Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson og Gunnar Örn Jóhannsson skrifa 15. nóvember 2024 06:17 Börnum á grunnskólastigi er farið að líða betur samkvæmt íslensku æskulýðsrannsókninni sem eru frábærar fréttir. Við vitum öll að unga fólkið okkar átti mjög erfitt í heimsfaraldrinum og margt þeirra hefur ekki náð sér eftir hann. Fram kemur í rannsókninni að almennt líður börnum á aldrinum 11-15 ára betur, einmannaleikinn er minni og þau finna fyrir meiri tilgang í skóla og tómstundum sem er frábært. Það sem er þó vitað er að menntaskólakrakkar, sem mörg hver eru komin á háskólaaldur í dag, fóru mun verr út úr þessum erfiðu tímum og er staðan í menntaskólum landsins sumstaðar mjög erfið vegna andlegra vandamála eftir mikla félagslegar hamlanir. Þetta er okkar næsta kynslóð og þurfum við að grípa strax inn í á þessu stigi. Einnig þarf að horfa til aðgerða sem styrkja hjúkrun og geðheilbrigðismál í gegnum alla skólagönguna svo hægt sé að reyna að sporna við mögulegum vandamálum fyrr og hjálpa börnunum okkar. Það er ekki bara öryggisventill komi eitthvað upp á sem svipar til COVID-19 heldur er það skylda okkar að styðja við næstu kynslóðir. Jafna fjárhagslegar byrðar Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja aukið aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu með einfaldara niðurgreiðslukerfi og tækninýjungum og um leið innleiða þjónustutryggingu. Það á nefnilega ekki að skipta máli hver veitir þjónustuna - heldur að hún sé góð og aðgengileg öllum óháð efnahag. Ferli að sálfræðiþjónustu er flókið þar sem Heilsugæslur, Menntaskólar, Háskólar, vinnustaðir, stéttafélög, sveitafélög, VIRK, SÁÁ og fleiri aðilar eru öll þáttakendur að greiða fyrir eða greiða niður sálfræðiþjónustu en stór hópur fólks neyðist samt sem áður til að greiða sjálft fyrir sína sálfræðiþjónustu. Þennan hóp þarf að ná utan um og jafna fjárhagslegar byrðar þeirra sem þurfa á sálfræðiþjónustu að halda líkt og gert er með aðra heilbrigðisþjónustu í greiðsluþáttökukerfi. Sambærileg aðgerð var gerð þegar kostnaður vegna sjúkraþjálfunar var felldur inn í greiðsluþáttökukerfi með frábærum árangri. Bæði fyrir nemendur og foreldra Þetta er hluti, bæði af stórsókn okkar í menntamálum (sem lesa má hér https://xd.is/menntamal/) sem og áherslum okkar í heilbrigðismálum, en þarna tala þessir tveir málaflokkar saman. Ef börn eru heilbrigð líður þeim vel í skólanum og þau haldast lengur í námi. Brottfall hefur verið alltof mikið á framhaldsskólastigi í kjölfar faraldursins og því þurfum við að leita allra leiða til að halda unga fólkinu okkar gangandi í gegnum námið. Bætt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu, bæði fyrir nemendur og foreldra þeirra, er einn af lykilþáttunum í að rétta skútuna á menntaskólastigi en efla þarf líka skólahjúkrun á grunnskólastigi. Með tryggu aðgengi skólahjúkrunarfræðinga að sálfræðiþjónustu fyrir börn erum við að nýta getu og þekkingu þessa hóps til að grípa fyrr inn í þegar eitthvað bjátar á. Stefna í orði og borði Hafa ber í huga að börn endurspegla oft líðan foreldra sinna og því er ekki síst mikilvægt þegar við hugum að líðan barna að huga að líðan foreldra, því er afar brátt að jafna hlut foreldra þegar kemur að aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Þó létt til meðalþung mál séu í ágætum farvegi er staða þyngri mála viðkvæmari og mikilvægt að gera sambærilegt átak í að greiða aðgengi að sértækari úrræðum. Mannauðurinn sem sinnir geðheilbrigðismálum er takmörkuð auðlind og því mikilvægt að ólík stig geðheilbrigðisþjónustu vinni saman til að tryggja að aðilar fái viðeigandi úrræði og verðum fremst í flokki að tileinka okkur tækninýjungar og nýsköpun. Tækni fleygir fram og þekking okkar á geðheilbrigðisvanda hefur aukist til muna. Heilaörvunarmeðferðir hafa verið í notkun hér á landi í nokkur ár og eru farin að sýna góðan árangur í meðferð erfiðra þunglyndistilfella. Með aukinni þekkingu fleygir þessari tækni fram og verðum við sem samfélag að grípa tækifæri tækninýjunga sem þessara sem eru í senn öruggar, skalanlegar, skilvirkar og án lyfjanotkunar. Stefna Sjálfstæðisflokksins í geðheilbrigðismálum er skýr, hún birtist bæði í því sem á að gera og því sem búið er að gera. Efling sálfræðiþjónustu á heilsugæslum, sálfræðiþjónusta í menntaskólum og fjölgun geðlækna eru dæmi um árangur á síðustu ríkisstjórnar. Við viljum halda áfram þessari vegferð, nýta allt það sem vel hefur verið gert og byggja á því til framtíðar. Höfundar skipa 5. og 9. sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Börnum á grunnskólastigi er farið að líða betur samkvæmt íslensku æskulýðsrannsókninni sem eru frábærar fréttir. Við vitum öll að unga fólkið okkar átti mjög erfitt í heimsfaraldrinum og margt þeirra hefur ekki náð sér eftir hann. Fram kemur í rannsókninni að almennt líður börnum á aldrinum 11-15 ára betur, einmannaleikinn er minni og þau finna fyrir meiri tilgang í skóla og tómstundum sem er frábært. Það sem er þó vitað er að menntaskólakrakkar, sem mörg hver eru komin á háskólaaldur í dag, fóru mun verr út úr þessum erfiðu tímum og er staðan í menntaskólum landsins sumstaðar mjög erfið vegna andlegra vandamála eftir mikla félagslegar hamlanir. Þetta er okkar næsta kynslóð og þurfum við að grípa strax inn í á þessu stigi. Einnig þarf að horfa til aðgerða sem styrkja hjúkrun og geðheilbrigðismál í gegnum alla skólagönguna svo hægt sé að reyna að sporna við mögulegum vandamálum fyrr og hjálpa börnunum okkar. Það er ekki bara öryggisventill komi eitthvað upp á sem svipar til COVID-19 heldur er það skylda okkar að styðja við næstu kynslóðir. Jafna fjárhagslegar byrðar Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja aukið aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu með einfaldara niðurgreiðslukerfi og tækninýjungum og um leið innleiða þjónustutryggingu. Það á nefnilega ekki að skipta máli hver veitir þjónustuna - heldur að hún sé góð og aðgengileg öllum óháð efnahag. Ferli að sálfræðiþjónustu er flókið þar sem Heilsugæslur, Menntaskólar, Háskólar, vinnustaðir, stéttafélög, sveitafélög, VIRK, SÁÁ og fleiri aðilar eru öll þáttakendur að greiða fyrir eða greiða niður sálfræðiþjónustu en stór hópur fólks neyðist samt sem áður til að greiða sjálft fyrir sína sálfræðiþjónustu. Þennan hóp þarf að ná utan um og jafna fjárhagslegar byrðar þeirra sem þurfa á sálfræðiþjónustu að halda líkt og gert er með aðra heilbrigðisþjónustu í greiðsluþáttökukerfi. Sambærileg aðgerð var gerð þegar kostnaður vegna sjúkraþjálfunar var felldur inn í greiðsluþáttökukerfi með frábærum árangri. Bæði fyrir nemendur og foreldra Þetta er hluti, bæði af stórsókn okkar í menntamálum (sem lesa má hér https://xd.is/menntamal/) sem og áherslum okkar í heilbrigðismálum, en þarna tala þessir tveir málaflokkar saman. Ef börn eru heilbrigð líður þeim vel í skólanum og þau haldast lengur í námi. Brottfall hefur verið alltof mikið á framhaldsskólastigi í kjölfar faraldursins og því þurfum við að leita allra leiða til að halda unga fólkinu okkar gangandi í gegnum námið. Bætt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu, bæði fyrir nemendur og foreldra þeirra, er einn af lykilþáttunum í að rétta skútuna á menntaskólastigi en efla þarf líka skólahjúkrun á grunnskólastigi. Með tryggu aðgengi skólahjúkrunarfræðinga að sálfræðiþjónustu fyrir börn erum við að nýta getu og þekkingu þessa hóps til að grípa fyrr inn í þegar eitthvað bjátar á. Stefna í orði og borði Hafa ber í huga að börn endurspegla oft líðan foreldra sinna og því er ekki síst mikilvægt þegar við hugum að líðan barna að huga að líðan foreldra, því er afar brátt að jafna hlut foreldra þegar kemur að aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Þó létt til meðalþung mál séu í ágætum farvegi er staða þyngri mála viðkvæmari og mikilvægt að gera sambærilegt átak í að greiða aðgengi að sértækari úrræðum. Mannauðurinn sem sinnir geðheilbrigðismálum er takmörkuð auðlind og því mikilvægt að ólík stig geðheilbrigðisþjónustu vinni saman til að tryggja að aðilar fái viðeigandi úrræði og verðum fremst í flokki að tileinka okkur tækninýjungar og nýsköpun. Tækni fleygir fram og þekking okkar á geðheilbrigðisvanda hefur aukist til muna. Heilaörvunarmeðferðir hafa verið í notkun hér á landi í nokkur ár og eru farin að sýna góðan árangur í meðferð erfiðra þunglyndistilfella. Með aukinni þekkingu fleygir þessari tækni fram og verðum við sem samfélag að grípa tækifæri tækninýjunga sem þessara sem eru í senn öruggar, skalanlegar, skilvirkar og án lyfjanotkunar. Stefna Sjálfstæðisflokksins í geðheilbrigðismálum er skýr, hún birtist bæði í því sem á að gera og því sem búið er að gera. Efling sálfræðiþjónustu á heilsugæslum, sálfræðiþjónusta í menntaskólum og fjölgun geðlækna eru dæmi um árangur á síðustu ríkisstjórnar. Við viljum halda áfram þessari vegferð, nýta allt það sem vel hefur verið gert og byggja á því til framtíðar. Höfundar skipa 5. og 9. sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun