Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar 16. nóvember 2024 12:16 Það vekur athygli að Sósíalistaflokkur Íslands er eini flokkurinn sem hefur rætt sjávarútvegsmál af fullri alvöru í aðdraganda kosninga. Örfáir flokkar hafa sagst vilja hærri veiðigjöld í ríkissjóð en útfæra það ekkert nánar. Þó liggur fyrir að veiðigjöldin standa ekki fjárhagslega undir lögboðnu hlutverki ríkissjóðs um þjónustu við ríkisstyrktu-einokunar-útgerðina. Sérstakt ekki satt? Stjórnmálaflokkarnir hafa í raun gefist upp fyrir ógnarvaldi atvinnugreinarinnar í samfélaginu, sem er magnað í sjálfu sér, þar sem fyrir ekki svo mörgum áratugum síðan var sjávarútvegurinn eina útflutningsgrein þjóðarinnar, eða allt til 1970 þegar álverið í Straumsvík var ræst. Þjóðin með sjávarútvegsrentuna flæðandi um æðar samfélagsins byggði upp velferðarkerfi, heilbrigðiskerfi, menntakerfi, samgöngukerfi og aðra mikilvæga innviði um allt land. Stjórn fiskveiða lítur fyrst dagsins ljós 1976 þegar s.k., skrapdagakerfi var sett á. Bæði útgerð og sjómenn aðlöguðu sig að því í góðri sátt við stjórnvöld þess tíma. Ungir skipstjórar keyptu sér báta/skip og stofnuðu fiskvinnslur í kjölfarið. Bjartsýni og kraftur var allsráðandi, þrátt fyrir óðaverðbólgu, pólitíska spillingu og aðra erfiðleika í samfélaginu. Árið 1985 færði þáverandi borgarstjóri Reykjavíkur Davíð Oddsson, gaf fiskvinnslunni Ísbirninum Bæjarútgerð Reykjavíkur á silfurfat og sjávarútvegsfyrirtækið Grandi varð til. Kvótakerfið var innleitt af Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki 1984 samhliða s.k. sóknarmarki til eins árs reynslu, sem var síðan framlengt og sóknarmarkið fellt endanlega út 1988-9. Árið 1991 voru lög um frjálst framsal aflaheimilda samþykkt á alþingi af Alþýðuflokknum, Alþýðubandalaginu og Framsóknarflokknum, stjórnmálaöflum sem kenndu sig við jöfnuð og samvinnu þegar hentaði fyrir kosningar. Gríðarleg samþjöppun aflaheimilda varð staðreynd í kjölfarið með tilheyrandi atvinnuleysi sjómanna og fiskvinnslufólks um allt land. Eftir magnað verkleysi undangenginna ríkisstjórna og Alþingi alls s.l. 40 ár er veruleikinn sá að átta fjölskyldufyrirtæki ráða yfir 70% af úthlutuðum aflaheimildum og fara með þjóðareignina líkt og um einkaeign væri að ræða. Það gera þau þrátt fyrir lög um stjórn fiskveiða, sem segja skýrt og skorinort að aflaheimildir mynda EKKI eignarétt eða óafturkræft forræði. Rentan af þessum sameiginlegu verðmætum þjóðarinnar er geymd í skattaskjólum ríkisstyrktu einokunarútgerðanna, sem hafa enga samfélagslega ábyrgð gagnvart þjóðfélaginu okkar. Sömuleiðis er það ámælisvert af Alþingi að samþykkja að einungis séu greidd veiðigjöld af útgerðarhluta þessara fyrirtækja, þrátt fyrir óslitna virðiskeðju útgerða, fiskvinnslu og sölufyrirtækja. Þessu þarf að breyta og það getum við hæglega gert. Sósíalistaflokkurinn boðar eftirfarandi breytingar í sjávarútvegsmálum: Taka þarf á brotum innan kerfisins, þar sem kvótaþak er svívirt og horfast í augu við það að frjálsa framsalið er helsti dragbítur núverandi kerfis um fiskveiðistjórn. Tryggja þarf umsvifalaust frjálsar handfæraveiðar því þær endurreisa að hluta glataðan nýtingarrétt. Að koma á fót vel ígrunduðu dagakerfi í stað kvótakerfis. Slíta þarf á milli veiða og vinnslu og koma öllum ferskfiski á opinn uppboðsmarkað, sem tryggir hæsta verð fyrir fiskinn á hverjum degi. Með sjávarútvegsstefnu Sósíalistaflokksins mun rentan af sjávarútveginum í heild renna aftur um æðar samfélagsins, líkt og fyrir daga kvótakerfisins. Það er kominn tími til að breyta sjávarútvegsmálunum á Íslandi. Hin eina Sanna breyting er Sósíalismi. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Sjávarútvegur Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Það vekur athygli að Sósíalistaflokkur Íslands er eini flokkurinn sem hefur rætt sjávarútvegsmál af fullri alvöru í aðdraganda kosninga. Örfáir flokkar hafa sagst vilja hærri veiðigjöld í ríkissjóð en útfæra það ekkert nánar. Þó liggur fyrir að veiðigjöldin standa ekki fjárhagslega undir lögboðnu hlutverki ríkissjóðs um þjónustu við ríkisstyrktu-einokunar-útgerðina. Sérstakt ekki satt? Stjórnmálaflokkarnir hafa í raun gefist upp fyrir ógnarvaldi atvinnugreinarinnar í samfélaginu, sem er magnað í sjálfu sér, þar sem fyrir ekki svo mörgum áratugum síðan var sjávarútvegurinn eina útflutningsgrein þjóðarinnar, eða allt til 1970 þegar álverið í Straumsvík var ræst. Þjóðin með sjávarútvegsrentuna flæðandi um æðar samfélagsins byggði upp velferðarkerfi, heilbrigðiskerfi, menntakerfi, samgöngukerfi og aðra mikilvæga innviði um allt land. Stjórn fiskveiða lítur fyrst dagsins ljós 1976 þegar s.k., skrapdagakerfi var sett á. Bæði útgerð og sjómenn aðlöguðu sig að því í góðri sátt við stjórnvöld þess tíma. Ungir skipstjórar keyptu sér báta/skip og stofnuðu fiskvinnslur í kjölfarið. Bjartsýni og kraftur var allsráðandi, þrátt fyrir óðaverðbólgu, pólitíska spillingu og aðra erfiðleika í samfélaginu. Árið 1985 færði þáverandi borgarstjóri Reykjavíkur Davíð Oddsson, gaf fiskvinnslunni Ísbirninum Bæjarútgerð Reykjavíkur á silfurfat og sjávarútvegsfyrirtækið Grandi varð til. Kvótakerfið var innleitt af Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki 1984 samhliða s.k. sóknarmarki til eins árs reynslu, sem var síðan framlengt og sóknarmarkið fellt endanlega út 1988-9. Árið 1991 voru lög um frjálst framsal aflaheimilda samþykkt á alþingi af Alþýðuflokknum, Alþýðubandalaginu og Framsóknarflokknum, stjórnmálaöflum sem kenndu sig við jöfnuð og samvinnu þegar hentaði fyrir kosningar. Gríðarleg samþjöppun aflaheimilda varð staðreynd í kjölfarið með tilheyrandi atvinnuleysi sjómanna og fiskvinnslufólks um allt land. Eftir magnað verkleysi undangenginna ríkisstjórna og Alþingi alls s.l. 40 ár er veruleikinn sá að átta fjölskyldufyrirtæki ráða yfir 70% af úthlutuðum aflaheimildum og fara með þjóðareignina líkt og um einkaeign væri að ræða. Það gera þau þrátt fyrir lög um stjórn fiskveiða, sem segja skýrt og skorinort að aflaheimildir mynda EKKI eignarétt eða óafturkræft forræði. Rentan af þessum sameiginlegu verðmætum þjóðarinnar er geymd í skattaskjólum ríkisstyrktu einokunarútgerðanna, sem hafa enga samfélagslega ábyrgð gagnvart þjóðfélaginu okkar. Sömuleiðis er það ámælisvert af Alþingi að samþykkja að einungis séu greidd veiðigjöld af útgerðarhluta þessara fyrirtækja, þrátt fyrir óslitna virðiskeðju útgerða, fiskvinnslu og sölufyrirtækja. Þessu þarf að breyta og það getum við hæglega gert. Sósíalistaflokkurinn boðar eftirfarandi breytingar í sjávarútvegsmálum: Taka þarf á brotum innan kerfisins, þar sem kvótaþak er svívirt og horfast í augu við það að frjálsa framsalið er helsti dragbítur núverandi kerfis um fiskveiðistjórn. Tryggja þarf umsvifalaust frjálsar handfæraveiðar því þær endurreisa að hluta glataðan nýtingarrétt. Að koma á fót vel ígrunduðu dagakerfi í stað kvótakerfis. Slíta þarf á milli veiða og vinnslu og koma öllum ferskfiski á opinn uppboðsmarkað, sem tryggir hæsta verð fyrir fiskinn á hverjum degi. Með sjávarútvegsstefnu Sósíalistaflokksins mun rentan af sjávarútveginum í heild renna aftur um æðar samfélagsins, líkt og fyrir daga kvótakerfisins. Það er kominn tími til að breyta sjávarútvegsmálunum á Íslandi. Hin eina Sanna breyting er Sósíalismi. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun