Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar 12. nóvember 2024 09:15 Margir Íslendingar þurfa reglulega að velta fyrir sér þessari spurningu. Fólk sem flutti frá æskuslóðum til að sækja menntun og reynslu annars staðar. Flest þekkjum við dæmi og jafnvel af eigin raun. Það er stórkostlegt hve margir fá tækifæri til að hleypa heimdraganum, kynnast nýjum stöðum og stækka reynsluheiminn. Sumir koma sér fyrir, stofna jafnvel fjölskyldu og ílengjast. En yfirleitt dúkkar upp spurningin á einhverjum tímapunkti. Hvenær á að flytja heim? Svarið felur kannski sjaldnast í sér nákvæma tímasetningu heldur aðstæður sem þurfa að vera fyrir hendi. Og það er eitt af því sem samfélög hringinn í kringum landið velta fyrir sér, hvað þurfi til þess að ungt fólk vilji koma aftur heim. Atvinnumöguleikar, húsnæðismál, vinir og fjölskylda, skólar, afþreying, mannlíf og nærþjónusta ýmisskonar eru dæmi um atriði sem geta skipt máli. Það var að minnsta kosti þannig þegar ég stóð í þessum sporum á sínum tíma og valdi Ísland, Akureyri nánar tiltekið. En við erum sem betur fer misjöfn og þar af leiðandi skora ólíkir búsetukostir mishátt. Samgöngur og heilbrigðisþjónusta eru grunnstoðir Að mínu mati eru þó tvö atriði sem verður að taka sérstaklega út fyrir sviga varðandi hlutverk ríkisvaldsins í byggðaþróun. Öruggar samgöngur og aðgengi að heilbrigðisþjónustu hljóta að vera allt að því nauðsynleg skilyrði fyrir því að fólk geti hugsað sér að setjast að á landsbyggðinni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur góða sögu að segja í þessum efnum, enda hefur hann verið á vaktinni í gegnum helstu framfaraskeið landsins og staðið fyrir mörgum samgönguframkvæmdum sem hafa gjörbreytt búsetuskilyrðum fólks. Hann hefur einnig lagt mikilvæg lóð á vogarskálar við að byggja upp heilbrigðiskerfið og á stundum staðið einn í baráttunni fyrir þróun og raunverulegum framförum, þegar pólitískar kreddur annarra flokka hafa staðið í vegi fyrir bættri þjónustu. Nýtum fjölbreyttar leiðir til árangurs Næsta framfaraskeið í þessum mikilvægu málaflokkum getur verið framundan. Markmiðið er að veita öllum trausta heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og efnahag, en til þess þarf að skilgreina betur hlutverk og auka samstarf þjónustuveitenda, bæði opinberra og sjálfstætt starfandi. Við þurfum að standa vörð um fjármögnun, en jafnframt að leggja meiri áherslu á nýsköpun, stafrænar lausnir og fjarheilbrigðisþjónustu í bland við komur sérfræðinga á heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni og draga þannig úr kostnaðarsömum læknisheimsóknum til Reykjavíkur. Í þessu samhengi er vert að nefna sérstaklega Sjúkrahúsið á Akureyri sem gegnir lykilhlutverki gagnvart stóru svæði og landinu í heild sem varasjúkrahús. Við eigum framúrskarandi heilbrigðisstarfsfólk og þurfum að búa þannig um hnútana að það vilji búa hér og sinna sínum verðmætu störfum um allt land. Hvað samgöngumálin varðar þá ætti að vera forgangsmál stjórnvalda á hverjum tíma að halda við og byggja upp vegi, brýr og aðra samgönguinnviði. Stefna Sjálfstæðisflokksins er að forgangsraða fjármunum til nauðsynlegra samgönguúrbóta og beita fjölbreyttari leiðum, meðal annars í samstarfi við einkaaðila, til þess að flýta uppbyggingu. Umferð hefur stóraukist og slit á vegum sömuleiðis á meðan tekjur til viðhalds og endurbóta hafa dregist saman. Mikilvægt er að tryggja fjármögnun á vegakerfinu til framtíðar og þótt við getum deilt um leiðir og útfærslu þá hlýtur að vera eðlilegt að þeir sem nota vegina taki aukinn þátt í að halda þeim við. Að mínu mati þyrfti jafnframt að setja kraft í jarðgangaframkvæmdir enda af nógu að taka, ekki síst á Norður- og Austurlandi, og ætti að vera markmið að á hverjum tíma séu ein jarðgöng á framkvæmdastigi. Það eru sannarlega verk að vinna, en við þurfum að forgangsraða nauðsynlegum innviðum svo að fólk geti raunverulega valið sér búsetu. En til þess þurfum við líka sterkan Sjálfstæðisflokk – fyrir okkur öll. Höfundur skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Margir Íslendingar þurfa reglulega að velta fyrir sér þessari spurningu. Fólk sem flutti frá æskuslóðum til að sækja menntun og reynslu annars staðar. Flest þekkjum við dæmi og jafnvel af eigin raun. Það er stórkostlegt hve margir fá tækifæri til að hleypa heimdraganum, kynnast nýjum stöðum og stækka reynsluheiminn. Sumir koma sér fyrir, stofna jafnvel fjölskyldu og ílengjast. En yfirleitt dúkkar upp spurningin á einhverjum tímapunkti. Hvenær á að flytja heim? Svarið felur kannski sjaldnast í sér nákvæma tímasetningu heldur aðstæður sem þurfa að vera fyrir hendi. Og það er eitt af því sem samfélög hringinn í kringum landið velta fyrir sér, hvað þurfi til þess að ungt fólk vilji koma aftur heim. Atvinnumöguleikar, húsnæðismál, vinir og fjölskylda, skólar, afþreying, mannlíf og nærþjónusta ýmisskonar eru dæmi um atriði sem geta skipt máli. Það var að minnsta kosti þannig þegar ég stóð í þessum sporum á sínum tíma og valdi Ísland, Akureyri nánar tiltekið. En við erum sem betur fer misjöfn og þar af leiðandi skora ólíkir búsetukostir mishátt. Samgöngur og heilbrigðisþjónusta eru grunnstoðir Að mínu mati eru þó tvö atriði sem verður að taka sérstaklega út fyrir sviga varðandi hlutverk ríkisvaldsins í byggðaþróun. Öruggar samgöngur og aðgengi að heilbrigðisþjónustu hljóta að vera allt að því nauðsynleg skilyrði fyrir því að fólk geti hugsað sér að setjast að á landsbyggðinni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur góða sögu að segja í þessum efnum, enda hefur hann verið á vaktinni í gegnum helstu framfaraskeið landsins og staðið fyrir mörgum samgönguframkvæmdum sem hafa gjörbreytt búsetuskilyrðum fólks. Hann hefur einnig lagt mikilvæg lóð á vogarskálar við að byggja upp heilbrigðiskerfið og á stundum staðið einn í baráttunni fyrir þróun og raunverulegum framförum, þegar pólitískar kreddur annarra flokka hafa staðið í vegi fyrir bættri þjónustu. Nýtum fjölbreyttar leiðir til árangurs Næsta framfaraskeið í þessum mikilvægu málaflokkum getur verið framundan. Markmiðið er að veita öllum trausta heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og efnahag, en til þess þarf að skilgreina betur hlutverk og auka samstarf þjónustuveitenda, bæði opinberra og sjálfstætt starfandi. Við þurfum að standa vörð um fjármögnun, en jafnframt að leggja meiri áherslu á nýsköpun, stafrænar lausnir og fjarheilbrigðisþjónustu í bland við komur sérfræðinga á heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni og draga þannig úr kostnaðarsömum læknisheimsóknum til Reykjavíkur. Í þessu samhengi er vert að nefna sérstaklega Sjúkrahúsið á Akureyri sem gegnir lykilhlutverki gagnvart stóru svæði og landinu í heild sem varasjúkrahús. Við eigum framúrskarandi heilbrigðisstarfsfólk og þurfum að búa þannig um hnútana að það vilji búa hér og sinna sínum verðmætu störfum um allt land. Hvað samgöngumálin varðar þá ætti að vera forgangsmál stjórnvalda á hverjum tíma að halda við og byggja upp vegi, brýr og aðra samgönguinnviði. Stefna Sjálfstæðisflokksins er að forgangsraða fjármunum til nauðsynlegra samgönguúrbóta og beita fjölbreyttari leiðum, meðal annars í samstarfi við einkaaðila, til þess að flýta uppbyggingu. Umferð hefur stóraukist og slit á vegum sömuleiðis á meðan tekjur til viðhalds og endurbóta hafa dregist saman. Mikilvægt er að tryggja fjármögnun á vegakerfinu til framtíðar og þótt við getum deilt um leiðir og útfærslu þá hlýtur að vera eðlilegt að þeir sem nota vegina taki aukinn þátt í að halda þeim við. Að mínu mati þyrfti jafnframt að setja kraft í jarðgangaframkvæmdir enda af nógu að taka, ekki síst á Norður- og Austurlandi, og ætti að vera markmið að á hverjum tíma séu ein jarðgöng á framkvæmdastigi. Það eru sannarlega verk að vinna, en við þurfum að forgangsraða nauðsynlegum innviðum svo að fólk geti raunverulega valið sér búsetu. En til þess þurfum við líka sterkan Sjálfstæðisflokk – fyrir okkur öll. Höfundur skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun