Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Gunnar Reynir Valþórsson og Árni Sæberg skrifa 11. nóvember 2024 06:47 Forsetarnir tveir ræddu saman í síma. Þessi mynd er tekin árið 2019. Mikhail Svetlov/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa rætt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í síma fyrir helgi. Þetta herma heimildir bandaríska dagblaðsins Washington Post. Heimildir þeirra herma að Trump hafi varað Pútín eindregið við því að stigmagna stríðið í Úkraínu og á forsetinn verðandi að hafa minnt Pútín á að Bandaríkjamenn séu enn með töluverðan herafla í Evrópu. Úkraínumenn vissu ekki af samtalinu Þá er sagt að Trump hafi farið fram á frekari viðræður við Pútín, með það að markmiði að ná fram friðsamlegri lausn í Úkraínu. Trump hefur margoft sagt síðustu misserin að það væri létt verk að leysa Úkraínustríðið, án þess að hann hafi farið nánar út í þá sálma. Talsmenn Úkraínuforseta segja að þeir hafi ekki haft veður af samtali Trumps og Pútíns fyrir fram og raunar hafa talsmenn Trumps ekki staðfest að það hafi í raun átt sér stað. Tjá sig ekki um einstök símtöl Í svari til Reuters segir Steven Cheung, samskiptastjóri Trumps að ekki sé hægt að tjá sig um einstök símtöl sem Trump eigi við þjóðarleiðtoga heimsins. Búist er við því að Trump og Joe Biden fráfarandi forseti hittist í Hvíta húsinu á miðvikudaginn kemur, og er talið að Biden muni eyða miklu púðri í að reyna að fá Trump til að halda áfram stuðningi við Úkraínu á hernaðarsviðinu. Uppfært 9:10 Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, hefur haldið því fram að yfirmaður sinn hafi ekki rætt við Trump. Þar að auki liggi ekki fyrir áætlanir um að þeir muni tala saman á næstunni. Donald Trump Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Aldrei jafn margar drónaárásir Umfangsmiklar árásir voru gerðar í Úkraínu og Rússlandi síðastliðna nótt. Aldrei hafa jafn margir drónar verið sendir af stað í einu. 10. nóvember 2024 22:21 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Sjá meira
Þetta herma heimildir bandaríska dagblaðsins Washington Post. Heimildir þeirra herma að Trump hafi varað Pútín eindregið við því að stigmagna stríðið í Úkraínu og á forsetinn verðandi að hafa minnt Pútín á að Bandaríkjamenn séu enn með töluverðan herafla í Evrópu. Úkraínumenn vissu ekki af samtalinu Þá er sagt að Trump hafi farið fram á frekari viðræður við Pútín, með það að markmiði að ná fram friðsamlegri lausn í Úkraínu. Trump hefur margoft sagt síðustu misserin að það væri létt verk að leysa Úkraínustríðið, án þess að hann hafi farið nánar út í þá sálma. Talsmenn Úkraínuforseta segja að þeir hafi ekki haft veður af samtali Trumps og Pútíns fyrir fram og raunar hafa talsmenn Trumps ekki staðfest að það hafi í raun átt sér stað. Tjá sig ekki um einstök símtöl Í svari til Reuters segir Steven Cheung, samskiptastjóri Trumps að ekki sé hægt að tjá sig um einstök símtöl sem Trump eigi við þjóðarleiðtoga heimsins. Búist er við því að Trump og Joe Biden fráfarandi forseti hittist í Hvíta húsinu á miðvikudaginn kemur, og er talið að Biden muni eyða miklu púðri í að reyna að fá Trump til að halda áfram stuðningi við Úkraínu á hernaðarsviðinu. Uppfært 9:10 Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, hefur haldið því fram að yfirmaður sinn hafi ekki rætt við Trump. Þar að auki liggi ekki fyrir áætlanir um að þeir muni tala saman á næstunni.
Donald Trump Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Aldrei jafn margar drónaárásir Umfangsmiklar árásir voru gerðar í Úkraínu og Rússlandi síðastliðna nótt. Aldrei hafa jafn margir drónar verið sendir af stað í einu. 10. nóvember 2024 22:21 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Sjá meira
Aldrei jafn margar drónaárásir Umfangsmiklar árásir voru gerðar í Úkraínu og Rússlandi síðastliðna nótt. Aldrei hafa jafn margir drónar verið sendir af stað í einu. 10. nóvember 2024 22:21