Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar 18. nóvember 2024 09:32 Það er frekar vandræðalegt fyrir kennarasambandið að einn helsti sérfræðingur landsins í vinnumarkaðsmálum gefur örverkfalli þess falleinkunn. Í viðtali við Stöð 2 segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson prófessor við HÍ að yfirleitt fari opinberir starfsmenn í verkfall í stærri hópum, sem skapi meiri þunga og pressu á ríki eða sveitarfélög. Nýja sérsniðna verkfallið í örfáum skólum virki ekki þannig, heldur bitni á notendum þjónustunnar, nemendum og foreldrum. Spurður af fréttamanni Stöðvar 2 hvort honum finnist þessi tegund af verkföllum góð leið til að ná fram kröfum svarar Gylfi mjög afgerandi „Nei.“ Gagnslausar og þar með ólöglegar verkfallsaðgerðir Þriggja vikna örverkall kennarasambandsins hefur engum árangri skilað. Samningafundir eru ekki einu sinni haldnir. Samninganefnd ríkis og sveitarfélaga er sallaróleg og gefur engin merki um að aðgerðirnar haggi henni. Formaður kennara eyðir tímanum á fótboltaleik í útlöndum. Í 14. grein laga um stéttarfélög og vinnudeilur segir meðal annars: „Heimilt er stéttarfélögum að gera verkföll í þeim tilgangi, að vinna að framgangi krafna sinna í vinnudeilum“. Ljóst er að verkfall 3% kennara vinnur með engu móti að „framgangi krafnanna“. Verkfallið uppfyllir ekki kröfur laganna um þann tilgang vinnustöðvunar að knýja fram samninga. Pressan er engin. Lamaðar samningaviðræður og álit Gylfa Dalmann taka af allan vafa um að lögmæti verkfallsins er ekki fyrir hendi. Þau sem undan svíða Þetta langa og gagnslausa örverkfall skellur hins vegar af sérstaklega miklum þunga á 3% leikskólabarna í fjórum leikskólum. Þau missa af lærdómi, samveru með jafnöldrum, daglegri rútínu, útiveru og nauðsynlegri tilbreytingu. Þeim er mismunað gagnvart 97% allra annarra leikskólabarna. Foreldrar og önnur skyldmenni sitja uppi með vinnutap og púsl við að láta allt ganga upp. Foreldrar hafa verið að taka út sumarleyfi næsta árs og launalaust frí vegna þess að leikskólinn hefur verið lokaður í þrjár vikur. Formaður kennara segir þá tilbúna til að hanga í strjálum verkfallsaðgerðum fram á næsta vor. Það segir allt sem segja þarf um tilgangsleysið og þar með ólögmætið. Örverkfallið er hreinn og klár óþverraskapur því það hefur engin áhrif á samningaviðræðurnar. Einu áhrifin eru að mismuna börnum og flækja daglegt líf vikum saman hjá hópi fólks sem hefur enga aðkomu að kjaraviðræðunum. Höfundur er afi nemanda í Leikskóla Seltjarnarness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Það er frekar vandræðalegt fyrir kennarasambandið að einn helsti sérfræðingur landsins í vinnumarkaðsmálum gefur örverkfalli þess falleinkunn. Í viðtali við Stöð 2 segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson prófessor við HÍ að yfirleitt fari opinberir starfsmenn í verkfall í stærri hópum, sem skapi meiri þunga og pressu á ríki eða sveitarfélög. Nýja sérsniðna verkfallið í örfáum skólum virki ekki þannig, heldur bitni á notendum þjónustunnar, nemendum og foreldrum. Spurður af fréttamanni Stöðvar 2 hvort honum finnist þessi tegund af verkföllum góð leið til að ná fram kröfum svarar Gylfi mjög afgerandi „Nei.“ Gagnslausar og þar með ólöglegar verkfallsaðgerðir Þriggja vikna örverkall kennarasambandsins hefur engum árangri skilað. Samningafundir eru ekki einu sinni haldnir. Samninganefnd ríkis og sveitarfélaga er sallaróleg og gefur engin merki um að aðgerðirnar haggi henni. Formaður kennara eyðir tímanum á fótboltaleik í útlöndum. Í 14. grein laga um stéttarfélög og vinnudeilur segir meðal annars: „Heimilt er stéttarfélögum að gera verkföll í þeim tilgangi, að vinna að framgangi krafna sinna í vinnudeilum“. Ljóst er að verkfall 3% kennara vinnur með engu móti að „framgangi krafnanna“. Verkfallið uppfyllir ekki kröfur laganna um þann tilgang vinnustöðvunar að knýja fram samninga. Pressan er engin. Lamaðar samningaviðræður og álit Gylfa Dalmann taka af allan vafa um að lögmæti verkfallsins er ekki fyrir hendi. Þau sem undan svíða Þetta langa og gagnslausa örverkfall skellur hins vegar af sérstaklega miklum þunga á 3% leikskólabarna í fjórum leikskólum. Þau missa af lærdómi, samveru með jafnöldrum, daglegri rútínu, útiveru og nauðsynlegri tilbreytingu. Þeim er mismunað gagnvart 97% allra annarra leikskólabarna. Foreldrar og önnur skyldmenni sitja uppi með vinnutap og púsl við að láta allt ganga upp. Foreldrar hafa verið að taka út sumarleyfi næsta árs og launalaust frí vegna þess að leikskólinn hefur verið lokaður í þrjár vikur. Formaður kennara segir þá tilbúna til að hanga í strjálum verkfallsaðgerðum fram á næsta vor. Það segir allt sem segja þarf um tilgangsleysið og þar með ólögmætið. Örverkfallið er hreinn og klár óþverraskapur því það hefur engin áhrif á samningaviðræðurnar. Einu áhrifin eru að mismuna börnum og flækja daglegt líf vikum saman hjá hópi fólks sem hefur enga aðkomu að kjaraviðræðunum. Höfundur er afi nemanda í Leikskóla Seltjarnarness.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun