Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2024 11:47 Tisza-flokkur Peters Magyar hefur mælst stærri en FIdesz-flokkur Orbán í nýlegum skoðanakönnunum. Næst verður kosið í Ungverjalandi árið 2026. Vísir/EPA Leiðtogi ungversku stjórnarandstöðunnar sakar ríkisstjórn Viktors Orbán forsætisráðherra um að njósna um sig og aðstoðarmenn sína. Líkir hann hlerununum við Watergate-hneykslið sem felldi Richard Nixon, fyrrum Bandaríkjaforseta. Péter Magyar, leiðtogi Tisza-flokksins, bar ásakanir sínar fram á fréttamannafundi í Búdapest í gær. Fullyrti hann að þjóðhollir leyniþjónustumenn hefðu upplýst sig um að íbúð sín, skrifstofur flokksins og farartæki hefðu verið hleruð um margra mánaða skeið. Orbán sjálfur hefði vitað af hlerunum. Magyar lagði þó ekki fram frekari sannanir fyrir máli sínu. Sakaði Magyar ríkisstjórnina um að ætla að koma höggi á sig með blöndu af raunverulegum upptökum og hljóðbrotum sem væru fölsuð með hjálp gervigreindar. Þá hélt hann því fram að Fidesz-flokkur Orbán hefði greitt fyrrverandi kærustu sinni til þess að taka upp samtöl við hann á laun. „Ríkisstjórnin vill þagga niður í okkur en það er ekki hægt að þagga niður í milljónum manna,“ sagði Magyar sem kallaði njósnirnar „ungverskt Watergate-mál“. Watergate-hneykslið snerist að hluta til um símahleranir skósveina Richards Nixon um Demókrataflokkinn í Bandaríkjunum á áttunda áratug síðustu aldar. Nixon sagði af sér embætti vegna tilrauna sinna til þess að hylma yfir óþverrabrögð sem endurkjörsnefnd hans beitti árið 1974. Talsmaður ríkisstjórnarinnar gerði lítið úr ásökunum Magyar. „Einhver hefur horft á of margar njósnamyndir í leiðindum sínum,“ hefur Politico eftir Eszter Vitályos. Ungverjaland Mannréttindi Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Sjá meira
Péter Magyar, leiðtogi Tisza-flokksins, bar ásakanir sínar fram á fréttamannafundi í Búdapest í gær. Fullyrti hann að þjóðhollir leyniþjónustumenn hefðu upplýst sig um að íbúð sín, skrifstofur flokksins og farartæki hefðu verið hleruð um margra mánaða skeið. Orbán sjálfur hefði vitað af hlerunum. Magyar lagði þó ekki fram frekari sannanir fyrir máli sínu. Sakaði Magyar ríkisstjórnina um að ætla að koma höggi á sig með blöndu af raunverulegum upptökum og hljóðbrotum sem væru fölsuð með hjálp gervigreindar. Þá hélt hann því fram að Fidesz-flokkur Orbán hefði greitt fyrrverandi kærustu sinni til þess að taka upp samtöl við hann á laun. „Ríkisstjórnin vill þagga niður í okkur en það er ekki hægt að þagga niður í milljónum manna,“ sagði Magyar sem kallaði njósnirnar „ungverskt Watergate-mál“. Watergate-hneykslið snerist að hluta til um símahleranir skósveina Richards Nixon um Demókrataflokkinn í Bandaríkjunum á áttunda áratug síðustu aldar. Nixon sagði af sér embætti vegna tilrauna sinna til þess að hylma yfir óþverrabrögð sem endurkjörsnefnd hans beitti árið 1974. Talsmaður ríkisstjórnarinnar gerði lítið úr ásökunum Magyar. „Einhver hefur horft á of margar njósnamyndir í leiðindum sínum,“ hefur Politico eftir Eszter Vitályos.
Ungverjaland Mannréttindi Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Sjá meira