Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar 8. nóvember 2024 12:47 Hvernig gengur fólki í skóla sem er með les-, skrif- eða reikningsblindu? Er horft á styrkleika þeirra eða veikleika? Hefur verið gerð könnun á því hve margir í fangelsum landsins eru skaddaðir eftir skólagöngu, þar sem þeir hvorki fengu að njóta sannmælis, né nota sína styrkleika? Þurfum við að hugsa skólakerfið uppá nýtt? Fræðsluskylda í stað skólaskyldu í efri bekkjum grunnskóla, er það raunhæft?. Já ég sé það sem mikið tækifæri í átt til jákvæðra breytinga. Hugsið ykkur! Þá geta krakkar ráðið því hvort þau mæta í skóla eða læra heima hjá sér með sínum hraða. Ég sé fyrir mér að kennslan fari fram á Netinu fyrir þá sem þess óska. Börnin geta lært á sínum hraða og áhuga. Þau geta valið sér kennara og námsefni. Búseta skiptir þarna engu máli. Hægt verður að sníða nám/fræðslu eftir einstaklingi. Öll erum við einstök og höfum hæfileika á misjöfnum sviðum. Sumir eru hópsálir aðrir einfarar. Ef við hugsum menntakerfið upp á nýtt með því að koma fræðslu út úr kennslustofunni þá stígum við mikilvæg skref inní framtíðina. Það þrífast ekki allir í þessum ramma sem kennslustofan er. Oft erum við að búa til vandmál þegar allir eru settir inní sama kassann, undir sömu kröfur, vitandi það að við erum misjöfn með mismunandi þarfir og hæfileika. Útkoman getur aldrei verið góð. Fangelsin eru kannski full af fólki sem ekki fékk tækifæri innan skólakerfisins? Þess vegna er komin tími til að hugsa út fyrir kassann, nota nútíma tækni sem Internetið er og gefa skólaskylduna upp á bátinn. Þetta myndi verða mikill léttir fyrir mörg heimili t.d. þarf ekki að argast í krökkunum að vakna fyrir allar aldir eða klára heimanámið á kvöldin. Þetta yrði mikill léttir fyrir kennara t.d. að losna við ólátabelgina sem hafa aldrei passað inní kennslustofuna, fyrir utan hversu miklu skemmtilegri kennsla það yrði fyrir kennara að fá að losna undan uppeldishlutverkinu sem þeir eru komnir í, í kennslustofunni. Þetta yrði líka mikill léttir fyrir marga krakka því þeim líður illa í stórum hóp, vinna best í einrúmi eða með fáum. Svo má ekki heldur gleyma því að sumum hentar einfaldlega ekki að vakna fyrr en undir hádegi og vinna best á kvöldin og á nóttunni. Og trúið mér, það eldist ekki af fólki! Einnig væri hægt að koma inn meiri verkmenntun og leyfa krökkum til dæmis að vinna með foreldrum sínum á vinnustað og ýta þannig undir það að við lærum með því að gera. Við þurfum að horfa meira á styrkleika og áhugasvið hvers og eins og ýta undir það, frekar en veikleikana. Þannig að ef við innleiðum fræðsluskyldu í stað skólaskyldu, myndi það hafa gífurlega jákvæð áhrif á einstaklinginn og allt samfélagið þegar upp er staðið. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og frumkvöðull og er frambjóðandi hjá Lýðræðisflokknum, 3. sæti í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig gengur fólki í skóla sem er með les-, skrif- eða reikningsblindu? Er horft á styrkleika þeirra eða veikleika? Hefur verið gerð könnun á því hve margir í fangelsum landsins eru skaddaðir eftir skólagöngu, þar sem þeir hvorki fengu að njóta sannmælis, né nota sína styrkleika? Þurfum við að hugsa skólakerfið uppá nýtt? Fræðsluskylda í stað skólaskyldu í efri bekkjum grunnskóla, er það raunhæft?. Já ég sé það sem mikið tækifæri í átt til jákvæðra breytinga. Hugsið ykkur! Þá geta krakkar ráðið því hvort þau mæta í skóla eða læra heima hjá sér með sínum hraða. Ég sé fyrir mér að kennslan fari fram á Netinu fyrir þá sem þess óska. Börnin geta lært á sínum hraða og áhuga. Þau geta valið sér kennara og námsefni. Búseta skiptir þarna engu máli. Hægt verður að sníða nám/fræðslu eftir einstaklingi. Öll erum við einstök og höfum hæfileika á misjöfnum sviðum. Sumir eru hópsálir aðrir einfarar. Ef við hugsum menntakerfið upp á nýtt með því að koma fræðslu út úr kennslustofunni þá stígum við mikilvæg skref inní framtíðina. Það þrífast ekki allir í þessum ramma sem kennslustofan er. Oft erum við að búa til vandmál þegar allir eru settir inní sama kassann, undir sömu kröfur, vitandi það að við erum misjöfn með mismunandi þarfir og hæfileika. Útkoman getur aldrei verið góð. Fangelsin eru kannski full af fólki sem ekki fékk tækifæri innan skólakerfisins? Þess vegna er komin tími til að hugsa út fyrir kassann, nota nútíma tækni sem Internetið er og gefa skólaskylduna upp á bátinn. Þetta myndi verða mikill léttir fyrir mörg heimili t.d. þarf ekki að argast í krökkunum að vakna fyrir allar aldir eða klára heimanámið á kvöldin. Þetta yrði mikill léttir fyrir kennara t.d. að losna við ólátabelgina sem hafa aldrei passað inní kennslustofuna, fyrir utan hversu miklu skemmtilegri kennsla það yrði fyrir kennara að fá að losna undan uppeldishlutverkinu sem þeir eru komnir í, í kennslustofunni. Þetta yrði líka mikill léttir fyrir marga krakka því þeim líður illa í stórum hóp, vinna best í einrúmi eða með fáum. Svo má ekki heldur gleyma því að sumum hentar einfaldlega ekki að vakna fyrr en undir hádegi og vinna best á kvöldin og á nóttunni. Og trúið mér, það eldist ekki af fólki! Einnig væri hægt að koma inn meiri verkmenntun og leyfa krökkum til dæmis að vinna með foreldrum sínum á vinnustað og ýta þannig undir það að við lærum með því að gera. Við þurfum að horfa meira á styrkleika og áhugasvið hvers og eins og ýta undir það, frekar en veikleikana. Þannig að ef við innleiðum fræðsluskyldu í stað skólaskyldu, myndi það hafa gífurlega jákvæð áhrif á einstaklinginn og allt samfélagið þegar upp er staðið. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og frumkvöðull og er frambjóðandi hjá Lýðræðisflokknum, 3. sæti í Reykjavík suður.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar