Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar 14. nóvember 2024 10:17 Kosningaþátttaka ungs fólks til alþingiskosninga, þ.e.a.s fólk á aldrinum 18-29 ára, hefur verið fremur slakari en hjá þeim eldri. Oft á tíðum áttar ungt fólk sig ekki á mikilvægi þess að geta kosið sér fólk til Alþingis. Fólk sem mun stjórna landinu og taka stórar ákvarðanir sem ráða til um framtíð landsins og fólksins í landinu. Einnig skortir ungt fólk áhugann á pólitík, því finnst oft á tíðum það rosalega „fullorðinslegt“ að hafa áhuga á pólitík. Eldra fólkið þarf að hvetja unga fólkið til að mæta á kjörstað og kjósa, að nýta kosningaréttinn sinn, hvort sem hvatningin er í gegnum skólana, félagsmiðstöðvarnar, vinnustaðina eða bara tala við börnin okkar, barnabörnin, systkinin, vinina o.s.frv. Einnig þarf eldra fólkið að gera þeim grein fyrir því að það er ekki skylda að kjósa einhvern einn ákveðinn flokk, þá má líka skila inn auðu. Það er einungis mikilvægt að mæta á kjörstað og setja kjörseðilinn í kassann. Mikilvægt er samt sem áður að mynda ekki skoðun fyrir þau. Það þarf að hvetja þau til þess að mynda sér skoðun sjálf. Leyfa þeim að ráða hvað þau kjósa. Hvetja þau til þess að horfa á þætti í sjónvarpinu, mæta á viðburði, spyrja fólk, lesa greinar, skoða heimasíður flokkanna og mynda sér eigin skoðun út frá því. Það getur verið krefjandi að skoða allar stefnurnar hjá öllum flokkunum, þar sem það er mikið um flókin málefni og málfar sem ungt fólk skilur ekki endilega. Þá er mikilvægt að hjálpa því og útskýra fyrir þeim hvað er átt við. Hjálpum unga fólkinu við að mynda sér skoðun og mæta á kjörstað. Höfundur er nemandi við Framhaldsskólann á Húsavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Kosningaþátttaka ungs fólks til alþingiskosninga, þ.e.a.s fólk á aldrinum 18-29 ára, hefur verið fremur slakari en hjá þeim eldri. Oft á tíðum áttar ungt fólk sig ekki á mikilvægi þess að geta kosið sér fólk til Alþingis. Fólk sem mun stjórna landinu og taka stórar ákvarðanir sem ráða til um framtíð landsins og fólksins í landinu. Einnig skortir ungt fólk áhugann á pólitík, því finnst oft á tíðum það rosalega „fullorðinslegt“ að hafa áhuga á pólitík. Eldra fólkið þarf að hvetja unga fólkið til að mæta á kjörstað og kjósa, að nýta kosningaréttinn sinn, hvort sem hvatningin er í gegnum skólana, félagsmiðstöðvarnar, vinnustaðina eða bara tala við börnin okkar, barnabörnin, systkinin, vinina o.s.frv. Einnig þarf eldra fólkið að gera þeim grein fyrir því að það er ekki skylda að kjósa einhvern einn ákveðinn flokk, þá má líka skila inn auðu. Það er einungis mikilvægt að mæta á kjörstað og setja kjörseðilinn í kassann. Mikilvægt er samt sem áður að mynda ekki skoðun fyrir þau. Það þarf að hvetja þau til þess að mynda sér skoðun sjálf. Leyfa þeim að ráða hvað þau kjósa. Hvetja þau til þess að horfa á þætti í sjónvarpinu, mæta á viðburði, spyrja fólk, lesa greinar, skoða heimasíður flokkanna og mynda sér eigin skoðun út frá því. Það getur verið krefjandi að skoða allar stefnurnar hjá öllum flokkunum, þar sem það er mikið um flókin málefni og málfar sem ungt fólk skilur ekki endilega. Þá er mikilvægt að hjálpa því og útskýra fyrir þeim hvað er átt við. Hjálpum unga fólkinu við að mynda sér skoðun og mæta á kjörstað. Höfundur er nemandi við Framhaldsskólann á Húsavík.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar