„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir, Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir og Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifa 14. nóvember 2024 12:15 Slæm samskipti barna og ungmenna á samfélagsmiðlum Þrátt fyrir marga augljósa kosti internetsins þá fylgja því því miður margar hættur. Með komu samfélagsmiðla hafa samskipti barna og ungmenna versnað og undanfarin ár hefur umræða á milli þeirra orðið fremur andstyggileg og neteinelti aukist. Það hefur haft í för með sér langvarandi áhrif á líðan og sjálfsmynd barna. Þó svo að mörg samfélagsmiðlaforrit hafa aldurstakmörk er mjög auðvelt að komast hjá þeim. Sömuleiðis er mjög auðvelt fyrir börn og ungmenna að búa til falskan aðgang og fram kemur í rannsókn sem Fjölmiðlanefnd gerði árið 2022 að 24% barna í 6-10 bekk og 45% unglinga í framhaldsskóla eru með eða hafa búið til falskan eða nafnlausan aðgang á samfélagsmiðlum. Nafnleynd getur gert það að verkum að börn og unglingar þora að segja það sem þau myndu aldrei segja við einstaklinga nema með því að fela sig bak við skjá. Mikið af því sem börn og unglingar segja undir nafnleynd er niðrandi, þau baktala aðra og leggja í einelti. Ekki þarf að leita lengi á samfélagsmiðlum til þess að finna skaðlega og niðrandi orðræðu sem börn og ungmenni skrifa og sjá. Inn á samfélagsmiðlinum TikTok, sem er nú einn vinsælasti miðillinn í dag, má sjá í ummælum undir myndböndum gríðarlegt hatur og ljót orð. „Öllum er fkn drull haltu kjafti“ er aðeins eitt dæmi af mörgum sem finna má á samfélagsmiðlum. Samfélagsmiðlar tilvalinn vettvangur fyrir einelti Slæm samskipti barna og ungmenna á samfélagsmiðlum eru alvarleg og geta haft langvarandi áhrif á andlega heilsu og félagslega líðan. Neteinelti og slæm orðræða hefur aukist með árunum og er mikilvægt að brýna á hversu alvarlegt það getur orðið og hvaða langvarandi áhrif þau geta haft. Samfélagsmiðlar er tilvalinn vettvangur fyrir einelti þar sem auðvelt er að dreifa ljótum skilaboðum og hræðsluáróðri og bjóða þeir upp á auðveldan aðgang að fólki. Ungmenni geta verið gerendur eða þolendur þegar þeir trúa eða deila þessum upplýsingum, sem getur haft áhrif á viðhorf þeirra til annarra, sjálfsmynd eða almenna félagslega líðan. Börn og ungmenni gleypa mjög auðveldlega upplýsingar sem þau sjá á netinu og það er auðvelt að hafa áhrif og/eða breyta skoðun þeirra. Samkvæmt rannsókn Fjölmiðlanefndar (2022) eiga næstum öll börn í grunnskólum landsins síma og öll börn í framhaldsskólum landsins eiga síma. Þau hafa sinn eigin aðgang að miðlum og flest öll með greiðan aðgang. Meirihluti foreldra fylgjast ekki með hvað börnin þeirra eru að gera á netinu og leyfa aðgang að forritum þó svo að börn þeirra hafi ekki náð aldri né þroska til þess að vera á þessum forritum. Hópþrýstingur til þess að tilheyra Börn og ungmenni vilja vera hluti af hópnum. Það þýðir að ef hópurinn er að leggja í einelti, útiloka eða baktala aðra þá fylgja þau hópnum því þá verða þau síður útilokuð. Svona eru börn og ungmenni að beygja mörkin sín til þess að þóknast hópnum og passa að hópnum sé ekki misboðið. Að auki reyna börn og ungmenni að beygja mörk jafningja sinna og reyna að fá þá til að segja eða gera eitthvað sem þeir vilja ekki. Mörg börn og ungmenni fylgja ofbeldissíðum þá aðallega á Instagram þar sem er sýnt er ofbeldishegðun og þá halda þau að það sé eina rétta leiðin til þess að leysa ágreining. Hvað getum við gert? Foreldrar þurfa fyrst og fremst fræðslu um samfélagsmiðla barna og gera sér grein fyrir alvarleikanum sem getur átt sér stað. Allskyns úrræði og leiðbeiningar eru til fyrir foreldra í neyð. Mikilvægt er fyrir börn og ungmenni að þora leitað til foreldra sinna eða einhvern sem þau treysta þegar upp koma vandamál á netinu. Við fullorðna fólkið verðum að geta veitt börnunum aðstoð og fræðslu þegar kemur að því að fóta sig á netinu í stað skammar. SAFT er vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og ungmenna á Íslandi. Inn á heimasíðu SAFT má finna allskonar fróðleik fyrir foreldra til að aðstoða börn sín. Góð samskipti eru jafn mikilvæg á netinu og annars staðar. Höfundar eru nemendur á öðru ári í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Sjá meira
Slæm samskipti barna og ungmenna á samfélagsmiðlum Þrátt fyrir marga augljósa kosti internetsins þá fylgja því því miður margar hættur. Með komu samfélagsmiðla hafa samskipti barna og ungmenna versnað og undanfarin ár hefur umræða á milli þeirra orðið fremur andstyggileg og neteinelti aukist. Það hefur haft í för með sér langvarandi áhrif á líðan og sjálfsmynd barna. Þó svo að mörg samfélagsmiðlaforrit hafa aldurstakmörk er mjög auðvelt að komast hjá þeim. Sömuleiðis er mjög auðvelt fyrir börn og ungmenna að búa til falskan aðgang og fram kemur í rannsókn sem Fjölmiðlanefnd gerði árið 2022 að 24% barna í 6-10 bekk og 45% unglinga í framhaldsskóla eru með eða hafa búið til falskan eða nafnlausan aðgang á samfélagsmiðlum. Nafnleynd getur gert það að verkum að börn og unglingar þora að segja það sem þau myndu aldrei segja við einstaklinga nema með því að fela sig bak við skjá. Mikið af því sem börn og unglingar segja undir nafnleynd er niðrandi, þau baktala aðra og leggja í einelti. Ekki þarf að leita lengi á samfélagsmiðlum til þess að finna skaðlega og niðrandi orðræðu sem börn og ungmenni skrifa og sjá. Inn á samfélagsmiðlinum TikTok, sem er nú einn vinsælasti miðillinn í dag, má sjá í ummælum undir myndböndum gríðarlegt hatur og ljót orð. „Öllum er fkn drull haltu kjafti“ er aðeins eitt dæmi af mörgum sem finna má á samfélagsmiðlum. Samfélagsmiðlar tilvalinn vettvangur fyrir einelti Slæm samskipti barna og ungmenna á samfélagsmiðlum eru alvarleg og geta haft langvarandi áhrif á andlega heilsu og félagslega líðan. Neteinelti og slæm orðræða hefur aukist með árunum og er mikilvægt að brýna á hversu alvarlegt það getur orðið og hvaða langvarandi áhrif þau geta haft. Samfélagsmiðlar er tilvalinn vettvangur fyrir einelti þar sem auðvelt er að dreifa ljótum skilaboðum og hræðsluáróðri og bjóða þeir upp á auðveldan aðgang að fólki. Ungmenni geta verið gerendur eða þolendur þegar þeir trúa eða deila þessum upplýsingum, sem getur haft áhrif á viðhorf þeirra til annarra, sjálfsmynd eða almenna félagslega líðan. Börn og ungmenni gleypa mjög auðveldlega upplýsingar sem þau sjá á netinu og það er auðvelt að hafa áhrif og/eða breyta skoðun þeirra. Samkvæmt rannsókn Fjölmiðlanefndar (2022) eiga næstum öll börn í grunnskólum landsins síma og öll börn í framhaldsskólum landsins eiga síma. Þau hafa sinn eigin aðgang að miðlum og flest öll með greiðan aðgang. Meirihluti foreldra fylgjast ekki með hvað börnin þeirra eru að gera á netinu og leyfa aðgang að forritum þó svo að börn þeirra hafi ekki náð aldri né þroska til þess að vera á þessum forritum. Hópþrýstingur til þess að tilheyra Börn og ungmenni vilja vera hluti af hópnum. Það þýðir að ef hópurinn er að leggja í einelti, útiloka eða baktala aðra þá fylgja þau hópnum því þá verða þau síður útilokuð. Svona eru börn og ungmenni að beygja mörkin sín til þess að þóknast hópnum og passa að hópnum sé ekki misboðið. Að auki reyna börn og ungmenni að beygja mörk jafningja sinna og reyna að fá þá til að segja eða gera eitthvað sem þeir vilja ekki. Mörg börn og ungmenni fylgja ofbeldissíðum þá aðallega á Instagram þar sem er sýnt er ofbeldishegðun og þá halda þau að það sé eina rétta leiðin til þess að leysa ágreining. Hvað getum við gert? Foreldrar þurfa fyrst og fremst fræðslu um samfélagsmiðla barna og gera sér grein fyrir alvarleikanum sem getur átt sér stað. Allskyns úrræði og leiðbeiningar eru til fyrir foreldra í neyð. Mikilvægt er fyrir börn og ungmenni að þora leitað til foreldra sinna eða einhvern sem þau treysta þegar upp koma vandamál á netinu. Við fullorðna fólkið verðum að geta veitt börnunum aðstoð og fræðslu þegar kemur að því að fóta sig á netinu í stað skammar. SAFT er vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og ungmenna á Íslandi. Inn á heimasíðu SAFT má finna allskonar fróðleik fyrir foreldra til að aðstoða börn sín. Góð samskipti eru jafn mikilvæg á netinu og annars staðar. Höfundar eru nemendur á öðru ári í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun