Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar 18. nóvember 2024 15:31 Raforkuverð til bænda hefur tvöfaldast á síðustu fjórum árum. Sem sagt hækkað um 25% á ári og þar af leiðandi eitt hundrað prósent á þessu tímabili. Það er gríðarlega mikið og ekki lagast myndin ef sú spá rætist að vegna lögmálsins um framboð og eftirspurn muni raforkuverðið hækka um annað eins á næstu fjórum árum líka. Það þýðir að raforkuverð til bænda og langflestra fyrirtækja landsins muni margfaldast á átta ára tímabili. Þessar hörmungar eru ekki vegna óviðráðanlegra náttúruhamfara heldur alfarið á valdi og ábyrgð stjórnvalda sem krefja Landsvirkjun um hámörkun á arðsemi starfsemi sinnar. Sú ótrúlega eigandastefna gæti endað með ósköpum. Íslenskur landbúnaður er hreykinn af hreinleika sínum og umhverfisvænni framleiðslu. Græna raforkan okkar er þar á meðal. Hún gefur okkur án nokkurs vafa talsvert samkeppnisforskot á erlenda framleiðslu og er á meðal þess sem bæði útskýrir og réttlætir hærra verð hágæðavörunnar í samanburði við aðra valkosti. En alls staðar eru dregnar línur í sandinn. Dýrt getur allt í einu orðið of dýrt. Neytandanum er ýmist misboðið eða hann hefur hreinlega ekki efni á gæðunum. Þessum miklu hækkunum raforkuverðs verður ekki velt út í verðlagið eins og ekkert sé. Hún mun, reyndar með misalvarlegum hætti, bitna á öllum greinum landbúnaðarins. Í tilfelli ylræktar, þar sem raforkan er langstærsti kostnaðarþátturinn, mun hún einfaldlega leggja atvinnugreinina niður. Við munum þá tala um íslenska ylrækt, og væntanlega flesta ef ekki alla grænmetisbændur, í þátíð eins og Axel Sæland, formaður deildar garðyrkjubænda hjá Bændasamtökum Íslands, hefur bent á. Sú tilhugsun er skelfileg. Þú veist hvaðan íslenska grænmetið kemur. Þú hefur hins vegar enga hugmynd um hvað bíður þín í grænmetisdeildinni ef stjórnvöld girða sig ekki í brók og grípa tafarlaust í taumana. Vonandi verður það fyrsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar algjörlega óháð því hvernig hún verður mönnuð. Höfundur er formaður Bændasamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Hjálmarsson Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Raforkuverð til bænda hefur tvöfaldast á síðustu fjórum árum. Sem sagt hækkað um 25% á ári og þar af leiðandi eitt hundrað prósent á þessu tímabili. Það er gríðarlega mikið og ekki lagast myndin ef sú spá rætist að vegna lögmálsins um framboð og eftirspurn muni raforkuverðið hækka um annað eins á næstu fjórum árum líka. Það þýðir að raforkuverð til bænda og langflestra fyrirtækja landsins muni margfaldast á átta ára tímabili. Þessar hörmungar eru ekki vegna óviðráðanlegra náttúruhamfara heldur alfarið á valdi og ábyrgð stjórnvalda sem krefja Landsvirkjun um hámörkun á arðsemi starfsemi sinnar. Sú ótrúlega eigandastefna gæti endað með ósköpum. Íslenskur landbúnaður er hreykinn af hreinleika sínum og umhverfisvænni framleiðslu. Græna raforkan okkar er þar á meðal. Hún gefur okkur án nokkurs vafa talsvert samkeppnisforskot á erlenda framleiðslu og er á meðal þess sem bæði útskýrir og réttlætir hærra verð hágæðavörunnar í samanburði við aðra valkosti. En alls staðar eru dregnar línur í sandinn. Dýrt getur allt í einu orðið of dýrt. Neytandanum er ýmist misboðið eða hann hefur hreinlega ekki efni á gæðunum. Þessum miklu hækkunum raforkuverðs verður ekki velt út í verðlagið eins og ekkert sé. Hún mun, reyndar með misalvarlegum hætti, bitna á öllum greinum landbúnaðarins. Í tilfelli ylræktar, þar sem raforkan er langstærsti kostnaðarþátturinn, mun hún einfaldlega leggja atvinnugreinina niður. Við munum þá tala um íslenska ylrækt, og væntanlega flesta ef ekki alla grænmetisbændur, í þátíð eins og Axel Sæland, formaður deildar garðyrkjubænda hjá Bændasamtökum Íslands, hefur bent á. Sú tilhugsun er skelfileg. Þú veist hvaðan íslenska grænmetið kemur. Þú hefur hins vegar enga hugmynd um hvað bíður þín í grænmetisdeildinni ef stjórnvöld girða sig ekki í brók og grípa tafarlaust í taumana. Vonandi verður það fyrsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar algjörlega óháð því hvernig hún verður mönnuð. Höfundur er formaður Bændasamtaka Íslands.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun