Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar 11. nóvember 2024 10:47 Af hverju tölum við niður kennara og annað starfsfólk sem vinnur með börnunum okkar? Hvers vegna köllum við ábyrga foreldra leiðinlega og tökum umræðu um börn og ungmenni stöðugt útfrá neikvæðustu rannsóknargögnum sem völ er á? Það tapa allir þegar að við tölum niður framtíð landsins. Í gegnum starf mitt hef ég verið svo heppinn að geta átt samtal við um 12.000 börn og ungmenni, 700 kennara og 1.600 foreldra síðastliðið ár í 80 mismunandi skólum um allt land. Ég tel það mína ábyrgð að stíga inn í þessa umræðu því mín upplifun er síður en svo að það sé allt að fara til fjandans. Lítum á þann árangur sem við höfum náð: Árið 2021 voru 60% barna á aldrinum 9-12 ára með aðgang að TikTok og Snapchat. Tveimur árum síðar hafði það hlutfall lækkað niður í 36% á TikTok og 42% á Snapchat. Á báðum miðlum er 13 ára aldurstakmark. Árið 2021 höfðu 42% stúlkna í 8.-10. bekk fengið senda nektarmynd. Það hlutfall var komið niður í 24% árið 2023. Beiðnum um nektarmyndir í sama aldurshópi meðal stúlkna hefur fækkaði úr 51% (2021) í 29% (2023). Hlutfall drengja í 8.-10. bekk sem horfa á klám lækkar úr 61% (2021) í 33% (2023). Hlutfall nemenda sem hafa upplifað einelti á netinu, í símanum eða í tölvuleikjum lækkar einnig bæði meðal drengja og stúlkna 9-18 ára. Þessi árangur er í boði: Forvarnafræðslu mismunandi aðila sem alltof margir eru fjármagnaðir tímabundið eða án fyrirsjánleika. Kennara um allt land sem vinna sitt starf sannarlega af hugsjón og metnaði. Foreldra sem sýna ábyrgð í verki og taka þátt í skólastarfi barna sinna. Barna og ungmenna sem við dæmum oft út frá neikvæðum gögnum án þess að tala við þau sjálf. Á ferð minni um landið hef ég fundið fyrir sterku ákalli frá þessum hópum um aukinn stuðning til þess að takast á við nýjar áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í nútíma samfélagi. Til þess að skilja þarfir þessara hópa þurfum að vera tilbúin til að hlusta, setja okkur í þeirra fótspor og aðlaga lausnir að mismunandi þörfum mismunandi hópa. Höldum áfram að vinna að farsæld barna, þar sem útgangspunkturinn í öllu sem við gerum á að vera barnið og hagsmunir þess. Höldum áfram að tryggja aðgengi að menntun fyrir öll börn. Brúum bilið og höldum áfram að styðja við þátttöku fatlaðra barna. Leggjum áherslu á forvarnir, gagnrýna hugsun, stafræna borgaravitund, miðlalæsi og kynjafræði. Klöppum okkur á bakið fyrir þann árangur sem við höfum náð og höldum áfram þeirri mikilvægu vinnu sem unnin hefur verið á kjörtímabilinu í að efla og styðja við menntun. Í allri vinnu með börn og ungmenni er mikilvægt að horfa til framtíðar og það gerum við ekki með skyndilausnum. Stórar og nauðsynlegar breytingar geta tekið á, þær geta tekið tíma í framkvæmd og það getur tekið tíma að sjá ávinninginn af þeim. Í menntastefnu til ársins 2030 og í endurskoðun á aðalnámskrá sjáum við að horft er til framtíðar. Höldum áfram þessari vinnu Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra og þeirri hugsjón sem hann hefur verið óhræddur við að hrinda í framkvæmd. Styðjum við kennara og annað starfsfólk skóla-, frístunda-, íþrótta- og tómstundastarfs sem eru fyrirmyndir barnanna okkar! Valdeflum foreldra og höfum trú á næstu kynslóð! Höfundur er sérfræðingur á sviði upplýsinga- og miðlalæsis og í 4. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Bragi Geirdal Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Af hverju tölum við niður kennara og annað starfsfólk sem vinnur með börnunum okkar? Hvers vegna köllum við ábyrga foreldra leiðinlega og tökum umræðu um börn og ungmenni stöðugt útfrá neikvæðustu rannsóknargögnum sem völ er á? Það tapa allir þegar að við tölum niður framtíð landsins. Í gegnum starf mitt hef ég verið svo heppinn að geta átt samtal við um 12.000 börn og ungmenni, 700 kennara og 1.600 foreldra síðastliðið ár í 80 mismunandi skólum um allt land. Ég tel það mína ábyrgð að stíga inn í þessa umræðu því mín upplifun er síður en svo að það sé allt að fara til fjandans. Lítum á þann árangur sem við höfum náð: Árið 2021 voru 60% barna á aldrinum 9-12 ára með aðgang að TikTok og Snapchat. Tveimur árum síðar hafði það hlutfall lækkað niður í 36% á TikTok og 42% á Snapchat. Á báðum miðlum er 13 ára aldurstakmark. Árið 2021 höfðu 42% stúlkna í 8.-10. bekk fengið senda nektarmynd. Það hlutfall var komið niður í 24% árið 2023. Beiðnum um nektarmyndir í sama aldurshópi meðal stúlkna hefur fækkaði úr 51% (2021) í 29% (2023). Hlutfall drengja í 8.-10. bekk sem horfa á klám lækkar úr 61% (2021) í 33% (2023). Hlutfall nemenda sem hafa upplifað einelti á netinu, í símanum eða í tölvuleikjum lækkar einnig bæði meðal drengja og stúlkna 9-18 ára. Þessi árangur er í boði: Forvarnafræðslu mismunandi aðila sem alltof margir eru fjármagnaðir tímabundið eða án fyrirsjánleika. Kennara um allt land sem vinna sitt starf sannarlega af hugsjón og metnaði. Foreldra sem sýna ábyrgð í verki og taka þátt í skólastarfi barna sinna. Barna og ungmenna sem við dæmum oft út frá neikvæðum gögnum án þess að tala við þau sjálf. Á ferð minni um landið hef ég fundið fyrir sterku ákalli frá þessum hópum um aukinn stuðning til þess að takast á við nýjar áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í nútíma samfélagi. Til þess að skilja þarfir þessara hópa þurfum að vera tilbúin til að hlusta, setja okkur í þeirra fótspor og aðlaga lausnir að mismunandi þörfum mismunandi hópa. Höldum áfram að vinna að farsæld barna, þar sem útgangspunkturinn í öllu sem við gerum á að vera barnið og hagsmunir þess. Höldum áfram að tryggja aðgengi að menntun fyrir öll börn. Brúum bilið og höldum áfram að styðja við þátttöku fatlaðra barna. Leggjum áherslu á forvarnir, gagnrýna hugsun, stafræna borgaravitund, miðlalæsi og kynjafræði. Klöppum okkur á bakið fyrir þann árangur sem við höfum náð og höldum áfram þeirri mikilvægu vinnu sem unnin hefur verið á kjörtímabilinu í að efla og styðja við menntun. Í allri vinnu með börn og ungmenni er mikilvægt að horfa til framtíðar og það gerum við ekki með skyndilausnum. Stórar og nauðsynlegar breytingar geta tekið á, þær geta tekið tíma í framkvæmd og það getur tekið tíma að sjá ávinninginn af þeim. Í menntastefnu til ársins 2030 og í endurskoðun á aðalnámskrá sjáum við að horft er til framtíðar. Höldum áfram þessari vinnu Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra og þeirri hugsjón sem hann hefur verið óhræddur við að hrinda í framkvæmd. Styðjum við kennara og annað starfsfólk skóla-, frístunda-, íþrótta- og tómstundastarfs sem eru fyrirmyndir barnanna okkar! Valdeflum foreldra og höfum trú á næstu kynslóð! Höfundur er sérfræðingur á sviði upplýsinga- og miðlalæsis og í 4. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun