Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar 8. nóvember 2024 10:02 Hefur þú einhvern tímann orðið vitni að óþægilegum atburði þar sem einstaklingur var mögulega í neyð og þú varst í vafa um hvort þú ættir að koma viðkomandi til aðstoðar? Flest okkar trúa því að við myndum ávallt hjálpa fólki í neyð. Áhorfendaáhrif (e. bystander effect) gefa hins vegar annað til kynna og þá sérstaklega þegar fleiri en einn verða vitni að sama atburði. Ýmsir félagslegir þættir hafa þarna áhrif. Við speglum okkur gjarnan í viðbrögðum annarra í kringum okkur og af því leiðir að ef enginn annar bregst við hættunni, drögum við jafnvel þá ályktun að aðstæður séu ekki eins hættulegar og við töldum fyrst. Einnig er algengt að við, án þess að vera endilega meðvituð um það, bíðum eftir að einhver önnur bregðist við. Ákveðin togstreita verður til innra með okkur í ofangreindum aðstæðum, þar sem við viljum grípa inn í og bregðast við í aðstæðum sem við upplifum brjóta gegn gildum okkar eða siðferði á sama tíma og við viljum ekki skera okkur úr hópnum sem við tilheyrum. Rannsóknir sýna að í þessari klemmu erum við líklegri til að fylgja hópnum en að taka af skarið. Umræða um áhorfendaáhrif er nauðsynleg meðal allra samfélagshópa þar sem meðvitund er fyrsta skrefið í að breyta hegðun okkar. Ef við vitum að það er í okkar náttúrulega eðli að skipta okkur ekki af, þegar við sjáum aðra í háska, getum við undirbúið okkur og jafnvel æft okkur í að bregðast öðruvísi við. Áhorfendaáhrif hafa ekki aðeins áhrif þegar kemur að fólki í háska. Þau ná líka til aðstæðna þar sem einelti, áreitni eða mismunun á sér stað. Í slíkum aðstæðum sjáum við að áhorfendur standa oft aðgerðarlausir hjá þar sem þeir telja að aðrir muni grípa inn í eða bregðast við. Aðgerðarleysið viðheldur hins vegar skaðanum og því er mikilvægt að brjóta vítahringinn með því að valdefla einstaklinga í viðbrögðum, í að tjá sig og skapa menningu þar sem öll taka ábyrgð. Með aukinni notkun samfélagsmiðla hafa áhorfendaáhrif þróast samhliða. Á meðan samfélagsmiðlar hafa gert okkur kleift að benda á og aðhafast gegn óréttlæti, geta áhorfaendaáhrif enn unnið gegn okkur. Breytur sem ýta undir áhorfaendaáhrif geta margfaldast á internetinu þar sem við getum ekki séð líkamleg viðbrögð annarra. Fjölmörg dæmi eru um ofbeldi gegn einstaklingum sem hafa verið skrifuð og birt á samfélagsmiðlum og hlotið fjöldaáhorf, og jafnvel umsagnir eða “like”, án þess að nokkur hafi komið einstaklingnum í neyð til aðstoðar eða bjargar. Því miður eru dæmi um að, þegar einstaklingar stíga upp og reyna að koma til bjargar, lendi þeir í slæmri útreið, sem verður til þess að fólk veigrar sér við slíkt eða hreinlega gefst upp. Það krefst hugrekkis að láta sig varða og grípa inn í, en til eru margar leiðir til að bregðast við. Sem dæmi má nefna að stöðva óviðeigandi orðræðu, aðstoða manneskju í háska eða hafa samband við viðbragðsaðila. Fyrstu viðbrögð skipta máli og lágmarks aðkoma getur hvatt önnur til að bregðast við. Með styrk fjöldans getur verið öruggara að grípa inn í aðstæður. 8. nóvember er dagur eineltis. Áhorfendaáhrif í samhengi eineltis varpa ljósi á mikilvægi þess að efla vitund og ábyrgð allra sem verða vitni að slíku áreiti, þar sem hver og einn áhorfandi getur gegnt lykilhlutverki í því að draga úr eða jafnvel stöðva einelti með því að sýna samkennd, taka afstöðu eða styðja þolendur frekar en að láta hjá líða að bregðast við. Höfundur er sálfræðingur og sérfræðingur í vinnuvernd hjá Auðnast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Hefur þú einhvern tímann orðið vitni að óþægilegum atburði þar sem einstaklingur var mögulega í neyð og þú varst í vafa um hvort þú ættir að koma viðkomandi til aðstoðar? Flest okkar trúa því að við myndum ávallt hjálpa fólki í neyð. Áhorfendaáhrif (e. bystander effect) gefa hins vegar annað til kynna og þá sérstaklega þegar fleiri en einn verða vitni að sama atburði. Ýmsir félagslegir þættir hafa þarna áhrif. Við speglum okkur gjarnan í viðbrögðum annarra í kringum okkur og af því leiðir að ef enginn annar bregst við hættunni, drögum við jafnvel þá ályktun að aðstæður séu ekki eins hættulegar og við töldum fyrst. Einnig er algengt að við, án þess að vera endilega meðvituð um það, bíðum eftir að einhver önnur bregðist við. Ákveðin togstreita verður til innra með okkur í ofangreindum aðstæðum, þar sem við viljum grípa inn í og bregðast við í aðstæðum sem við upplifum brjóta gegn gildum okkar eða siðferði á sama tíma og við viljum ekki skera okkur úr hópnum sem við tilheyrum. Rannsóknir sýna að í þessari klemmu erum við líklegri til að fylgja hópnum en að taka af skarið. Umræða um áhorfendaáhrif er nauðsynleg meðal allra samfélagshópa þar sem meðvitund er fyrsta skrefið í að breyta hegðun okkar. Ef við vitum að það er í okkar náttúrulega eðli að skipta okkur ekki af, þegar við sjáum aðra í háska, getum við undirbúið okkur og jafnvel æft okkur í að bregðast öðruvísi við. Áhorfendaáhrif hafa ekki aðeins áhrif þegar kemur að fólki í háska. Þau ná líka til aðstæðna þar sem einelti, áreitni eða mismunun á sér stað. Í slíkum aðstæðum sjáum við að áhorfendur standa oft aðgerðarlausir hjá þar sem þeir telja að aðrir muni grípa inn í eða bregðast við. Aðgerðarleysið viðheldur hins vegar skaðanum og því er mikilvægt að brjóta vítahringinn með því að valdefla einstaklinga í viðbrögðum, í að tjá sig og skapa menningu þar sem öll taka ábyrgð. Með aukinni notkun samfélagsmiðla hafa áhorfendaáhrif þróast samhliða. Á meðan samfélagsmiðlar hafa gert okkur kleift að benda á og aðhafast gegn óréttlæti, geta áhorfaendaáhrif enn unnið gegn okkur. Breytur sem ýta undir áhorfaendaáhrif geta margfaldast á internetinu þar sem við getum ekki séð líkamleg viðbrögð annarra. Fjölmörg dæmi eru um ofbeldi gegn einstaklingum sem hafa verið skrifuð og birt á samfélagsmiðlum og hlotið fjöldaáhorf, og jafnvel umsagnir eða “like”, án þess að nokkur hafi komið einstaklingnum í neyð til aðstoðar eða bjargar. Því miður eru dæmi um að, þegar einstaklingar stíga upp og reyna að koma til bjargar, lendi þeir í slæmri útreið, sem verður til þess að fólk veigrar sér við slíkt eða hreinlega gefst upp. Það krefst hugrekkis að láta sig varða og grípa inn í, en til eru margar leiðir til að bregðast við. Sem dæmi má nefna að stöðva óviðeigandi orðræðu, aðstoða manneskju í háska eða hafa samband við viðbragðsaðila. Fyrstu viðbrögð skipta máli og lágmarks aðkoma getur hvatt önnur til að bregðast við. Með styrk fjöldans getur verið öruggara að grípa inn í aðstæður. 8. nóvember er dagur eineltis. Áhorfendaáhrif í samhengi eineltis varpa ljósi á mikilvægi þess að efla vitund og ábyrgð allra sem verða vitni að slíku áreiti, þar sem hver og einn áhorfandi getur gegnt lykilhlutverki í því að draga úr eða jafnvel stöðva einelti með því að sýna samkennd, taka afstöðu eða styðja þolendur frekar en að láta hjá líða að bregðast við. Höfundur er sálfræðingur og sérfræðingur í vinnuvernd hjá Auðnast.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun