Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar 15. nóvember 2024 10:30 Samkvæmt Lýðheilsuvísi embættis landlæknis upplifa 12,1% fullorðinna einstaklinga oft eða mjög oft einmanaleika árið 2024. Einstaklingar finna oft fyrir einmanaleika þegar þeir upplifa skort á félagslegum tengslum, en þau gegna mikilvægu hlutverki í að auka lífsgæði okkar og stuðla að góðri andlegri og líkamlegri heilsu. Félagsleg einangrun og einmanaleiki geta nefnilega tekið líkamlegan og andlegan toll og eru oft tengd við langvarandi heilsufarsvandamál. Einmanaleiki getur einnig skert félagslega færni, sem gerir einstaklingnum erfitt fyrir að mynda tengsl og viðhalda þeim, svo þeir festast í vítahring einmanaleika. Félagsleg verkefni Rauða krossins vinna markvisst að því að reyna að rjúfa einangrun einstaklinga með heimsóknum, göngutúrum, símtölum, tónlist og félagsskap hunda. Markmið verkefnanna er að veita félagsskap, nærveru og hlýju. Fjölbreytt starf með ríka sögu Félagsleg verkefni Rauða krossins á Íslandi, einnig þekkt sem vinaverkefnin, eru 25 ára í ár. Uppruna hugmyndafræðinnar má rekja til bandarískra Rauða kross kvenna sem voru með félagslegt hjálparstarf á sjúkrahúsum í fyrri og seinni heimstyrjöldinni, en hér á landi var það kvennadeild Rauða krossins sem hóf heimsóknir á sjúkrahúsin árið 1966 og þá kölluðu þær sig sjúkravini. Félagslega verkefnið heimsóknarvinir fór síðan af stað hjá Rauða krossinum árið 1999 og er í dag stærsta verkefnið. Sjálfboðaliðar fara í heimsóknir til einstaklinga sem óska eftir því og svo er það undir gestgjafanum komið út á hvað hún gengur. Heimsóknin getur snúist um að spjalla, að spila, fara í léttan göngutúr, á kaffihús og margt, margt fleira. Heimsóknarvinur með hund hófst árið 2006 og þar fer sjálfboðaliði með eigin hund í heimsóknir til þeirra sem óska eftir því. Heimsóknin getur verið einkaheimsókn, göngutúr eða hópheimsóknir. Gönguvinaverkefnið var svo sett í gang árið 2016 og eins og nafnið gefur til kynna þá fer sjálfboðaliðinn út að ganga með sínum gestgjafa. Þeir sem taka þátt í þessum þremur verkefnum hitta gestgjafa sinn að jafnaði einu sinni í viku í klukkutíma í senn. Heimsóknirnar geta til dæmis farið fram á einkaheimilum, dvalarheimilum eða sjálfstæðum íbúðakjörnum. Ný verkefni enn að fæðast Símavinaverkefnið var einnig sett á fót árið 2016, en eins og nafnið gefur til kynna þá heyrast símavinir í síma, en það gera þeir tvisvar sinnum í viku og spjalla í um 30 mínútur í senn. Í þessu verkefni skiptir fjarlægðin engu máli, sem getur verið mikill kostur fyrir marga. Nýjasta verkefnið, tónlistarvinir, fór svo af stað í byrjun þessa árs. Í þessu verkefni eru einstaklingar og/eða hópar sem hafa lítil sem engin tök á að fara frá heimili sínu til þess að njóta lifandi tónlistar heimsóttir af einhverjum sem getur spilað fyrir þá. Langvarandi vinátta verður til Í dag eru um 205 sjálfboðaliðar í verkefnunum á öllu landinu. Það þýðir að um 200 einstaklingar fá annað hvort heimsókn einu sinni í viku eða símtal tvisvar í viku. Bara á þessu ári hafa rúmlega 100 manns verið „paraðir“ við sjálfboðaliða, en hinir hafa fengið heimsóknir mun lengur. Þegar sjálfboðaliðar taka að sér heimsóknir skuldbinda þeir sig í ár og eftir það taka þeir ákvörðun um það hvort þeir vilji halda áfram heimsóknum til sama einstaklings eða fara inn í annað verkefni. Flestir kjósa að halda áfram að fara í heimsóknir og í flestum tilfellum verður vináttan mikil og jafnvel til lífstíðar. Ein þannig heimsókn hófst árið 2007 en sú heimsókn var með hund, ein af þeim fyrstu sem farið var í þegar hundavinaverkefnið byrjaði. Þá fór Bjarni með hundinn sinn, hana Ídu, í heimsókn til hans Jóns. Þegar Ída dó hélt Bjarni samt áfram að fara í heimsóknir til Jóns og í dag hittast þeir ennþá í hverri viku og fara yfir vikuna og kíkja jafnvel á rúntinn. Mikil hlýja og gagnkvæm virðing er á milli þessara manna og þeir hafa brallað ýmislegt skemmtilegt saman í gegnum árin. „Nú hlakka ég til einhvers“ Árangur heimsóknanna er mjög góður. Bæði þau sem fá heimsóknirnar og þau sem fara í heimsóknirnar eru ánægð og 55% sjálfboðaliða segjast sjá jákvæðar breytingar á heimsóknarvini sínum frá því þeir byrjuðu að fara í heimsóknir. Setningar eins og „nú hlakka ég til einhvers“, „þetta brýtur upp vikuna og er tilhlökkunarefni í hverri viku “ og „nú er ég ekki eins einmana“ eru meðal þess sem sjálfboðaliðar hafa fengið að heyra frá gestgjöfum sínum. Það er alltaf þörf fyrir fleiri sjálfboðaliða í verkefnin, en eins og staðan er í dag þá eru rétt tæplega 80 manns að bíða eftir því að fá heimsókn og/eða símtal. Þörfin hefur aldrei verið meiri en eins og áður sagði getur félagsleg einangrun og einmanaleiki haft mjög skaðleg áhrif, svo þessi verkefni hafa mikið gildi sem heilbrigðisþjónusta en samt þarf enga sérfræðimenntun til að taka þátt. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt er hægt að sækja um sem sjálfboðaliði á heimasíðu Rauða krossins. Höfundur er verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í félagsverkefnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt Lýðheilsuvísi embættis landlæknis upplifa 12,1% fullorðinna einstaklinga oft eða mjög oft einmanaleika árið 2024. Einstaklingar finna oft fyrir einmanaleika þegar þeir upplifa skort á félagslegum tengslum, en þau gegna mikilvægu hlutverki í að auka lífsgæði okkar og stuðla að góðri andlegri og líkamlegri heilsu. Félagsleg einangrun og einmanaleiki geta nefnilega tekið líkamlegan og andlegan toll og eru oft tengd við langvarandi heilsufarsvandamál. Einmanaleiki getur einnig skert félagslega færni, sem gerir einstaklingnum erfitt fyrir að mynda tengsl og viðhalda þeim, svo þeir festast í vítahring einmanaleika. Félagsleg verkefni Rauða krossins vinna markvisst að því að reyna að rjúfa einangrun einstaklinga með heimsóknum, göngutúrum, símtölum, tónlist og félagsskap hunda. Markmið verkefnanna er að veita félagsskap, nærveru og hlýju. Fjölbreytt starf með ríka sögu Félagsleg verkefni Rauða krossins á Íslandi, einnig þekkt sem vinaverkefnin, eru 25 ára í ár. Uppruna hugmyndafræðinnar má rekja til bandarískra Rauða kross kvenna sem voru með félagslegt hjálparstarf á sjúkrahúsum í fyrri og seinni heimstyrjöldinni, en hér á landi var það kvennadeild Rauða krossins sem hóf heimsóknir á sjúkrahúsin árið 1966 og þá kölluðu þær sig sjúkravini. Félagslega verkefnið heimsóknarvinir fór síðan af stað hjá Rauða krossinum árið 1999 og er í dag stærsta verkefnið. Sjálfboðaliðar fara í heimsóknir til einstaklinga sem óska eftir því og svo er það undir gestgjafanum komið út á hvað hún gengur. Heimsóknin getur snúist um að spjalla, að spila, fara í léttan göngutúr, á kaffihús og margt, margt fleira. Heimsóknarvinur með hund hófst árið 2006 og þar fer sjálfboðaliði með eigin hund í heimsóknir til þeirra sem óska eftir því. Heimsóknin getur verið einkaheimsókn, göngutúr eða hópheimsóknir. Gönguvinaverkefnið var svo sett í gang árið 2016 og eins og nafnið gefur til kynna þá fer sjálfboðaliðinn út að ganga með sínum gestgjafa. Þeir sem taka þátt í þessum þremur verkefnum hitta gestgjafa sinn að jafnaði einu sinni í viku í klukkutíma í senn. Heimsóknirnar geta til dæmis farið fram á einkaheimilum, dvalarheimilum eða sjálfstæðum íbúðakjörnum. Ný verkefni enn að fæðast Símavinaverkefnið var einnig sett á fót árið 2016, en eins og nafnið gefur til kynna þá heyrast símavinir í síma, en það gera þeir tvisvar sinnum í viku og spjalla í um 30 mínútur í senn. Í þessu verkefni skiptir fjarlægðin engu máli, sem getur verið mikill kostur fyrir marga. Nýjasta verkefnið, tónlistarvinir, fór svo af stað í byrjun þessa árs. Í þessu verkefni eru einstaklingar og/eða hópar sem hafa lítil sem engin tök á að fara frá heimili sínu til þess að njóta lifandi tónlistar heimsóttir af einhverjum sem getur spilað fyrir þá. Langvarandi vinátta verður til Í dag eru um 205 sjálfboðaliðar í verkefnunum á öllu landinu. Það þýðir að um 200 einstaklingar fá annað hvort heimsókn einu sinni í viku eða símtal tvisvar í viku. Bara á þessu ári hafa rúmlega 100 manns verið „paraðir“ við sjálfboðaliða, en hinir hafa fengið heimsóknir mun lengur. Þegar sjálfboðaliðar taka að sér heimsóknir skuldbinda þeir sig í ár og eftir það taka þeir ákvörðun um það hvort þeir vilji halda áfram heimsóknum til sama einstaklings eða fara inn í annað verkefni. Flestir kjósa að halda áfram að fara í heimsóknir og í flestum tilfellum verður vináttan mikil og jafnvel til lífstíðar. Ein þannig heimsókn hófst árið 2007 en sú heimsókn var með hund, ein af þeim fyrstu sem farið var í þegar hundavinaverkefnið byrjaði. Þá fór Bjarni með hundinn sinn, hana Ídu, í heimsókn til hans Jóns. Þegar Ída dó hélt Bjarni samt áfram að fara í heimsóknir til Jóns og í dag hittast þeir ennþá í hverri viku og fara yfir vikuna og kíkja jafnvel á rúntinn. Mikil hlýja og gagnkvæm virðing er á milli þessara manna og þeir hafa brallað ýmislegt skemmtilegt saman í gegnum árin. „Nú hlakka ég til einhvers“ Árangur heimsóknanna er mjög góður. Bæði þau sem fá heimsóknirnar og þau sem fara í heimsóknirnar eru ánægð og 55% sjálfboðaliða segjast sjá jákvæðar breytingar á heimsóknarvini sínum frá því þeir byrjuðu að fara í heimsóknir. Setningar eins og „nú hlakka ég til einhvers“, „þetta brýtur upp vikuna og er tilhlökkunarefni í hverri viku “ og „nú er ég ekki eins einmana“ eru meðal þess sem sjálfboðaliðar hafa fengið að heyra frá gestgjöfum sínum. Það er alltaf þörf fyrir fleiri sjálfboðaliða í verkefnin, en eins og staðan er í dag þá eru rétt tæplega 80 manns að bíða eftir því að fá heimsókn og/eða símtal. Þörfin hefur aldrei verið meiri en eins og áður sagði getur félagsleg einangrun og einmanaleiki haft mjög skaðleg áhrif, svo þessi verkefni hafa mikið gildi sem heilbrigðisþjónusta en samt þarf enga sérfræðimenntun til að taka þátt. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt er hægt að sækja um sem sjálfboðaliði á heimasíðu Rauða krossins. Höfundur er verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í félagsverkefnum.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar