Í dag eru meðallaun í landinu ca. 850.000. kr. Hvað ætli skattprósenta manns á meðallaunum þyrfti að vera há, svo tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti launþega væru þær sömu og eru í dag? Svo maður tali nú ekki um skattprósentur á laun lækna og fleiri sem milljón og meira í tekjur. Nýjustu sakfellingar fræðimannsins „óháða“ er aukin skattbyrði láglauna og millitekjufólks frá árinu 2013. Frá árinu 2013 hafa lágmarkslaun hækkað um 100% og meðallaun um 85%. Samkvæmt verðlagsreiknivél Hagstofunnar hefur verðlag hækkað um 57,2% frá árinu 2013. Þannig að einhver er nú kaupmáttaraukningin. Í framhjáhlaupi má geta þess að verðlag hefur hækkað um 463% frá árinu 1989 á meðan launavístalan hefur hækkað eins og áður segir um 901,17% á sama tíma. Það er því alveg ljóst að kjör launafólks hafa batnað töluvert þann tíma sem fræðimaðurinn „óháði“ notar til viðmiðunar þegar hann sakfellir Sjálfstæðisflokkinn fyrir skattaofbeldi á launafólki í landinu. Tekjuskattur á launafólk hefur lækkað, en því miður ekki nógu mikið til að fría launafólk það fengið hefur allt að 100% launahækkun undan aukinni skattbyrði. Sem er þó dropi í hafið við hliðina á allri þeirri kaupmáttaraukningu sem orðið hefur þennan tíma. Og það á vakt hins illa Sjálfstæðisflokks! Fræðimaðurinn „óháði“ ætti kannski að reikna út skattbyrði fasteignaskatta í Reykjavík, þar sem Samfylkingin ræður ríkjum, á laun Reykvískra fasteignaeigenda frá árinu 2013. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Kjaramál Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skoðun Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Sjá meira
Líkt og jólasveinar koma gjarnan til byggða í desember, þá birtist ávallt hinn „óháði“ fræðimaður prófessor emeritus Stefán Ólafsson í undanfara þingkosninga. Ólíkt jólasveinunum, sem alla jafna leika á alls oddi, hefur „óháði“ fræðimaðurinn allt á hornum sér. Að minnsta kosti hvað Sjálfstæðisflokkinn varðar. Erindi fræðimannsins „óháða“ er gjarnan að benda þeim á hann hlýða eða lesa, á skattalegt ofbeldi Sjálfstæðisflokksins gagnvart launþegum í landinu og þá gjarnan gegn þeim lægst launuðustu. Gengur meint ofbeldi út á það, að skattbyrði lægstu launa hafi hækkað. Máli sínu til stuðnings, nefnir hann gjarnan að lágmarkslaun hafi verið skattlaus, er staðgreiðsla skatta var tekin upp hér á landi. Á því herrans ári, voru lágmarkslaun í landinu heilar 41.700 krónur. En í dag eru þau um 409.000 kr. Árið 1989 voru skattleysismörkin 44.183 kr. , eru í dag 214.839. kr á mánuði. Ástæða meints ofbeldis er sögð sú að skattleysismörk hafi ekki fylgt launaþróun. Hefðu skattleysismörk fylgt launaþróun frá 1989, þá væru þau 442.346. kr. á mánuði. Enda launavísitalan hækkað um 901,17% frá árinu 1989. Eðlilegast er að skattleysismörk fylgi verðlagsþróun, fremur en launaþróun. Á undanförnum 35 árum eða síðan staðgreiðslukerfi skatta var komið á eru þó frávik upp á 34. 000. kr. Engu að síður hlýtur hver maður sem ekki er „óháður“ fræðimaður, að sjá hversu fráleitt það væri að skattleysismörkin hefðu fylgt launaþróun. Í dag eru meðallaun í landinu ca. 850.000. kr. Hvað ætli skattprósenta manns á meðallaunum þyrfti að vera há, svo tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti launþega væru þær sömu og eru í dag? Svo maður tali nú ekki um skattprósentur á laun lækna og fleiri sem milljón og meira í tekjur. Nýjustu sakfellingar fræðimannsins „óháða“ er aukin skattbyrði láglauna og millitekjufólks frá árinu 2013. Frá árinu 2013 hafa lágmarkslaun hækkað um 100% og meðallaun um 85%. Samkvæmt verðlagsreiknivél Hagstofunnar hefur verðlag hækkað um 57,2% frá árinu 2013. Þannig að einhver er nú kaupmáttaraukningin. Í framhjáhlaupi má geta þess að verðlag hefur hækkað um 463% frá árinu 1989 á meðan launavístalan hefur hækkað eins og áður segir um 901,17% á sama tíma. Það er því alveg ljóst að kjör launafólks hafa batnað töluvert þann tíma sem fræðimaðurinn „óháði“ notar til viðmiðunar þegar hann sakfellir Sjálfstæðisflokkinn fyrir skattaofbeldi á launafólki í landinu. Tekjuskattur á launafólk hefur lækkað, en því miður ekki nógu mikið til að fría launafólk það fengið hefur allt að 100% launahækkun undan aukinni skattbyrði. Sem er þó dropi í hafið við hliðina á allri þeirri kaupmáttaraukningu sem orðið hefur þennan tíma. Og það á vakt hins illa Sjálfstæðisflokks! Fræðimaðurinn „óháði“ ætti kannski að reikna út skattbyrði fasteignaskatta í Reykjavík, þar sem Samfylkingin ræður ríkjum, á laun Reykvískra fasteignaeigenda frá árinu 2013. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun