Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson skrifar 8. nóvember 2024 07:16 Íbúar í Árneshreppi eru 53. Þótt Árneshreppur sé eitt fámennasta sveitarfélag landsins þá erum við væntanlega öll sammála um að fólkið sem þar býr skipti máli fyrir íslenskt samfélag. Venjulegt, harðduglegt íslenskt fólk. Feður, mæður, bræður, systur, ömmur og afar. Ég þykist vita að Íslensk þjóð yrði slegin miklum harmi ef allir íbúar Árneshrepps féllu frá í einu vetfangi. Það yrði hræðileg blóðtaka fyrir íslenskt samfélag og þungbært áfall. Þjóðin myndi sameinast í mikilli sorg. Eðlilega. Það er nefnilega sárt þegar fólkið okkar fellur frá. Á síðasta ári létust 56 Íslendingar vegna lyfjaeitrunar. Dauðsföllin eru þó talsvert fleiri því í tölfræðina vantar andlát sem rekja má til ofneyslu lyfja þótt dánarorsök sé skráð sem önnur. Þetta eru fleiri en búa í Árneshreppi. Því miður þá sameinast þjóðin ekki í sorg þegar þetta góða fólk deyr. Þess í stað endar það sem tölfræði í gagnagrunni Landlæknis. Í exelskjali. Öll hétu þau þó eitthvað. Þetta voru jú feður, mæður, bræður, systur, ömmur og afar. Þessir einstaklingar sem nú eru látnir vegna ömurlegs sjúkdóms skipta líka máli. Í þessum hópi var eitt barn undir átján. Ekki komið með aldur til að kaupa vín en samt dáið úr fíknisjúkdómnum. Ekki get ég sett mig í spor syrgjandi aðstandenda sem hafa misst svona mikið. Og svona sviplega. En ég held samt að við ættum öll að reyna. Þó ekki væri nema andartak. Þetta var ekki bara einhver einn í einhverri tölfræði, heldur manneskja af holdi og blóði. Barn sem átti annað og betra skilið. 38 voru á aldrinum 18 til 44 ára. Hvað ætli mörg ung börn hafi misst foreldri úr þessum hópi? Ég veit ekki svarið en þau hafa væntanlega verið nokkuð mörg. Þessi missir fylgir þeim út lífið og hefur meiri áhrif á þau en við getum ímyndað okkur. Sum þeirra munu ekki einu sinni eiga minningar um foreldra sína, sem dóu frá börnunum sínum vegna veikinda. Er eitthvað sorglegra en lítið barn sem hefur misst mömmu eða pabba? Varla. Það fylgir reyndar ekki sögunni í exelskjali Landlæknis en er staðreynd engu að síður. 17 úr þessum hópi voru svo á aldrinum 45 til 74 ára. Örugglega feður og mæður. Og ætli það megi ekki slá því föstu að á bak við þessa tölfræði séu barnabörn sem hafi grátið með ekka í kirkju þegar afi eða amma var jarðsungin. Gætum við kannski mögulega reynt af veikum mætti að kveikja á þeirri staðreynd þegar lesum þessar örfáu fréttir sem sagðar eru af öllu nafnlausa fólkinu sem finna má í talagrunni Landlæknis? Fyrir 10 árum voru lyfjaandlátin 23. Í fyrra voru þau 56. Fyrir utan alla hina sem faldir eru annarstaðar í tölfræði hins opinbera en dóu engu að síður úr sama sjúkdómi. Þessi aukning skelfir mig mikið. Við eigum ekki að sætta okkur við þessi dauðsföll. Samfélagið er að missa svo mikið. Auðvitað skiptir það gríðarlegu máli að efla þau úræði sem við eigum og hafa reynst vel, til að talan lækki í exelskjalinu sem haldið er utan um af fagfólkinu í Katrínartúni. Fyrir því hef ég gert grein í fleiri ræðum og greinum en ég hef tölu á. En það skiptir samt enn meira máli að við áttum okkur á, í eitt skipti fyrir öll, að þetta er fólk. Ekki tölur á blaði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Íbúar í Árneshreppi eru 53. Þótt Árneshreppur sé eitt fámennasta sveitarfélag landsins þá erum við væntanlega öll sammála um að fólkið sem þar býr skipti máli fyrir íslenskt samfélag. Venjulegt, harðduglegt íslenskt fólk. Feður, mæður, bræður, systur, ömmur og afar. Ég þykist vita að Íslensk þjóð yrði slegin miklum harmi ef allir íbúar Árneshrepps féllu frá í einu vetfangi. Það yrði hræðileg blóðtaka fyrir íslenskt samfélag og þungbært áfall. Þjóðin myndi sameinast í mikilli sorg. Eðlilega. Það er nefnilega sárt þegar fólkið okkar fellur frá. Á síðasta ári létust 56 Íslendingar vegna lyfjaeitrunar. Dauðsföllin eru þó talsvert fleiri því í tölfræðina vantar andlát sem rekja má til ofneyslu lyfja þótt dánarorsök sé skráð sem önnur. Þetta eru fleiri en búa í Árneshreppi. Því miður þá sameinast þjóðin ekki í sorg þegar þetta góða fólk deyr. Þess í stað endar það sem tölfræði í gagnagrunni Landlæknis. Í exelskjali. Öll hétu þau þó eitthvað. Þetta voru jú feður, mæður, bræður, systur, ömmur og afar. Þessir einstaklingar sem nú eru látnir vegna ömurlegs sjúkdóms skipta líka máli. Í þessum hópi var eitt barn undir átján. Ekki komið með aldur til að kaupa vín en samt dáið úr fíknisjúkdómnum. Ekki get ég sett mig í spor syrgjandi aðstandenda sem hafa misst svona mikið. Og svona sviplega. En ég held samt að við ættum öll að reyna. Þó ekki væri nema andartak. Þetta var ekki bara einhver einn í einhverri tölfræði, heldur manneskja af holdi og blóði. Barn sem átti annað og betra skilið. 38 voru á aldrinum 18 til 44 ára. Hvað ætli mörg ung börn hafi misst foreldri úr þessum hópi? Ég veit ekki svarið en þau hafa væntanlega verið nokkuð mörg. Þessi missir fylgir þeim út lífið og hefur meiri áhrif á þau en við getum ímyndað okkur. Sum þeirra munu ekki einu sinni eiga minningar um foreldra sína, sem dóu frá börnunum sínum vegna veikinda. Er eitthvað sorglegra en lítið barn sem hefur misst mömmu eða pabba? Varla. Það fylgir reyndar ekki sögunni í exelskjali Landlæknis en er staðreynd engu að síður. 17 úr þessum hópi voru svo á aldrinum 45 til 74 ára. Örugglega feður og mæður. Og ætli það megi ekki slá því föstu að á bak við þessa tölfræði séu barnabörn sem hafi grátið með ekka í kirkju þegar afi eða amma var jarðsungin. Gætum við kannski mögulega reynt af veikum mætti að kveikja á þeirri staðreynd þegar lesum þessar örfáu fréttir sem sagðar eru af öllu nafnlausa fólkinu sem finna má í talagrunni Landlæknis? Fyrir 10 árum voru lyfjaandlátin 23. Í fyrra voru þau 56. Fyrir utan alla hina sem faldir eru annarstaðar í tölfræði hins opinbera en dóu engu að síður úr sama sjúkdómi. Þessi aukning skelfir mig mikið. Við eigum ekki að sætta okkur við þessi dauðsföll. Samfélagið er að missa svo mikið. Auðvitað skiptir það gríðarlegu máli að efla þau úræði sem við eigum og hafa reynst vel, til að talan lækki í exelskjalinu sem haldið er utan um af fagfólkinu í Katrínartúni. Fyrir því hef ég gert grein í fleiri ræðum og greinum en ég hef tölu á. En það skiptir samt enn meira máli að við áttum okkur á, í eitt skipti fyrir öll, að þetta er fólk. Ekki tölur á blaði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun