Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar 15. nóvember 2024 17:03 Á Sjúkrahúsinu á Akureyri er geðheilbrigðisþjónustan í mjög alvarlegum vanda vægast sagt og ekki bara á Akureyri heldur á landinu öllu. Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku SAK sagði greinarhöfundi að í hverri einustu viku komi fjöldi manns á bráðamóttöku eftir að hafa reynt að taka sitt eigið líf eða skaðað sjálft sig á einhvern hátt í leit að hjálp eða fólk með annan geðrænan vanda. Aðspurð segir hún: ,,Fjöldinn er það mikill sem kemur til okkar í hverri einustu viku að flestum sjúklingum þarf því miður að vísa aftur heim eftir að við veitum þeim þá aðhlynningu sem við getum á bráðamóttöku og þá hjálp sem er í boði. Það er mjög alvarlegur skortur á mannafla hérna og sérstaklega þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustunni sem hefur verið vanrækt í tugi ára." Stundum er hringt á geðlækni sem kemur á bráðamóttöku og talar við einstaklinginn en í 95% tilvika er því miður ekki pláss á legudeild geðdeildar. Sjúklingum er þá einfaldlega gefið lyf yfir sólarhringinn og beðinn að hringja daginn eftir á Göngu- og dagdeild geðdeildar til þess að fá frekari upplýsingar um þá aðstoð og hjálp sem er í boði. Þeir sem koma á bráðamóttöku vegna þessa sorglega verknaðar finna fyrir mikilli skömm um að hafa gert sjálfum sér þetta, en eftir langa andlega þjáningu og sársauka og þeirri staðreynd að enga hjálp sé að finna er fólk einfaldlega komið út í horn og aðeins þarf augnabliks slæmt hugarástand til þess að svona gerist sem margir sjá svo strax eftir á. Það eru aðeins 10 pláss til staðar á legudeild geðdeildar Sjúkrahússins á Akureyri en legudeildin veitir veikum sjúklingum sem eru t.d. í alvarlegri sjálfsvígshættu og með geðrofseinkenni, sólarhringsumönnun. Hún segir ennfremur að þetta sé fólk af öllum stéttum samfélagsins sem koma á bráðamóttökuna á SAK. Og þá fólk sem almenningur myndi aldrei detta í hug að væri komin á þennan dimma stað að vilja taka sitt eigið líf, skaða sjálfan sig á einhvern hátt í leit að hjálp eða einstaklingar með aðra geðræna kvilla. Fjöldi sjálfsvíga fer stighækkandi á Íslandi í dag og augljóst er að stór hluti þessa alvarlega vanda er vegna plássleysis á geðdeildum og skorts á mannafla, þá bæði geðlækna og geðhjúkrunarfræðinga. Það er ekki boðlegt að aðeins séu 10 pláss til staðar í 20 þúsund manna bæjarfélagi. Ástandið er ekki betra í Reykjavík eins og við öll vitum en það er efni í langa grein út af fyrir sig en við höfum öll séð í fréttum sjálfsvíg á geðdeildunum sjálfum þar og einnig skort á mannafla þar. Eini jákvæði punkturinn við þetta allt saman er starfsfólkið sjálft á Geðdeild Akureyrar sem er fyrsta flokks fólk umönnunaraðilar og þykir jafn miður og öðrum hvernig ástandið er í Heilbrigðiskerfinu. Það er kristalljóst að við þurfum nýrri og betri ríkisstjórn til að taka á þessum alvarlega vanda í heilbrigðiskerfinu sem fyrri ríkistjórnir hafa verulega brugðist og vanrækt en þar einmitt liggur skömmin. Ekki hjá fólkinu okkar sem þjáist. Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 30. nóvember næstkomandi? Hvaða flokkur hefur ekki fengið tækifæri til að taka á þessu málefni? Hvaða flokkur talar virkilega um af einlægni og hefur sýnt sterkan vilja til að bæta þetta hræðilega ástand? Ég vona svo innilega að þú vandir valið áður en þú kýst. Það eru fjöldi mannslífa í húfi. Kannski er það einhver þér nákominn eða kannski ertu að lesa þessa grein því þú ert sjálf/ur á þessum stað? Hjálpum Heilbrigðiskerfinu okkar á Íslandi. Hjálpum fólkinu okkar. Hugsum vel og vandlega áður en við kjósum. Stöndum saman öll sem eitt. Höfundur er stuðningsmaður og kjósandi Flokk fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Á Sjúkrahúsinu á Akureyri er geðheilbrigðisþjónustan í mjög alvarlegum vanda vægast sagt og ekki bara á Akureyri heldur á landinu öllu. Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku SAK sagði greinarhöfundi að í hverri einustu viku komi fjöldi manns á bráðamóttöku eftir að hafa reynt að taka sitt eigið líf eða skaðað sjálft sig á einhvern hátt í leit að hjálp eða fólk með annan geðrænan vanda. Aðspurð segir hún: ,,Fjöldinn er það mikill sem kemur til okkar í hverri einustu viku að flestum sjúklingum þarf því miður að vísa aftur heim eftir að við veitum þeim þá aðhlynningu sem við getum á bráðamóttöku og þá hjálp sem er í boði. Það er mjög alvarlegur skortur á mannafla hérna og sérstaklega þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustunni sem hefur verið vanrækt í tugi ára." Stundum er hringt á geðlækni sem kemur á bráðamóttöku og talar við einstaklinginn en í 95% tilvika er því miður ekki pláss á legudeild geðdeildar. Sjúklingum er þá einfaldlega gefið lyf yfir sólarhringinn og beðinn að hringja daginn eftir á Göngu- og dagdeild geðdeildar til þess að fá frekari upplýsingar um þá aðstoð og hjálp sem er í boði. Þeir sem koma á bráðamóttöku vegna þessa sorglega verknaðar finna fyrir mikilli skömm um að hafa gert sjálfum sér þetta, en eftir langa andlega þjáningu og sársauka og þeirri staðreynd að enga hjálp sé að finna er fólk einfaldlega komið út í horn og aðeins þarf augnabliks slæmt hugarástand til þess að svona gerist sem margir sjá svo strax eftir á. Það eru aðeins 10 pláss til staðar á legudeild geðdeildar Sjúkrahússins á Akureyri en legudeildin veitir veikum sjúklingum sem eru t.d. í alvarlegri sjálfsvígshættu og með geðrofseinkenni, sólarhringsumönnun. Hún segir ennfremur að þetta sé fólk af öllum stéttum samfélagsins sem koma á bráðamóttökuna á SAK. Og þá fólk sem almenningur myndi aldrei detta í hug að væri komin á þennan dimma stað að vilja taka sitt eigið líf, skaða sjálfan sig á einhvern hátt í leit að hjálp eða einstaklingar með aðra geðræna kvilla. Fjöldi sjálfsvíga fer stighækkandi á Íslandi í dag og augljóst er að stór hluti þessa alvarlega vanda er vegna plássleysis á geðdeildum og skorts á mannafla, þá bæði geðlækna og geðhjúkrunarfræðinga. Það er ekki boðlegt að aðeins séu 10 pláss til staðar í 20 þúsund manna bæjarfélagi. Ástandið er ekki betra í Reykjavík eins og við öll vitum en það er efni í langa grein út af fyrir sig en við höfum öll séð í fréttum sjálfsvíg á geðdeildunum sjálfum þar og einnig skort á mannafla þar. Eini jákvæði punkturinn við þetta allt saman er starfsfólkið sjálft á Geðdeild Akureyrar sem er fyrsta flokks fólk umönnunaraðilar og þykir jafn miður og öðrum hvernig ástandið er í Heilbrigðiskerfinu. Það er kristalljóst að við þurfum nýrri og betri ríkisstjórn til að taka á þessum alvarlega vanda í heilbrigðiskerfinu sem fyrri ríkistjórnir hafa verulega brugðist og vanrækt en þar einmitt liggur skömmin. Ekki hjá fólkinu okkar sem þjáist. Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 30. nóvember næstkomandi? Hvaða flokkur hefur ekki fengið tækifæri til að taka á þessu málefni? Hvaða flokkur talar virkilega um af einlægni og hefur sýnt sterkan vilja til að bæta þetta hræðilega ástand? Ég vona svo innilega að þú vandir valið áður en þú kýst. Það eru fjöldi mannslífa í húfi. Kannski er það einhver þér nákominn eða kannski ertu að lesa þessa grein því þú ert sjálf/ur á þessum stað? Hjálpum Heilbrigðiskerfinu okkar á Íslandi. Hjálpum fólkinu okkar. Hugsum vel og vandlega áður en við kjósum. Stöndum saman öll sem eitt. Höfundur er stuðningsmaður og kjósandi Flokk fólksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar