Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar 12. nóvember 2024 12:29 Þetta er stutt fréttaskýringin á hvalveiðidramatík síðustu daga ykkur til upplýsingar. Augljóslega vilja allir vita hver sökkti hvalveiðiskipinu áður en það sigldi úr höfn úr Sveppaborg. Þar að segja hver var svo ósvífinn að sökkva hvalveiðiskipi Sveppasveitarinnar enn einu sinni? Voru það kannski alveg sömu alþjóðlegu glæpamenn og áður? Ykkur til hjálpar er hér útlistun á helstu leikendum í kvalaveiðisögu síðustu daga: Svalur og Valur Obbosslega frægir blaðamenn í Sveppalandi. Svalur var einu sinni lyftudrengur í Sveppalandssjónvarpinu. Hann fékk það hlutverk að lyfta rannsóknarblaðamennsku í Sveppalandi á hærra plan. Með honum er vinur hans Valur. Hann er tvöfalt hærri, nánast með höfuðið í skýjunum, hvatvís draumóradrengur sem dreymir um spillingarlaust Sveppaland (gangi honum vel). Sveppagreifinn Vinur þeirra Svals og Val. Hann er með doktorsgráðu í baneitruðum sveppum, spillingarsveppum og á það til að gera allt vitlaust. Zorglúbb eða Sorg-klúbbi Hann er háaldraður hvalvísindaveiðimaður með mikið mikilmennskubrjálæði. Planar í leynd heimsyfirráð yfir Sveppalandi í krafti fyrirtækisins Hvalur og sveppur hf. Landsstjórinn í Sveppalandi Langbesti vinur Sorgklúbbs. Saman eru þeir í Sveppasveitinni sem rúlar og gorkúlar í flestum vafasömum dæmum. Landsstjórinn og Sveppasveitin kenna hins vegar jafnan Sveppagreifanum eða Sval og Val um allt sem miður fer. Don Engey Cortizone Kóninn er alþjóðlega betur þekktur sem Lucky teflon, ótrúlega heppinn fulltrúi Sveppasveitarinnar sem tekst alltaf að forðast sveppvísina. Tvöfaldi þríhyrningurinn Alþjóðleg glæpasamtök, skuggalega sérhæfð í djöfullegum plottum. Atburðarás Leynilegir útsendarar Tvöfalda þríhyrningsins gjörplata son Landsstjórans í Sveppalandi til að játa fullkomlega og hreint út hrikaleg áform um sveppavitlausar hvalveiðar gegn alveg ákveðnum sveppapólitískum og gorgkúlandi fjármálagreiðum. Þeir taka upp alla dásemdina og senda heila klabbið á Sval og Val. Blaðamennirnir fagna þessu innilega og birta heimildirnar samstundis. Landsstjórinn í Sveppalandi brjálast eins og í sveppavímu og kennir Sveppagreifanum um allt saman, nema hvað? Sveppasveitin styður hann alveg fullkomlega og allt verður sveppavitlaust. Hvað svo næst? Hefur Tvöfalda þríhyrningnum enn einu sinni tekist að sökkva hvalveiðibátum Sveppasveitarinnar í höfn Sveppaborgar á meðan sveppasötrandi vaktmenn sváfu á verðinum? Þurfa Svalur og Valur að fara í felur og starfa neðanjarðar, leita aftur í draumgóðu hippa-svepparæturnar? Við fylgjumst með og upplýsum ykkur. Sagan fæst líka á sveppabelgísku en þá kallast hún Spíró (Spirou) og Bjúró klikka á trúnó. En eins og allir vita þá eru rannsóknarblaðamenn alltaf að klikka á trúnó. Höfundur er heimspekingur og stjórnarformaður Gagnsæis, samtaka gegn spillingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Hvalveiðar Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Sjá meira
Þetta er stutt fréttaskýringin á hvalveiðidramatík síðustu daga ykkur til upplýsingar. Augljóslega vilja allir vita hver sökkti hvalveiðiskipinu áður en það sigldi úr höfn úr Sveppaborg. Þar að segja hver var svo ósvífinn að sökkva hvalveiðiskipi Sveppasveitarinnar enn einu sinni? Voru það kannski alveg sömu alþjóðlegu glæpamenn og áður? Ykkur til hjálpar er hér útlistun á helstu leikendum í kvalaveiðisögu síðustu daga: Svalur og Valur Obbosslega frægir blaðamenn í Sveppalandi. Svalur var einu sinni lyftudrengur í Sveppalandssjónvarpinu. Hann fékk það hlutverk að lyfta rannsóknarblaðamennsku í Sveppalandi á hærra plan. Með honum er vinur hans Valur. Hann er tvöfalt hærri, nánast með höfuðið í skýjunum, hvatvís draumóradrengur sem dreymir um spillingarlaust Sveppaland (gangi honum vel). Sveppagreifinn Vinur þeirra Svals og Val. Hann er með doktorsgráðu í baneitruðum sveppum, spillingarsveppum og á það til að gera allt vitlaust. Zorglúbb eða Sorg-klúbbi Hann er háaldraður hvalvísindaveiðimaður með mikið mikilmennskubrjálæði. Planar í leynd heimsyfirráð yfir Sveppalandi í krafti fyrirtækisins Hvalur og sveppur hf. Landsstjórinn í Sveppalandi Langbesti vinur Sorgklúbbs. Saman eru þeir í Sveppasveitinni sem rúlar og gorkúlar í flestum vafasömum dæmum. Landsstjórinn og Sveppasveitin kenna hins vegar jafnan Sveppagreifanum eða Sval og Val um allt sem miður fer. Don Engey Cortizone Kóninn er alþjóðlega betur þekktur sem Lucky teflon, ótrúlega heppinn fulltrúi Sveppasveitarinnar sem tekst alltaf að forðast sveppvísina. Tvöfaldi þríhyrningurinn Alþjóðleg glæpasamtök, skuggalega sérhæfð í djöfullegum plottum. Atburðarás Leynilegir útsendarar Tvöfalda þríhyrningsins gjörplata son Landsstjórans í Sveppalandi til að játa fullkomlega og hreint út hrikaleg áform um sveppavitlausar hvalveiðar gegn alveg ákveðnum sveppapólitískum og gorgkúlandi fjármálagreiðum. Þeir taka upp alla dásemdina og senda heila klabbið á Sval og Val. Blaðamennirnir fagna þessu innilega og birta heimildirnar samstundis. Landsstjórinn í Sveppalandi brjálast eins og í sveppavímu og kennir Sveppagreifanum um allt saman, nema hvað? Sveppasveitin styður hann alveg fullkomlega og allt verður sveppavitlaust. Hvað svo næst? Hefur Tvöfalda þríhyrningnum enn einu sinni tekist að sökkva hvalveiðibátum Sveppasveitarinnar í höfn Sveppaborgar á meðan sveppasötrandi vaktmenn sváfu á verðinum? Þurfa Svalur og Valur að fara í felur og starfa neðanjarðar, leita aftur í draumgóðu hippa-svepparæturnar? Við fylgjumst með og upplýsum ykkur. Sagan fæst líka á sveppabelgísku en þá kallast hún Spíró (Spirou) og Bjúró klikka á trúnó. En eins og allir vita þá eru rannsóknarblaðamenn alltaf að klikka á trúnó. Höfundur er heimspekingur og stjórnarformaður Gagnsæis, samtaka gegn spillingu.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun