Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 14. nóvember 2024 11:01 Er hægt að byggja upp andlega þrautseigju? Eða eru sumir nátturulega betri en aðrir að standa af sér storminn og hafa þar af leiðandi fengið það að vöggugjöf á meðan aðrir eru ekki svo heppnir. Þetta eru spurningar sem margir velta fyrir sér, sérstaklega þegar þeir standa frammi fyrir áskorunum sem virðast óyfirstíganlegar. Andleg þrautseigja er færni sem hjálpar okkur að takast á við áskoranir og mótlæti í lífinu. Henni má lýsa í tveimur hlutum; að komast í gegnum erfiðleika og að vaxa og þroskast í gegnum þá. Fyrri hlutinn felur í sér að komast í gegnum áskoranir og erfiðleika sem koma upp. Á meðan seinni hlutinn snýr að því að vera opin fyrir tækifærinu sem liggur í erfiðleikum, að þroskast og vaxa í gegnum erfiðleikana. Það er alls ekki auðvelt eða sjálfgefið en það er hins vegar dýrmætt tækifæri sem við höfum til þess að takast betur á við erfiðleika og áskoranir í lífinu og verða betri útgáfa af okkur sjálfum eftir á. Á þann hátt er hægt að snúa erfiðleikum og áskorunum sér í hag, í stað þess eingöngu að komast í gegnum þá. Þar sem þetta ferli er krefjandi og þarfnast orku, er eðlilegt að spyrja sig: Af hverju ætti ég að leggja svona mikið á mig til þess að efla andlega þrautseigju? Er þetta ekki bara einhver lúxus sem fáir hafa tíma fyrir? Svarið liggur í því að lífið er fullt af áskorunum og erfiðleikum, bæði minni og meiriháttar. Það fylgir því að vera manneskja með flókið hormóna- og taugakerfi að upplifa tilfinningar eins og depurð, kvíða, streitu eða sorg. Það er eitthvað sem við höfum ekki stjórn á. En það sem við höfum stjórn á og getum haft áhrif á er það hvernig við bregðumst við þessum erfiðleikum. Við getum þjálfað okkur í því að velja uppbyggileg viðhorf, tilfinningar og hegðun sem byggja upp andlega þrautseigju. Það er tækifærið sem við höfum. Hagnýt verkfæri til að efla andlega þrautseigju Við getum aukið andlega þrautseigju með því að gefa okkur reglulega tíma til að velja hvernig við bregðumst við áskorunum í daglegu lífi. Aðferðir eins og núvitund, öndunartækni og að virkja jákvæðar tilfinningar eru dæmi um leiðir sem við getum þjálfað okkur í til að efla okkur í að takast á við alls kyns áskoranir í lífinu. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Sjá meira
Er hægt að byggja upp andlega þrautseigju? Eða eru sumir nátturulega betri en aðrir að standa af sér storminn og hafa þar af leiðandi fengið það að vöggugjöf á meðan aðrir eru ekki svo heppnir. Þetta eru spurningar sem margir velta fyrir sér, sérstaklega þegar þeir standa frammi fyrir áskorunum sem virðast óyfirstíganlegar. Andleg þrautseigja er færni sem hjálpar okkur að takast á við áskoranir og mótlæti í lífinu. Henni má lýsa í tveimur hlutum; að komast í gegnum erfiðleika og að vaxa og þroskast í gegnum þá. Fyrri hlutinn felur í sér að komast í gegnum áskoranir og erfiðleika sem koma upp. Á meðan seinni hlutinn snýr að því að vera opin fyrir tækifærinu sem liggur í erfiðleikum, að þroskast og vaxa í gegnum erfiðleikana. Það er alls ekki auðvelt eða sjálfgefið en það er hins vegar dýrmætt tækifæri sem við höfum til þess að takast betur á við erfiðleika og áskoranir í lífinu og verða betri útgáfa af okkur sjálfum eftir á. Á þann hátt er hægt að snúa erfiðleikum og áskorunum sér í hag, í stað þess eingöngu að komast í gegnum þá. Þar sem þetta ferli er krefjandi og þarfnast orku, er eðlilegt að spyrja sig: Af hverju ætti ég að leggja svona mikið á mig til þess að efla andlega þrautseigju? Er þetta ekki bara einhver lúxus sem fáir hafa tíma fyrir? Svarið liggur í því að lífið er fullt af áskorunum og erfiðleikum, bæði minni og meiriháttar. Það fylgir því að vera manneskja með flókið hormóna- og taugakerfi að upplifa tilfinningar eins og depurð, kvíða, streitu eða sorg. Það er eitthvað sem við höfum ekki stjórn á. En það sem við höfum stjórn á og getum haft áhrif á er það hvernig við bregðumst við þessum erfiðleikum. Við getum þjálfað okkur í því að velja uppbyggileg viðhorf, tilfinningar og hegðun sem byggja upp andlega þrautseigju. Það er tækifærið sem við höfum. Hagnýt verkfæri til að efla andlega þrautseigju Við getum aukið andlega þrautseigju með því að gefa okkur reglulega tíma til að velja hvernig við bregðumst við áskorunum í daglegu lífi. Aðferðir eins og núvitund, öndunartækni og að virkja jákvæðar tilfinningar eru dæmi um leiðir sem við getum þjálfað okkur í til að efla okkur í að takast á við alls kyns áskoranir í lífinu. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun